Vikan


Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 44

Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 44
gert með sér „óskjalfest" samkomu- lag eftir borgarastyrjöldina, þess efnis að Suðrið fengi að nota negr- ana sem verkamenn á plantekrum sínum, en í staðinn lánaði Suðrið Norðrinu mikið af fjármagni því sem það þurfti til iðnvæðingar. Suðrið tapaði meira en stríðinu, það tapaði sínum lifnaðarháttum og grundvelli efnahagslegrar af- komu sinnar, en hvorttveggja var byggt á þrælahaldi. Suðrið var því ekki í neinni afstöðu til að leggja leg mótspyrna á móti iðnvæðingu og flestum framförum. Ég hef heyrt ofstækismenn frá öndverðri hlið við Mr. Boggs, þ.e. hægri hlið, nota þetta til rökfærslu fullyrðinga eins og „Hvítir menn hafa gert Banda- ríkin að stórveldi, þrátt fyrir negr- ana", sem eru eins lítils virði og fullyrðingar Mr. James Boggs eru. í bók sinni „Ferðalag með Char- ley", segir hinn frægi bandarískl Nóbelsverðlauna rithöfundur John Steinbeck meðal annars frá stuttri * SÓFASETT * SVEFNSÓFAR - SVEFNBEKKIR * SÖFABORÐ * INNSKOTSBORÐ * SKRIFBORÐSSTÓLAR * GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR SENDUM GEGN POSTKROFU. Nýja Bólstupgepðira Laugaveg 134. — Sími 16541. fram fjármagn til iðnvæðingar Norð- ursins. Fjármagn það, sem hinir svörtu verkamenn höfðu með striti sínu skaffað Suðrinu til að lána Norðrinu og Mr. James Boggs not- ar til rökfærslu fullyrðingar sinnar um að þrælahaldið og svertingjarn- ir hafi gert Bandaríkin að stór- veldi, þarf því aldrei til. Þetta gífurlega áfall var Suðrinu svo átakanlegt að það er enn ekki búið að rétta við, sem negravanda- málin sjálf í eðli sínu benda aug- Ijóst á, en ekki eingöngu á þann hátt heldur á allan hátt, ekki sízt efnahagslega, þvf Suðrið er enn í dag á eftir öllum öðrum hlutum landsins á flestum sviðum, og er því fátækasti hluti landsins. Ef einhver hluti Bandaríkjanna hefur þurft á utanaðkomandi hjálp til iðnvæðingar að halda, þá er það Suðrið. í eðli lifnaðarhátta land- búnaðarríkja Suðursins fólst gífur- dvöl sinni í New Orleans fyrir nokkrum árum. Segir hann frá skrílsháttum múgsins, sem safnað- ist saman fyrir utan fyrsta skólann í New Orleans, sem negra- telpu lítilli var leyfður aðgangur að. Þessi múgur safnaðist þar sam- an til að öskra óyrði að litlu telp- unni, en ekki síður að hinum hvíta föður sem vogaði sér að koma með sitt hvíta barn f skólann með negratelpunni. Steinbeck lýsir múgi þessum sem blóðþyrstum ómennsk- um verum af sama tagi og þær manneskjur sem flýta sér til stað- ar til að glápa á þegar blóðug umferðaslys hafa skeð, eða þær sem öskra hæst, þegar naut stang- ar nautabana til dauða. Svo undr- ar hann sig á hvar hitt fólkið sé, fólkið sem hann hafði á fyrri dvöl- um séð og kynnzt í New Orleans. Hinn margmenni hópur eðlilegra guðhræddra löghlýðinna manna og kvenna, sem hann vissi að bjó f New Orleans. Það fólk var ekki til staðar þarna, það var allt heima hjá sér. Það sat og þagði og lét fáeina æsibelgi sjá um að gera fréttirnar fréttir, se mbárust svo f tímaritum, blöðum og sjónvarpi um heim allan. Ribbaldalýður sá, sem til staðar er í öllum þjóðfélögum, er hættu- legt fólk og múgæsingar, óeirðir og átök eru byggð á þvf, en þau eiga sjaldan uppruna sinn meðal þeirra. Til að koma þessum lýð af stað þarf öfgafulla ábyrgðarsnauða hugsjónamenn, sem einblína í blindni á einhverja óraunverulega uppáhalds hugsjón. Slíkt fólk getur lagfært jafnvel mannkynssöguna, eins vel og sögu hverrar þjóðar til rökstuðninga síns málstaðs. Bandaríska þjóðin á við margt slíkt fólk að etja, bæði innanlands og utan, og koma þar helzt til hugar Kommúnistar á vinstri hlið, John Birch Society á hægri, en svffandi yfir öllu eru svo hinir illræmdu Ku Klux Klans-menn. Johnson forseti er vinnuhestur mesti, enda hefur hann gert ótrú- lega margt til úrbóta hagsmuna- mála negranna og annarra fátæk- lingahópa landsins, sem ekki eru allir svartir. Hugsjón Johnson's for- seta um „The Great Society", sem tók við af Kennedy's „New Fron- tier" felur í sér þá kröfu, að órétt- læti og arfgeng fátækt séu afnum- in. Með það fyrir augum hefur Johnson komið af stað þvf sem hann kallar „The War on Powerty". Ó- vinurinn f því strfði hefur haft ald- ir til liðsöfnunar en Johnson er að byrja á að safna liði sfnu, samt hefur hann komið af stað heilum herskara af prógrömmum, lögum og stjórnardeildum (The Job Corps, Operation Head Start, Office of Economic Opportunity undir stjórn Sargent Shriver's, ný Department of Housing and Urban Develop- ment undir stjórn negra o.m.fl.). Öll eru þessi prógröm miðuð við að hjálpa ómenntuðum fátækling- um til að hjálpa sér sjálfir, ekki bara gefa þeim ölmusu, þ.e. f stað- inn fyrir að reyna að útrýma „slums" með því að rífa niður bygg- ingarnar og flytja íbúana í nýjar „bæjarbyggingar", sem þetta sama fólk gerir svo að samskonar „slums" á skömmum tíma, á nú að aðstoða þetta fólk til betri menntunar, atvinnumöguleika og sjálfsvirðingar, eins vel og betra húsnæðis. Washingtonstjórn ein ætl- ar ekki að kippa þessu öllu f lag, heldur er málum svo fyrirkomið að fylkisstjórnir, borgarstjórnir, bæjar og sveitafélög verða að taka virk- an þátt f aðgerðunum til að Wash- ingtonstjórn Ijái þeim það fjármagn sem til þarf. Öll þessi prógrömm samanlögð, mynda óhemjuher á hendur fátæktarinnar, skilningsleys- isins og ranglætisins, en hann er ennþá óþjálfaður her, sem á eftir að fara í gegnum margar orrustur áður en samhentur er orðinn. Hornsteinarnir undir Johnson's „Great Society" hafa verið lagðir á það sterkum grundvelli að ég tel engan efa á, að hann muni vinna sitt „War on Powerty" enda hefur hann að baki sér meginhluta þess- arar þróttmiklu þjóðar sinnar. „The Great Society" varð í rauninni að veruleika með strfðinu á fátæktina, því það þarf „mikið þjóðfélag" til að takast slfkt á hendur. Það sem þetta strfð leiðir til verður þvf senni- lega „The Great Brown Society" — Hið mikla brúna þjóðfélag. R.A. Anderson. ANGELIQUE OG SOLDANINN Framhald af bls. 17. — Þér eigið alltaf að drekka kaffið sjóðandi heitt. Svo dreyptu allir á kaffinu. Angelique gerð ieins og henni var ráð- lagt, og komst að þeirri niðurstöðu, að jafnvel þótt bragðið væri vont, væri lyktin af því mjög góð. — Þessi leiðangur byrjar heiUavænlega, sagði la Bossardiére rogg- inn. — Það er gæfumerki að hafa með sér eina af drottningum Ver- sala og þar að auki hef ég heyrt, að Rescator sé nú staddur i heim- sókn hjá samherja sínum, Mulai Ismail, konungi Morocco. Meðan hann er þar, er Miðjarðarhafið friðsælt. — Hver er þessi Rescator, sem ykkur er svo tíðrætt um? spurði Angelique. — Einn af þessum lögleysingjum, sem við eigum að elta upp og sigra, sagði Vivonne rólega. — Er hann tyrkneskur sjóræningi? — Sjóræningi er hann svo sannarlega, en hvort hann er Tyrki eða eitthvað annað, er mér ekki kunnugt um. Sumir segja, að hann sé einn af bræðrum soldánsins i Marokko, aðrir segja að hann sé franskur, vegna þess að hann talar okkar tungumál reiprennandi. Ég fyrir mitt leyti hallast að því, að hann sé spánskur. Það er mjög erfitt að segja til um þetta, vegna þess að hann er alltaf grímuklæddur. Það er ekki óalgengt hjá þessum kristnu trúniðingum. Þeir lemstra sig sjálfa oft til að þekkjast ekki eftir að þeir hafa kastað trúnni. Þeir segja einn- ig, að hann sé dumbur, hafi látið skera úr sér tunguna og rífa út úr nösunum. En hver veit? Þeir, sem halda að hann sé spánskur Mári, segja að hann sé einn af fórnarlömbum rannsóknarréttarins. Hinsvegar þeir, sem halda hann spánskan, saka Márana um að hafa lemstrað hann. Hann getur allavega ekki verið mjög glæsilegur, þvi enginn getur stært sig af því að hafa séð hann án grímu. — En það kemur ekki í veg fyrir, að honum verði vel ágengt meðal kvenna, sagði la Brossardiére og hló. — Ég hef heyrt, að í kvennabúri hans séu nokkrar íðilfagrar dísir, og hann hefur boðið gegn sjálfum soldáninum af Konstantínópel á þrælamarkaðinum. Yfirgeldingur soldánsins — hinn glæsilegi Kákasíumaður, Shamil Bey, kemst aldrei yfir það að tapa uppboði fyrir Rescator, þar sem verið var að bjóða upp bláeyga, undurfagra stúlku. H VIKAN 12. tbl. I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.