Vikan


Vikan - 24.03.1966, Síða 23

Vikan - 24.03.1966, Síða 23
/---------- -------------------------------------------------------------------N Grein um negravandamáliö f USA Eftir Rögnu Anderson íslenzka húsmóöur f Texas veru, þegar hann gekk framhjá þeim á leið sinni á völiinn. Hug- rökkustu strákarnir í hópnum komu sér jafnvel saman um að fara út á völl og reyna að kfkja á hann í búningsklefanum til að sjá hvort hann væri svona svartur alls stað- ar. Þar sem ég var ekki með f þeim leiðangri verð ég að geta mér til um árangurinn. Mín fyrstu kynni af negravanda- málum (segregation) voru ekki fyrr en mörgum árum seinna, þegar maður sá, sem nú er eiginmaður minn, Bill Anderson, bauð mér á dansleik í The Officer Club á Kefla- víkurflugvelli. Með okkur voru amerísk hjón, Bob og Christine Kennedy. Við sátum að snæðingi í matsal klúbbsins þegar inn kom svartur maður í fylgd með þrem hvítum. Hann var sá eini svarti maður í salnum. Bob leit á Bill og sagði: „Einhver hefur gert dálag- lega skyssu og gleymt að lesa smáa letrið". Ég var fljót að grípa þetta sem „negrahatur" og spurði hvers vegna hann mætti ekki vera þarna. Svarið kom illa við mig, en það hljóðaði: „Hann hefur sömu stöðu í flughernum og við og þvf öll þau réttindi, sem við höfum og er vei- kominn f þennan klúbb, en hann má ekki vera á íslandi samkvæmt samningum stjórnar okkar við fs- lenzku rfkisstjórnina, en í þeim er tekið fram að engir negrar verði sendir hingað. Þessi herstöð er sennilega sú eina, sem við höfum í heiminum, þar sem negrar mega ekki vera". Kona ein hvít f Mississippi, sem af hjartagóðri umhyggju sinni fannst sér skylt að sjá um að ég kynntist hegðunarreglum hvítra manna gagnvart svertingjum sagði mér að passa mig á að sitja fram- arlega í strætisvagni, og standa frekar framarlega en að setjast í sæti, þó autt væri, aftarlega. Hún flýtti sér svo að skýra fyrir mér að hún hefði ekkert á móti negr- um og að til væri ágætis fólk þeirra á meðal, þó flestir af þeim væru hálfgerður lýður, en til væri nú Ifka hvítur skríll. Það væri því ekki beint negrahatur sem kæmi henni sjálfri til að sitja á sfnum stað í strætó, hetdur erfðarvenjan. Persónulega væri það eina, sem hún hefði á móti að sitia afturlega í vagninum, lyktin; óþrifa og svitalyktin....... Þessi venja gerir það að verkum, að ef þú situr aftarlega á meðal negranna, gæti vel svo farið að einhver negrapilturinn tæki það sem boð uppá betri vinskap, sem til vandræða og slagsmála gæti leitt, en hvíta fólkið tæki að Ifta á þig sem einhvers konar „martyr", eða skrílpersónu. Hvorugur litarháttur- inn mundi 1 fta á það einfaldlega sem afleiðingu fótaþreytu. Læknir einn í Mississippi, sem var fæddur og uppalinn f fjögur þÚ5und manna sveitabæ, sagði að honum þætti mjög vænt um foreldra sfna og sitt æskuheimili, en f hans heimabæ bjuggu um 1.500 hvftir Framhald á bls. 39. VIKAX 12. tM. 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.