Vikan


Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 31

Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 31
Sölumaður dauðans Framhald af bls. 25. upp hlaupinu og leit frameftir því. Það þurfti að hreinsa það. Svo leit hann í andlit hennar og só óttann og ástina í augum hennar. — Allt í lagi, sagði hann. — Ég notaði hana. Þessvegna fór ég burt. Þú veizt það. — Skauztu — drapstu mann? Hann kinkaði kolli: — Hann var að reyna að drepa mig. Honum hafði nærri tekizt það. Hann lagði byssuna á borðið. — Þú vissir það allt. Ég varaði þig við sjálfur. Þetta var eini möguleikinn, Tessa. Fyrir okkur bæði. Það var annaðhvort að gera það þannig, eða bíða eftir þv( að hann fyndi mig. Hún þagði enn. — Hlustaðu, hrópaði hann. — Við vorum fjórir saman í þessu — við seldum Aröbunum byssur. Hinir þrír eru dauðir. Bang. Bang. Bang. Hans vegna. Konan mín er að deyja. Mágur minn er dauður. Vegna hans. Hann náði mér um hríð. Það er bezt að þú vitir það líka. Mér var nærri drekkt. Hvað eftir annað. Ég var barinn og brenndur og fingurinn á mér var brotinn. Hans vegna. Allt vegna hans. Með heilu hendinni reif hann skyrtuna frá sér og sýndi henni sáraumbúnaðinn á bringu hans og baki. — Hann gerði allt þetta — og svo reyndi hann að drepa mig — en honum brást — aðeins einu sinni — en einu sinni er nóg — og nú er hann dauður. Heldurðu að ég hafi samvizkubit? Hann hafði næstum drepið þig líka. Hann setti sprengjuna í (búðina hjá þér. Manstu eftir því? Eða þá hann lét einhvern gera það. Hverju máli skiptir það? Hann er dauður, og nú láta þeir okkur í friði — okkur bæði. Hún hvarf til hans og hendur hennar voru blíðar á misþyrmdum líkama hans. Og Craig naut hennar til fulls með ást, sem hann hafði aldrei þekkt I garð neinnar ann- arrar konu, og svo, þegar þau voru búin, grét hún og það voru einnig tár ( augum hans, vegna þeirra dásemda að tvær mannverur skyldu eiga svo fullkomlega saman,- geta fléttað svo listilega þarfir hjartna og Kkama. Hann kyssti hana mjög blíðlega og spurði sjálfan sig ( hug- anum, hversvegna honum hefði f upphafi fundizt þörf að vorkenna henni. Þar sem þörfin var eins rfk og hjá honum, var ekkert rúm fyr- ir vorkunn. Fyrir Tessu urðu næstu tuttugu og fjórar klukkustundirnar þær beztu á ævi hennar. Hún vissi, og þar komst engin tortryggni að, hve mjög hann elskaði hana og vissi einnig, að áhættan og þjáningin, sem hann hafði á sig lagt, hafði að minnsta kosti að hluta verið hennar vegna, og nú sýndi hann henni ást sína á allan mögulegan hátt. Hann fór með hana út að borða, til gimsteinasaians, til feld- FARGJALDA LfEKKUN Til þess o3 auðvelda fs- lendingum að lengja hið stutta sumar með dvöl í sólarlöndum bjóða Loft- leiðir á tímabilinu 15. sept. til 31. okt. og 15. marz til 15. maí eftirgreind gjöld: FRAM OG AFTUR MILLI ÍSLANDS OG KR. Amstcrdam -6909— Björgvinjar -4847— Bcrlin -7819- Brysscl —6560— Frankfurt —7645— Kaupmannahafnar —6330— Glasgow -4570— Gautaborgar -6330— Hamborgar -6975 Hclsingfors —8923 Lundúna -5758 Luxcmborgar —706 Óslóar —523 Parisar —693 Stafangurs —4847 Stokkhólms -6825 k OFTLEIDIR Gerið svo vel að bera þcssar tölur saman við fluggjöldin á öðrum árstímum, og þá verður augljóst hve ótrúleg kostakjör eru boðin á þessum tímabilum. Fargjöldin eru háð þeim skilmálum, að kaupa verður farseðil báðar leiðir. Ferð verður oo Ijúka innan eins mánaðar frá brottfar- ardegi, og fargjöldin gilda aðeins frá Reykjavik og til baka. Við gjöldin bætist T/i% söluskattur. Vegna góðrar samvinnu við önnur flugfélög geta Loftleiðir útvegað farseðla til allra flugstöðva. Sækið sumaraukann með Loftleiðum. Lackkunin er ekki f öllum *** tilvikum nákvæmlega 25%, 'heldur frá 20,S6%—34,21 % ÞÆGILEGAR HRADFERDIR HEIMAN OG HEIM VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.