Vikan


Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 21

Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 21
-O Ilér er auðsjáanlcga um ungt heimili að ræða. Það er mjög létt yfir þessum húsgögnum og þau hafa þann kost að vera ekki dýr. Bókaskápurinn, sem raunar er í gömlum stíl, er úr furu og sömu- leiðis bekkurinn undir sófanum. Ruggustóllinn er málaður í rauðum lit, með ofinni bastsetu, og koll- arnir tveir eru ofnir úr tágum. Gólfteppið er ljóst á lit og mjög gróft. ^ Gamlir hlutir þurfa að standa í réttu umhverfi til þess að verða ekki eins og skollinn úr sauðar- leggnum. Hér hefur verið safnað saman gömlum hægindastól, litlu skrifborði og framúrskarandi fallegum, gömlum skrifborðsstól. Með þessu er gam- all og ríkulega skreyttur kistill, sem stendur við borðið á pernesku teppi. Lampinn er einnig kominn til ára sinna og rautt veggfóður á veggnum, mynd- ar réttan bakgrunn. í þessari samsetningu felst sá heimilisþokki, sem oft er vandfundinn, nema hjá fólki sem hefur búið í nokkra áratugi. Að hreíðra um sig með persónulegu svipmðti O Hér höfum við framúrskarandi góða lausn fyrir einhlcyping, hvort heldur það væri karl cða kona. Innréttingarnar eru að mestu úr harðviði og öllu meira í þær lagt cn á hinum myndunum hér. Rúminu cr breytt í þokkalegan sófa og rúmfatakassi undir. Plötuspilari stendur á borði næst á myndinni en há- talari cr i harðviðarkassanum við hliðina á sófanum. Til hægri cr svo fataskápur, skrifborð og bókaliill- ur. Stólarnir eru úr járni og basti og sófaborðið kringlótt meö harðplasti. Þetta hefur verið smíðað sér- staklega eftir pörfum einstaklingsins og er í scnn óvenjulcgt og persónulegt. •C> Það er að vísu gróið heimili sem sést á þessari mynd, en liúsráðendur hafa augsýnilcga lagt sig fram uin að velja húsgögn sem ekki eru eins og það allra venjulcgasta. Sófinn er sérsmíðaður, grindin undir honum er úr furu en lausir púðar, yfirdekktir, í setum og baki og höfuðpúðar með samskonar áklæði festir við vegginn. Þarna eru Iíka tveir stólar og einn fótaskemill, yfirdekkt með leðri og á veggnum á móti sófanum hefur verið smíðaður bókaskápur frá gólfi og upp í loft.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.