Vikan


Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 22

Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 22
Klegrar í Bandaríkjunum eiga bágt, og eitthvað verður að gera í málinu. Ég held að ekki sé til I þessu landi maður eða kona, svört eða hvit, sem ekki mundi sam- þykkja þessa yfirlýsingu. Hvernig á að fara að þvl, hver á að gera það og hveneer eru svo spurningar sem hafa næstum eins mörg mis- munandi svör og ibúar landsins eru margir. Ástæður svaranna eru einn- ig margvíslegar, því hver lítur á málið frá sínum eigin sjónarhól, hversu þröngt sem útsýnið þaðan kann að vera. Sálfræðingar, félagsfræðingar, stjórnmálamenn, blaðamenn og há- skólaprófessorar keppast við að stúdera málið og skrifa svo með kökk ( hálsi um vesæld og fátækt negranna og hvað gera ætti til úr- bóta lífsskilyrða þeirra. Myndir þær sem sKkum greinum fylgja eru sorg- legar á að Kta, ekki síður en hreysi, óhreinindi og drasl það sem ber fyrir augu, þegar ekið er um fá- tæku negrahverfin. Fátækt, óréttlæti og menningar- leysi hefur mörg andlit, öll hvert öðru átakanlegra. Eitt furðulegasta svipbrigði sKkra hverfa er hið hrör- lega hreysi með hálfnöktum óhrein- um börnum að leik fyrir utan, en gljáfægðum nýjum b(l í innkeyrsl- unni og stærðar sjónvarpsloftneti á þakinu. Fátækt negranna hér er annars eðlis en fátækt fólks ( Ind- landi eða K(na, það er meira sam- anburðarfátækt, þv( fátæklingar hér eru fátækir í samanburði við meðal fjölskyldu í þessu landi og það er sá samanburður sem gerir þeim fátæktina enn sárari, þv( það er erfiðara að vera fátækur ( landi alsnægtanna þar sem hlutir, sem annars staðar eru taldir óþarfir lúxushlutir, eru hér taldir nauðsyn og aðeins gler búðargluggans er á milli fátæklinganna og allsnægt- anna. Fátækt og hungur eru hug- tök sem fara saman ( Indlandi en ekki í Texas. Hér deyr enginn úr hungri nema af eigin ósk sé, allir geta fengið læknishjálp af einhverju tagi, þó oft sé hún ekki veitt á sem æskilegastan hátt. Meðaltekjur negra f Bandaríkj- unum eru $3.465 á ári samkvæmt tölum frá Dept. of Commerce, Bur- eau of the Census 1163, þ.e. svip- aðar og meðaltekjur Englendinga, og það eru 45 negrar margmilljón- erar ( landinu. SKkar tölur hafa litla þýðingu, aðra en að sýna að ekki allir negrar eru ósjálfbjarga fátæklingar, sérlega þegar miðað er við meðaltekjur hvítra (búa þessa lands, sem voru helmingi meiri, eða $6.548 fyrir sama árið. Vandamál negranna eru ekki ein- göngu efnahagslegs eðlis, heldur einnig menntunar og siðferðislegs eðlis. Ein hin bezta af þeim ótelj- andi skýrslum sem komið hafa fram um hlnn bandarfska negra og hans vandamál á seinastliðnum áratugi var gerð af fyrrverandi aðstoðar- verkamálaráðherra (Assistant Sec- retary of Labor) Daniel P. Moyni- han. í skýrslu hans er m.a. sagt: „Hvttir menn eru svo blindaðir af hinum auðsjáanlegu hörmungará- hrifum sem fátækt og „discrimina- tion" hefur á þjóðfélagslegt líf negr- anna að þeir taka ekki eftir einu því róttækasta atriði sem er sundr- un fjölskyIdulífsins þeirra á meðal. Þessi veikleiki negrafjölskyldunnar er einn af þýðingarmestu veikleik- um samfélags negranna sem heild". Um Va hluti af fjölskyldum negra eru tvístraðar með skilnaði, í sam- anburði við %o hluta af hvítum fjölskyldum. Um Va af negrabörnum fæðast óskilgetin, en um 3,07% af hvítum. Ástæður þessara fjöl- skylduvandamála negranna má rekja allt aftur til hins svívirðilega þrælahalds, eins og reyndar allra þeirra vandamála. Einna mest á- berandi ástæðan er karlnegrinn. Hann finnur meira og sárara til vanmáttar síns á sviði hinnar kröfu- þungu lífsbaráttu í hinni hörðu sam- keppni hvíta mannsins og ómennt- aður og svartur eins og hann nú er, eru það hérumbil ógerningur fyrir hann að sjá sómasamlega fyr- ir sinni fjölskyldu, sem er sáldrep- andi fyrir hann og alla meðlimi fjölskyldu hans. Það er oft auðveldara fyrir eig- inkonu hans að finna atvinnu en hann og eru það konurnar sem eru fyrirvinnur og þar af leiðandi höfuð fjölskyldunnar í um fjórðungi af negrafjölskyldunum. Glæpaverknaður af öllu tagi er á hlutfallslega hærra stigi meðal negra en hvltra manna, og hefur veikleiki fjölskyIdulífs þeirra ekki minni hlut ( þeim málum en fá- tæktin. Þótt hægt væri með einni sprautu að kippa í lag efnahags- legum og siðferðislegum vandamál- um hinna bandarísku negra væri ekki nema hálfur björninn unninn. Hinn helmingurinn eru svo stéttar- fjötrar sem negrar landsins hafa vernið hnepptir í í heila öld, og er úrlausn þess vandamáls þeirra erf- iðari viðfangs, en allra hinna til samans, þar sem hún krefst ekki eingöngu breytinga á meðal negr- anna sjálfra, heldur róttækra breyt- inga á hugsunarfari, erfðavenjum og tilfinningalífi hinna hvítu íbúa. Öll þessi vandamál bíta svo ( skott- ið hvert á öðru, hvíta fólkið vill ekki auka sambúð sína með negr- unum fyrr en siðferði, menntun og menning þeirra er komin á hærra stig, en það er ekki hægt að hækka stig þeirra fyrr en hvíta fólkið tek- ur betri og jákvæðari afstöðu til þeirra. Negrarnir eru, sem von var á, orðnir óþolinmóðir og háværir og finnst ein öld hafa verið nógur tími fyrir hvíta fólkið til að taka ákvörðun. Fyrsti negri, sem ég sá, McDon- ald Baley, var hlaupari. Hann var í Reykjavík að þjálfa sig undir ein- hverja keppni sem fara átti fram ( köldu loftslagi. Frænka mín, sem ég var ( heimsókn hjá, bjó nálægt íþróttavellinum og ég man hvernig börnin [ nágrenninu plskruðu og kvtskruðu og góndu á þessa furðu- „Hann hefur sömu stöðu í flughernum og við og því öll þau réttindi, sem við höfum og er velkominn í þennan klúbb, en hann má ekki vera á íslandi samkvæmt samningum stjórnar okkar við íslenzku ríkisstjórnina, en í þeim er tekið fram að engir negrar verði sendir hingað. Þessi herstöð er sennilega sú eina, sem við höfum í heiminum, þar sem negrar mega ekki vera“. 22 VIKAN 12. tM.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.