Vikan


Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 50

Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 50
brúni fugl, sem hafði ætlað að reyna vængina, en hafði svo verið hnepptur í búrið aftur. Hann óskaði þess af öllu hjarta að hann gæti talað við hana, talað við þau öll, en þetta var málefni fjölskyldunnar og hann gat ekkert að gert. Hann sagði: — Það er bezt að ég fari. En augnaráðið sem Donna sendi honum var sem högg í magann. Um leið og hann lokaði hurð- inni eftir sér heyrði hann að hún sagði: — Ég ætlaði bara að vera þar yfir helgina. Ég ætl- aði að hringja til ykkar og segja ykkur frá því. Röddin var ekki reiðileg, aðeins mjög þreytuleg. Martin svaf lítið þessa nótt. Hann lá og horfði út í myrkrið og alltaf fannst honum hann sjá Donnu, þar sem hún stóð á tröpp- unum, umkringd fólki, en samt alein. Hún var svo blíð og mild, en það var engin uppgjöf í aug- unum, ekki heldur sorg, nema ef ske kynni sorg yfir því að hún væri neydd til að hryggja þau., Martin vissi að á þessu augnabliki hafði honum orðið það ljóst að hann elskaði hana, elskaði á óeigingjarnan hátt sem hann hafði aldrei orðið var við áður. Þessi óeigingjarna ást var svo nýtt fyrirbrigði fyrir Martin að hann fann að hann varð að gera eitthvað og að það yrði ekki auðhlaupið. Morguninn eftir beið Martin þangað til hann var viss um að Donna væri farin til kirkju. Þá settist hann upp í bílinn og ók heim til Reeds hjónanna.. Svo ók hann heim til sín aftur, og beið eftir að síminn hringdi. Þegar komið var fram á mið- vikudag var hann orðinn óró- legur. Þegar síminn hringdi loksins, flýtti hann sér svo að símanum að hann stöðvaði hend- ina á lofti til að Donna yrði ekki vör við það hve ákafur hann var. — Ó, halló Donna! Hann von- aði að það liti út eins og að hann væri undrandi. — Hvað segirðu gott? — Ég bið þig að fyrirgefa mér, sagði Donna. — Ég hélt að þetta á laugardaginn hefði ver- ið þér að kenna. En mamma er búin að segja mér að þú hafir ekki átt neinn þátt í því. — Það var ekki með vilja að ég komst í þetta. Ég hefði held- ur aldrei sagt til þín. Þessutan vissi ég ekkert um þetta, ég skrifast ekki á við Johnny, það veiztu. — Það væri kannske bezt að ég gerði það ekki heldur. Hann heyrði á rödd hennar að hún var mjög óhamingjusöm. — Heyrðu, sagði Martin. — Ég skal bæta þér síðustu helgina, þótt það hafi ekki verið mér að kenna að þú komst ekki til Johnny. Þú átt skilið að fá ein- hverja gleðistund. Næsta laugar- dag býð ég þér í bíltúr. Nei ég vil ekki heyra neinar afsakanir. — Þakka þér fyrir, en ég er hrædd um að ég geti ekki. — Fyrirgefðu, ég verð að hætta að tala við þig, það er einhver að hringja. Sæki þig klukkan tíu. Bless! — Ef hún hringir aftur, sagði Martin við móður sína, — segðu henni þá að ég sé ekki heima. Laugardagurinn kom, glitrandi bjartur, einn þeirra daga sem einstaka sinnum koma í byrjun nóvember. Þetta var ákjósanleg- ur dagur til ökuferðar út í sveit. Klukkan tíu steig Donna, hálf treg inn í bíl Martins. Þegar hann settist bak við stýrið, sagði hún: — Þú skalt ekki bú- ast við því að ég verði skemmti- legur ferðafélagi í dag. Hann brosti og hún leit út- undan sér á hann. — Þú skalt ekki vera svona ánægjulegur á svipinn, þótt þú hafir fengið vilja þínum framgegnt í þetta sinn. Eins og málum er háttað núna, finnst mér þetta ekki mik- ill sigur fyrir þig. Meðan þau óku áfram, stein- þegjandi, fór hann að hugsa um þessi orð. Á einn hátt var þetta sigur, sigur sem var honum mik- ils virði. Þegar hann hugsaði um þetta nú, þennan dag í gamla bænum uppi á ásnum, þar sem Johnny bjó, þá var það kvöldið sem hann mundi bezt eftir, kvöldið, þegar þau óku til baka í mildu haustmyrkrinu. — Þú hefur verið einstaklega góður við mig í dag, sagði Donna blíðlega oð það var nýr við- kvæmur hljómur í röddinni. — Mér datt ekki í hug að þú gætir verið svona góður og hjálplegur. Rödd Martins var líka óvenju- hlý. — Ef ég hefi breytzt, er það ástin til þín, Donna, sem hef- ur komið því til leiðar. — Mér þykir það leiðinlegt hve oft ég hef verið andstyggi- leg í þinn garð. — Vitleysa, svaraði hann á- kveðinn. — Það er ennþá eitt sem ég hefi áhyggjur af, hélt hún á- fram, eftir stundarkorn. — Það er mamma. Við skiljum ekki hvor aðra lengur. Hann lagði hendina yfir öxl hennar. — Hugsaðu ekki um það. Við töluðum heilmikið saman á sunnudaginn var, meðan þú varst í kirkjunni. Sem betur fer hefur henni alltaf verið frekar vel við mig, og ég held að ég hafi komið henni í skilning um sambandið milli ykkar Johnny. Hún sættir sig við það. Þú skalt bara sjá til. Allt í einu fann hann að hún lagði handlegginn um hálsinn á honum. — Ó, þú ert indæll! sagði hún. — Við Johnny höfum átt dásamlegan dag saman. Ég vona að þér hafi ekki leiðzt allt of mikið, allan þennan tíma. Hún kyssti hann létt á kinn- ina. Fyrsti kossinn þeirra, hugs- aði hann. En hann var ekkert bitur. Hann var heldur ekkert bitur í dag, þegar síðustu geislar sum- arsólarinnar lýstu gegnum kirkjugluggana. Hann myndi alltaf minnast Donnu á slikum dögum. Nú var vígsluathöfnin byrjuð og hann heyrði hátíðleg orð prestsins, heyrði þessi fallegu orð. Þau stóðu við altarið. Donna var lítill spörfugl núna, hún var yndislegur, fagur svanur í hvíta kjólnum sínum og Johnny var ennþá feiminn, en mjög stoltur á svip og innilega glaður. Bak við hann stóð Martin, svaramaðurinn, ánægður með sinn litla sigur .... ★ Hundeltir... Framhald af bls. 19. reyndi að leiða mönnum fyrir sjón- ir, að enda þótt Indíónar hefðu aðra siði en hvítir menn, væru þeir menn engu síður svo sem þeir sjálfir, og bæri að hegða sér gagn- vart þeim samkvæmt þvf, en ekki eins og væru þeir veiðidýr, svo sem tíðkast hafði frá því er Portú- galar tóku landið um 1500. Meðan Rondon lifði og hélt að- stöðu sinni, tókst honum að hafa taumhald á þessu, og miklu færri glæpir voru framdir á Indíánum en áður var, og þeir fengu að halda lífi. Rondon tókst að koma því til leiðar að Indíánum var út- hlutað landsvæðum, og taldir eiga þar yfirráðarétt. [ janúar 1958 dó Rondon mar- skálkur og samtímis dó félagið: — Herþjónusta til verndar Indíánum — hún dó reyndar ekki í orði kveðnu, heldur lognaðist út af af forstöðuleysi og áhugaleysi. Ron- don, var afreksmaður, áhugamað- ur, óbugandi dugnaðarmaður. Þeg- ar hann var horfinn, byrjuðu of- sóknir á hendur Indíánum aftur. Það var barizt um land það sem Indfánum hafði verið úthlutað. Gróðafíknir menn flæddu yfir þessi lönd, lögðu á þau eignarhald og seldu ýmist Bandaríkjamönnum eða Evrópumönnum. Ná skyldi séð um að Indíánar ættu ekki framar aðgang að þess- um landsvæðum. Og var nú sú glæpaherferð hafin — undir þvl yfirskini að Indfánar hefðu átt upp- tökin, og kölluð „hefndarráðstafan- ir". Vopnin sem duga skyldu voru skammbyssur, rifflar, og stundum hríðskotabyssur. Jafnvel sprengjur. Tilgangurinn var sá að „hreinsa" landsvæðið. Mikill fengur var að geta framvísað eyrum þess, sem felldur var, fyrir það var vel gold- ið. Ekki dugðu nokkur andmæli til að stöðva þessa villimennsku, svo sem nú var komið. Indíánar, sem orðnir eru svo fáir, og byggðir þeirra svo strjálar, þurfa nú fram- ar öðru að fá úthlutað landsvæð- um, sem þeir eiga sjálfir, inni I landinu miðju. Ekki mun þó neitt duga til fulls fyrr en aflýst er þess- um svívirðilega ófriði gegn þeim, en settur í staðinn réftur til að lifa ( friði fyrir hvítum mönnum, þess- um sem kalla sig siðmenntaða. Því þetta fólk hefur gleymzt. Engin hjálparstofnun hefur munað eftir að gera ráðstafanir því til hjálpar. Hér er verk að vinna fyrir Brasilíu og allt mannkynið: að tryggja Indtánum þessum varanleg grið, trú á það að griðum verði framfylgt og traust á friðsamleg samskipti við hvíta menn. UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður híð landsþekkta konfekt frá N ó A. HVAR E R ÖRKIN HANS NOA? MO cr alltaf saml lelkurlnn I hennl Vnd- JsfrtS okkar. Hún hefur faiiS (Mdna hana Nía elnhrers itaSar l blaOlnu oe heltlr góSum vertlUumun'handa þaim, sem sretur fundíS órklna. VerOIauntn eru stór kon- fcktkassl, fnllur af beata konfekti, oe framleiffandlnn er auffvitaff aœlgætlsgcrff- ln Nól. Nafu HelmlU Örkln er á bls. Slffast er dregiff var hlaut verfflatmln: Erla Bergmann, Hlaðbrekku 20, Reykjavík. Vinninganna má vitja i skrifstofu Vikunnar. 12. tbl. gQ VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.