Vikan


Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 16

Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 16
— Það hefur mér aldrei dottið í hug. — Þá hljótið þér að skilja, að ég get alveg eins sagt konunginum, hvaða álit ég hef á yður. — Það efast ég ekki um. — En það kemur ekki þessu máli við, sgði hinn ungi aðmíráll alvar- lega. — Þér eruð einum of fljót að gleyma því, Madame, að ég er for- ingi flotadeildar, og hlutverk hins konunglega flota, sem siglir úr höfn á morgun, er hernaðarlegs eðlis; það er að segja hættulegt. Mér hefur verið fengin sú ábyrgð að koma á lögum á þessu brjálaða Mið- jarðarhafi, í nafni Frakklandskommgs. Skipanir minar eru einfaldar: — Bngir farþegar, allra sízt kvenkyns. — Monsieur de Vivonne.... — Nei öskraði hann. — Minnist þess, að ég er æðsti maður á mínu skipi, og ég veit hvað mér ber. Leiðangur á Miðjarðarhafi er engin skemmtiferð. Ég veit, hve mikilvægt hlutverk mitt er, og ég er sann- færður um, að konungurinn mundi segja og gera nákvæmlega eins og ég geri nú. — Haldið þér það?.... Ég er þvert á móti sannfærð um, að konung- urinn myndi ekki fýla grön við því, sem ég er nú að bjóða yður. Hún var alvarleg í bragði, þegar hún sagði þetta. Vivonne skipti aftur litum. Æðarnar á gagnaugum hans slógu hratt. Hann starði á hana eins og rannsóknardómari. Honum fannst lífið sjálft biða eftir honum í mjúkum línum brjósta hennar, sem gægðust út milli knippling- anna á slopnum. Hann kom ekki upp orði fyrir undrun. Madame du Plessis hafði orð á sér fyrir að vera stolt og erfið viðureignar og hún hafði viður- kennt, að hún væri duttlungafull. Og Þar sem hann var hirðmaður fram í fingurgóma, hafði aldrei hvarflað að honum, að honum, yrði ef til vill boðið það, sem konunginum hafði verið neitað um. Honum fannst allt í einu eins og varir hans hefðu skrælnað. Hann gleypti í sig koníakið úr glasinu og lét það síðan varlega frá sér á skrifborðið, eins og hann ætti helzt von á þvi að það dytti úr greipum hans. — Við skulum ganga úr skugga um, að við skiljum hvort annað, sagði hann. — Ég held við gerum það.... mjög vel, muldraði Angelique, og horfðist í augu við hann. Hann féll á kné við dívaninn og lagöi handlegginn um mitti hennar. Með meiri lotningu en hann hafði ætlað sér drúpti hann höfði og snerti með vörunum silkimjúka húð hennar, rétt ofan við ólgandi brjóstin, og hvildi síðan höfuðið í þeirri dularfullu dimmu, ölvaður af ilmvani Angelique. Hún hreyfði hvorki legg né lið, unz hann fann að bráhárin sigu og huldu geislandi augu hennar. Svo fann hann, að hún hallaði sér að honum, tók undir atlot hans. Allt í einu langaði hann mest til að borða þetta gullna hörund hann renndi vörunum græðgislega yfir líkama hennar, yfir mjúkar, ávalar axlirnar og hlýjan hálsinn. Angelique vafði hann örmum og þrýsti höfði hans að sér, svo lagði hún höndina varlega á kinn hans og þvingaði hann til að horfa á hana. Smaragðsgræn augu hennar mættu frostbláum augum Mortemartætt- arinnar, og að þessu sinni voru þau henni undirgefin. Vivonne hafði aldrei fyrr rekizt á slíka mannveru né fundið eins rafmagnaða spennu. — Ætlarðu að taka mig með til Krítar? spurði hún. — Ætli ég — ætli ég geti annað? svaraði hann loðmæltur. Angelique kunni allar brellur skyndiásta. Hún hafði heitið því að gera hann ánægðan, og hann var of menntaður til að láta sér nægja hlutlaust samþykki hennar. Stundum lokkandi og hlæjandi, stundum skeytingarlaus eins og hrætt dýr, stundum bljúg og undirgefin stund- um stríðin og fráhverf, þar til hann varð að biðja hana að koma aftur. — Er þetta gáfulegt? spurði hún. — Hverju máli skiptir það? — Ég veit það ekki.... við þekktumst varla í gær. — Það er ekki satt. Ég hef alltaf dáðst að Þér úr fjarlægð. — Ég verð að viðurkenna, að ég hef alltaf haft svolítið auga fyrir þér, en í kvöld var sem ég sæi þig í fyrsta sinni. Þú ert miklu.... miklu meira.... miklu margbreytilegri en ég hélt. Þú hræðir mig svolítið. — Hræði þig? — Ég hef heyrt svo mikið um hvað Mortemartfólkið sé hrottafengið. — Vitleysa! Gleymdu þeim ótta. — Nei.... Monsieur! Ó, ó! Leyfðu mér að ná andanum, i guðs bæn- um! Svona ekki þetta! Það eru ýmsir hlutir, sem maður gerir ekki nema með elskhugum, sem maður hefur átt lengi, lengi . — Hver skrattinn! Ég skal láta þig gleyma þeirri reglu! Heldurðu, að ég geti það? — Kannske. Ég veit það ekki. Þau hvísluðust ástríðufull á i daufu, flöktandi kertisljósinu, svo dó kertið og myrkrið umlukti þau og þrýsti henni fastar í fang honum. Hún lét eftir sér að renna í blindni i nýjan og nýjan, ástardans. Hún gleymdi öllu og stundi af sælu, löngu eftir að allt var horfið, nema það sem var hún sjálf. Hann hélt henni enn fast að sér, þegar hann sofnaði. En þrátt fyrir hina dásamlegu þreytu og máttvana mókið, sem lagðist yfir hana, forðaðist hún að sofna sjálf. Það var ekki langt til dögunar og hún vildi vera vakandi, þegar hann opnaði augun, einkum vegna Þess, að hún treysti ekki loforðum karlmanna, eftir að þrá þeirra hafði verið svalað. Hún lá með opin augun og starði út i djúpbláa nóttina, hinum megin við opinn gluggann, sem hleypti inn nið sjávarins við grýtta ströndina. Ósjálfrátt strauk hönd hennar yfir vöðvaþéttan líkama hins sofandi elskhuga, og fyrir henni rifjaðist upp, hve mjög hún hafði þráð blíðu fyrir mörgum árum, þegar hún lá þannig við hlið Philippe. Smám saman gránaði himinninn og lýstist, og varð síðan bryddaður með rauðu til að breytast aftur í fölgræna og hvita sólstafi, sem glitr- uðu eins og perlumæður. Einhver kom við dyrnar. — Aðmíráll! Þetta var rödd þjónsins. — Tíminn er kominn. Vivonne vaknaði undir eins, samkvæmt venju þeirra manna, sem eiga mikið undir því að vera þegar í stað með á nótunum. — Ert það þú, Giuseppe? — Já, Monsieur. Má ég koma inn og hjálpa yður að klæðast? — Nei, ég ætla sjálfur að sjá um það. Segið Tyrkjanum að hafa kaffið mitt reiðubúið. Hann brosti samsærisbrosi við Angelique, þegar hann bætti við: — Segið honum að koma með tvo bolla og einhverjar kökur. — Þjónninn fór. Angelique endurgalt brosið og lagði hönd á kinn elskhuga síns. — Þú ert fallegur! sagði hún. Þessi heimilislega athugasemd sendi bylgju af stolti i gegnum líkama hans. Hún hafði afneitað konunginum! — Þú ert líka falleg. Ég hélt mig væri að dreyma. Og þar sem hún lá þarna í aftureldingunni, og sítt hárið var eins og slör niður eftir henni, var hún einna líkust barni. — Ætlarðu að taka mig með til Krítar? — Auðvitað sagði hann hálfhneykslaður. — Heldurðu að ég sé sá skíthæll að halda ekki heit mín, eftir að þú hefur uppfyllt þín svo stórkostlega? En við verðum að flýta okkur því við verðum að vera komin í gang eftir klukkustund. Ertu með farangur þinn með þér, eða á ég að láta senda eftir honum. — Þjónninn minn á að bíða mín niðri á hafnarbakkanum með far- angur minn. Meðan ég bíð, ætla ég að snuðra svolítið í skápnum Þin- um, sem er fullur af öllu því, sem getur glatt konuhjarta. Eru þetta föt konunnar þinnar? Jg VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.