Vikan


Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 14

Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 14
Klúbbur nakinna brjósta Vestur í San Fransiskó hefur nú „topplausa tízkan“ kom- izt í slíkt veldi, að opnaður hefur verið klúbbur, þar sem allt kvenkyns starfsfólk, af- greiðslustúlkur, gjaldkerar og sýningarstúlkur, sinnir störf- um sínum nakið að ofan. Klúbbur þessi kallast Morg- unverðarklúbburinn, sem kemur víst til af því hve snemma hann opnar. Það fylgir með sögunni, að ef gestirnir mættu ráða, myndi hann aldrei loka. Það var bandarískur tízku- teiknari, Rudi Gemreich, sem kom þessari margum- ræddu tízku á framfæri fyr- ir nokkrum árum, mest upp á grín, segir hann sjálfur. En það leynir sér ekki að ýmsir taka hann grafalvarlega. Verðandl stjarna? Hér er ein ennþá af börnum frægra kvikmyndaleikara, sem fetar í fótspor föðurins. Það er Portland, dóttir Jam- es Mason, sem kemur fram í fyrsta sinn í brezkri kvik- mynd. Þar leikur hún létt- úðardrós, en myndin fjallar um lestarrán. Fjölskyldan bet* sigur úr bítum I baráttunni um Belmondo Jean-Paul Belmondo, franska kvikmyndastjarnan er heldur í töffara lagi. Hann er giftur hinni fögru Elodie, og lengi vel voru þau álitin einhver hamingjusömustu hjón í Frakklandi. Það varð einna líkast þjóðarsorg þar, þegar hann fór að elta James Bond stúlkuna, Ursulu Andress. Þau léku saman í kvikmynd, og eftir það elti hann þessa æsandi stúlku um heiminn. En nú fyrir skömmu kom Belmondo með konu sína og börnin þrjú til Klosters í Sviss. Þar er venjulega margt af frægu fólki, svo íbúarnir eru hættir því að snúa sér við á götu, en þegar Bel- mondo sást með fjölskyldu unni, voru margir sem brostu af ánægju. Heima í Frakk- landi andar fólk léttara yfir því að hann skuli nú vera búinn að bæta ráð sitt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.