Vikan


Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 41

Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 41
Nú hefur hann elnn hring ennþál OG ÞESSA OHÐU VANN JÍG & SKOTBAKKA 1 TIVOLI. y.'Mtl'IOiM verði negri í þá stöðu. Enginn á þeirri skrifstofu hefur neitt á móti því að ráða negra í stöðuna, en vandinn er sá að það eru aðeins tvær negrafjölskyldur í Bedford, Indiana, en enginn meðlimur þeirra fjölskyldna hefur menntunina sem staðan krefur, svo þeir þurftu að leita annars staðar, en árangurs- laust. Skrifstofustjóri tók því það ráð að fara ( gagnfræðaskóla og reyna að fá einhvern negraungling til að afla sér þeirrar menntunar sem til þarf. A meðan kvað vera ósköp mikið að gera hjá þeim þarna í Wildlife-deildinni. Eg heimsótti 1. bekk barnaskóla þessa nágrennis fyrir nokkru. Þeg- ar ég kom voru börnin að leik úti á leikvelli skólans, en voru í það veifið að raða sér upp í fjór- faldar raðir til að marséra svo aft- ur inn í skólastofurnar. Sonur minn heilsaði mér með að senda mér alsælt bros, þar sem hann stóð og hélt í hendur tveggja stallbræðra sinna, annar drengjanna var hvít- ur, en hinn svartur. Það virtist ekki skipta þá neinu máli, þeir voru allir harðánægðir með sjálfa sig og hver annan. Ég minntist orða læknisins í Mississippi, en einnig orða móður eins hvíts drengs sem er í þessum sama bekk. Hún sagði: „Ég hef ekkert á móti að senda börn mín í skóla með negrum, en ég get orðið lasin bara af tilhugs- uninni um allar þær lýs, óþrifnað og veikindi sem negrarnir koma til með að bera með sér inn á okkar hreinu skóla". Afi þessarar konu átti stóra plantekru í Louisiana. Hann átti einnig marga hesta, marga hunda, og marga negra. Að hennar sögn voru negrarnir hans afa mjög ánægðir með tilveruna, þvf afi fór vel með þá og var „góð- ur" við þá. Sennilega hefur afi far- ið vel með negrana, þó honum hafi ekki fundizt sér skylt að mennta þá, frekar en að kenna hundunum eða hestunum að lesa og skrifa. Samkvæmt hugsanagangi hans sam- tíðarmanna, voru negrar ekki al- veg mannlegar verur, heldur eitt- hvað á milli dýra og manna, en þeir höfðu enga sál og lítið vit, þess vegna þurftu þeir á hvlta manninum að halda til að sjá um sig. Slíkur hugsanagangur hefur orðið til sem brynja heilans gagn- vart hjartanu, því á hvern annan hátt hefði þetta fólk, sem á öllum öðrum sviðum hafði kristilega sam- vizku, getað lifað með sjálfu sér? Þessi frú sagði ennfremur tvær sögur,- til sanninda þess hve von- laust henni þótti allt þetta vesen með negrana. Kirkjusöfnuður sá sem hún var meðlimur I, tók að sér að styrkja fráskilda negrakonu sem var 5 barna móðir, með að gefa henni föt og matvæli viku- lega. Af hreinni tilviljun komst þessi frú í samræður við aðra frú, sem var I öðrum söfnuði, og kom þá upp úr kafinu að báðir söfn- uðir voru að styrkja sömu fráskildu negrakonuna. Við nánari rannsókn málsins kom í Ijós, að negrakonan seldi það af varningi þessum, sem hún ekki þurfti með og eyddi pen- ingunum I áfengi. Hin saga þess- arar frúar var um negrastúlku eina, sem hennar söfnuður ákvað að styrkja til háskólanáms, sem fór þannig að eftir tveggja ára nám I háskólanum átti stúlkan tvö lausa- leiksbörn. Fór þá heldur að kólna umhyggjan hjá söfnuðinum, sem samkvæmt sínum trúarbrögðum er algjörlega á móti slíku háttalagi, og fannst því sem söfnuðurinn væri hér að styrkja syndina jafnvel sem menntunina. Þangað til I fyrrasumar voru Mc- Gregor Place friðsælt, skógiprýtt einbýlishúsahverfi, sem í bjó ein- göngu hvítt fólk. Negravandamál- in voru oft höfð til umræðna, en einhvern veginn hafði fólk það á tilfinningunni að slík vandamál til- heyrðu aðeins einhverjum fjarlæg- um stöðum, svo sem Birmingham Alabama, eða Salem í Mississippi. Svo tóku að heyrast sögur um að negrar væru að flytja inn í hvíta hverfið hinum megin við aðalbraut- ina. Þetta færði veruleikann svo- lítið nær, og menn fóru að skoða sál sína nokkuð núnar. Sumir ruku upp til handa og fóta og seldu hús sín og fluttu burtu og eru því líklegast enn í flutningum, því núna er ekkert nema efnahagsleg geta, sem aftrar negrum frá að flyrja inn í hvaða nágrenni sem er. Þetta fólk var sennilega eldra fólk, sem enn stendur ferskt I minni hvernig fór fyrir Montrose nágrenninu. Montrose nágrennið er um 20 mfn. akstur héðan. í því bjuggu ríkismenn, flestir Gyðingar, sem höfðu byggt sér tveggja hæða hall- ir og var hverfið fallegt og vel hirt. Einn góðan veðurdag fauk eitt- hvað í einn náungann sem þar bjó og hann seldi negrafjölskyldu hús sitt. Við þetta lækkuðu öll hús ná- grennisins um helming I verði. Skelfing! Pétur í rauðu höllinni gat ekki fmyndað sér að Páll f hvítu höllinni myndi láta það spyrjast að hann byggi með negrum, svo hann hlyti að selja og byggja bara aðra höll annarsstaðar, því til þess væri hann nógu ríkur. Pétur aftur á móti hafði ekki efni á að byggja aðra höll, nema hann fengi gott verð fyrir þá rauðu, svo hann varð að flýta sér að selja sína á undan Páli, því verðið lækkaði við hvert hús sem selt var. Eftir allan þennan hasar, sátu svo negrarnir uppi með hóp af ódýrum höllum. Þegar það fór að koma í Ijós að slíkar hallir þurfa meira fjármagn til viðhalds en negrakaupendurnir gátu ráðið við, tóku þeir það ráð að skipta höllunum niður f íbúðir og leigja þær svo út. Þetta bætti samt ekki úr viðhaldsvandamálinu, heldur var nú fleira fólk um að svfna út, en leigjendur höfðu engan áhuga fyrir garðrækt eða viðhaldi hús- næðisins. Árangurinn varð svo sá, að núna er Montrose hverfi saman- safn óhirtra gamalla tveggja hæða húsa, sem sagt „slums". - og flasan fer Þetta fólk, sem flúði, var samt í miklum minnihluta, en meiri hluti íbúa hverfisins er hér enn, þrátt fyrir þær 5 eða 6 negrafjölskyldur sem nú búa hér. Menn sinna sínu og lítið er talað um negranágrann- ana, en þeim eru skotin hornaugu, svona þegar enginn sér til. Fyrstu vikurnar, eftir að negrarnir fluttu inn, var eins og fólk héldi í sér andanum og byggist við að eitt- hvað skeði, en enginn var beint viss um hvað það ætti helzt að vera. Hver hafði heyrt sinn skerf af sögum um morð, þjófnaði, nauðganir, grjótkast og slagsmál. En það sjálfsagða varð öllum að óvörum, það gerðist ekki neitt. Negrabörnin eru alveg eins hrein og þau hvftu, þau eiga hjólhesta af svipaðri tegund og þau hvítu, enda framleiddir af sama framleið- andanum, og svo ég viti til hafa hjólreiðar og aðrir barnaleikir ná- grennisins verið fullkomlega frið- samlegir. Sláttuvélar negrafeðranna hafa nákvæmlega sömu áhrif á grasið og sláttuvélar þeirra hvítu og negramæðurnar hengja út þvott sinn á snúrurnar í bakgarðinum á sama hátt og þær hvítu. Það er samt ennþá enginn vinskapur á milli litarháttanna sem hér búa hlið við hlið, heldur láta allir hver VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.