Vikan


Vikan - 24.03.1966, Page 27

Vikan - 24.03.1966, Page 27
- Þ; kað var ánægjulegt að sjá, við heimsóknina í flughöfnina í Keflavík, hve starfsmennirnir þar eru allir ungir og áhuga- samir. Það sýnir, að fyrirtækið er að minnsta kosti ekki íhaldssamt. Þetta minnir einna helzt á Bandaríkjamenn; þeir eru mjög fyrir að gefa ung- um og efnilegum mönnum tækifæri til að spreyta sig. Annars er víst ekki heppilegt, að gera samjöfnuð við Bandaríkjamenn, ef maður ætlar að hæla einhverju við íslendinga. Þeir hafa af einhverjum óskiljanlegum ástæðum töluverða minnimáttarkennd gagnvart Bandaríkjamönnum og þykir sjálfsagt að gagnrýna allt og alla, sem þaðan koma. En er það ekki svo um okkur, að við eigum erfitt með að viðurkenna, að nokkur þjóð standi okkur á sporði, nema ef vera skyldu Finnar — jú, og svo bera margir drjúga virðingu fyrir Bretum. Siguröur Hreiöar ræöir viO Helgu Ingölfsdóttup ffulltpúa hjá Lofftlelöum Það er Helga Ingólfsdóttir, sem hefur orðið. Helga er mörgum að góðu kunn af starfi í Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna, en þar hafði hún unnið vel og lengi, þegar hún lagði í vesturveg haustið 1962. Nú er hún komin heim aftur og tekin að vinna hjá Loftleiðum h.f. Á Keflavíkurflugvelli. Guðríður Þorbjarnardóttir á leið til Luxemburg. Hér er l> veriS að taka á móti matnum, sem farþegum verður borinn einhvers staSar yfir Atlantshafi. Ef til vill mætti orða það þannig, að Sigurður Magnússon fulltrúi hafi fengið fulltrúa, að Helga sé sem sagt fulItrúafulItrúi. En þau skipa sam- an deild þá, sem á máli hættulegu okkar menningu, myndi kallast „Public Relation and Advertising", eða eitthvað nálægt því íslenzka heiti Fræðslu og auglýsingadeild. Þetta var daginn eftir að Loftleiðir h.f. — Fræðslu og auglýsingadeild — bauð blaðamönnum suður á Keflavíkurflugvöll til að sýna þau stór- merki, sem þar hafa orðið síðan (slenzka ríkið og Loftleiðir tóku við rekstri flugstöðvarinnar og hátelsins. Breytingum og nýsmíði er að vísu engan veginn lokið, en mikils vísir er orðinn meira en mjór, og þar sem áður voru kuldalegir, fráhrindandi veggjakassar með loki, eru nú við- kunnanlegir salir og hlýleg híbýli. Líklega mun leitun á betri og ódýrari veitingastað en kaffiteríunni þarna á vellinum. Og þar getur maður komið á öllum tímum sólarhrings 2Q VIKAN 12. tbl. og fengið ærlega í svanginn — gott, vel útilátið og á sanngjörnum prís. Mat- urinn, sem framreiddur er þarna í flughótelinu fer þannig ( munni, að ekki væri fásinna að láta sér detta ( hug — eins og reyndar einn blaðamannanna gerði — að magaþjónar og sælkerar sunnan úr Evrópu færu að' gera sér til dundurs að skreppa með flugvél hingað norður til Keflavíkur til að fá sét gott að borða — svona við og við. Það er að minnsta kosti ekki eins og á sumum vertshúsum hér ( henni Reykjavík, þar sem hóffjaðrir eru bornar fram sem tannstönglar með „nauta- kjötinu" og hvalskurðartæki með „vínarsnittselnum". Og það mætti segja mér, að síðan fyrirmynd íslenzkra þjóðvega var opn- Uð til umferðar milli höfuðstaðanna tveggja við Faxaflóa, láti einhver sig ekki muna um að renna suðreftir á náttarþeli, eftir að pylsuvagninum hef- Ur verið lokað, til að fara ekki svangur í háttinn. Því f Reykjavík varðar það við lög að selja svöngum manni magafylli nema á vissum tímum. Og svo synda allir þessi alifuglar friðhelgir á Reykjavíkurtjörn. Það er bara þetta með hliðverðina við Keflavíkurflugvöll. Enn sem komið 'er geta þeir — ef þeim sýnist — snúið þér við í hliðinu og látið þig fara solt- inn f bæinn aftur, ellegar bannað ömmu að heimsækja barnabörnin, hverra foreldrar vinna hjá Loftleiðum og búa innan vallargirðingarinnar. Nú eða þá hleypt henni innfyrir og leitað svo vandlega á henni, þegar hún fer út aftur, Ifklega til að sannfærast um, að hún sé ekki með Kanagrey ( pilsvas- anum. Ókey. En hvað um það, ekki var það meiningin að bjarga menningunni með þessari grein. Aðalerindið var viðtalið við hana Helgu. Þegar ég var að byrja blaðamennsku fyrir tæpum sjö árum, skildist mér, að hún væri það sem táknað er með stöfunum USIS — United States Information Service. Ef eitthvað gekk á í Bandarfkjunum, sem ástæða þótti til að koma á framfæri við fslenzk blöð, þá sá hún um það. Eða íslenzkum blöðum þótti þau eiga eitthvað vantalað við Bandaríkin eða upplýsingaþjónustu þeirra, þá var ekki við annan talað en Helgu Ingólfs. Það var hringt í Helgu lngólfs, og þat tneð var málið í öruggum höndum. Maður óttaðist jafnvel, að blöðin myndu detta úr tengslum við Bandaríkin, þegar Helga hætti að vinna hjá USIS og fór utan. En allt hefur þetta einhvern veginn bjargazt, og Helga l(ka, því nú er hún sem sagt komin heim aftur. — Mér fannst ég þurfa að skreppa út fyrir landsteinana til að fá mér nýtt loft í lungun. Lífið verður svo leiðinlega eðlilegt, þegar setið er lengi á sama stað, segir hún. Hér áður fyrr var ég nemandi við ríkisskólann i Minnesota og lagði stund á námsgrein, sem kölluð er „Area Studies", og er undirbúningur að starfi ( utanríkisþjónustu. Nú fór ég þangað til að kynna rnér svolftið þróunina á undanförnum árum, en til þess að leggja stund á námið, þarf ótrúlega mikla peninga, þótt Minnesotaháskóli sé með ódýrari háskólum f Bandaríkjunum, svo ég var aðeins eitt tímabil við nám að þessu sinni. — Nei, þetta nám mitt hér áður fyrr var ekki undirbúningur að starfi við Upplýsingaþjónustu Bandarfkjanna. Ég vann meira að segja um hrfð f stjórn- Qrráðinu hér, eftir að ég kom heim. En þegar llðnlr voru þrfr mánuðir þann- ig, að ég þurfti að fá lán í lok hvers mánaðar, sá ég að ég hafði ekki efni á að vinna þar, svo ég fór til Upplýsingaþjónustunnar, þegar mér buðust þar betri kjör. — Þar vann ég síðan í blaðadeild. Starfið var meðal annars fólgið t því, að sjá blöðunum hér fyrir fréttum, þegar eitthvað markvert var að gerast í Bandaríkjunum; á sama hátt þurfti svo að gera grein fyrir af- stöðu fslenzkra blaða til bandarískra málefna, því slíkt er hlutverk er- lendra sendiráða og upplýsingaþjónusta í öllum löndum heims — þau eru einskonar fréttaritarar heimalanda sinna. — Nú, þú vilt vita meira um, hvað ég var að gera í Bandarfkjunum. Þegar ég hafði lokið prófi f Minnesota fór ég til Boston, en nú var orðið smátt um peninga. — Skammt fyrir sunnan Boston er skagi, sem gengur út f Atlantshaf og heitir „Cape Cod", eða Þorskanes. Þar er heimkynni Kennedyættarinnar. Þangað er jafnaðarlega mikill straumur manna til að sjá þetta fræga fólk og baða sig í sól og sjó, og þarna er mikið af hótelum. Á sumrin vinnur þar mikill fjöldi námsfólks, og þótt launin sjálf séu lág, getur þetta orðið uppgripapeningur, þvf Bandaríkjamenn eru oft ærið örir á þjórfé. Að vinna þarna er álitið svipað gróðafyrirtæki og að fara á sfld hér á íslandi. Ég fékk kunningja minn til að aka með mig suður á skagann, og svo merkilega vildi til, að ég fékk vinnu á einu stærsta og fínasta hótelinu. Eigandinn var Norðmaður, sem flutzt hafði búferlum til Bandaríkjanna á kreppuárunum, og hann sagðist aldrei geta látið Norðurlandabúa synjandi frá sér fara, svo ég vann þarna um sum- arið á bar á hótelinu og hellti brennivfni ofan í fólk af mikilli list. Ég kunni bara allvel við vinnuna og hafði gott upp úr henni. — Síðan komu vinkonur mínar til mín að heiman og við leigðum okk- ur kofa niðri við ströndina og nutum sumars og sólar um hríð. Sfðan ákváðum við að skreppa til höfuðborgarinnar, Washington, og skoða hana. Ég hafði að vfsu komið þar áður, en ákvað að fylgja stöllum mfn- um. Við urðum mjög hrifnar af borginni, því hún er reisuleg og stílhrein með gróðursælum görðum og svipmiklum breiðgötum og torgum, hreint ekki ósvipuð París, nema hvað hún er gázkaminni. — Og það varð úr, að ég varð um kyrrt í Washington og fór að vinna f stofnun, sem margir íslendingar þekkja, Washington International Cent- er. Þar er mikil og margþætt kynningarstarfsemi fyrir útlendinga, sem til Washington koma í boði Bandaríkjastjórnar. Prófessorar f háskólum borgarinnar halda þar fyrirlestra um flesta þætti bandarísks þjóðlffs og menningar, kvikmyndir eru sýndar og fleira. Þarna hitti ég marga landa, verkalýðsleiðtoga, stjórnmálamenn, kennara, tónlistarmenn, og um það bil hundrað manna hópur frá Varðbergi kvað hafa fengið þar fyrirgreiðslu fáum dögum áður en ég hóf vinnu, og þótti öllum mikið til þeirra koma. — Og þannig leið tíminn, þar til einn góðan veðurdag sfðastliðið haust, að ég fékk langlínusamtal frá New York. Það var yfirmaðurinn, sem svaraði f símann og kallaði á mig, og ég varð töluvert hissa, þvi ég var ekki vön að fá þannig upphringingar. Þetta var þá Sigurður Magn- ússon, og spurði hvort ég vildi ekki slást ( för með sér heim aftur. Það Framhald á bls. 33.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.