Vikan


Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 37

Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 37
segulband. Frásögn þessi hefur það sér til gildis, að hún kemur heim við vissar staðreyndir og að ertn- þá hefur enginn liður hennar bein- línis verið afsannaður. Samkvæmt þessari játningu Fig- ons var Ben Barka geymdur í her- bergi á annarri hæð síðari hluta dags þann tuttugasta og níunda október. Þar drakk hann te og las bók, sem hann hafði geymt í sk|ala- tösku sinni. Fangaverðir hans voru önnum kafnir við að hringja til Marokkó. Þeir náðu sambandi við Ahmed majór, öryggismálastjóra marokkanska ríkisins og skjólstæð- ing Oufkirs, og sögðu honum að „pakkinn væri kominn". Eftir að Lopez kom til Parísar, skildi hann við þá Souchon og Voi- tot, hringdi til Rabat og kom skila- boðum um árangur aðgerðanna til Oufkirs hershöfðingja. Dlimi kom frá Alsír síðdegis þrítugasta októ- ber, og hafði Lopez útvegað hon- um flugfar. Fór hann þegar til húss Boucheseiches. Skömmu síðar kom Oufkir fljúgandi frá Rabat, og tóku þeir á móti honum á Orly, Lopez, Chtouki og tuttugu og níu ára gam- all marokkanskur lögregluembættis- maður, El Ghali el Mahdi að nafni; var hann kvæntur frænku Oufkirs og nemandi í verzlunarskóla í Par- fs. Lopez ók Oufkir út að húsi Boucheseiches, fékk honum lykla að húsi sínu í Ormoy, úthverfi nálægt Fontenay. Því næst ók Lopez út í sveit til að halda þar allraheilagra- messu hátíðlega ásamt konu sinni og börnum.) í húsi Boucheseiches hafði Ben Barka tekið lífinu rólega, ef trúa má Figon,- sofið og drukkið te til skiptis. Honum var sagt að ,,yfir- maðurinn" hefði tafizt, en mundi brátt koma. Ben Barka tók þvf með stillingu og skrafaði við verðina. „Einn góðan veðurdag verð ég trú- lega forsætisráðherra í landi mínu", sagði hann. „Þá verð ég að breyta mörgu, sérstaklega lögreglunni, því marokkanska lögreglan er öll rotin af spillingu, eins og þið vitið". Síðdegis á sunnudag var Ben Barka enn hafður f haldi í her- berginu á efri hæðinni. Á neðri hæðinni bollalögðu þeir Figon, Dlimi, Lopez, Boucheseiche og fleiri um hvað þeir ættu að gera við hann. Fyrst varð að buga mótstöðu- kraft hans. Eiturlyfjum var lætt út í te hans, en þau höfðu engin sýnileg áhrif. Þá réðust dólgarnir á fangann, lúbörðu hann og ríg- bundu síðan. í þeirri svipan kom Oufkir inn í herbergið og hélt á brugðnum bjúghnff marokkönskum. „Ég þekki ágætis aðferð við að fá hann rólegan", sagði Oufkir og bar rýtingsoddinn að hálsi og brjósti hins bundna manns. Samkvæmt því sem Figon segir, var Ben Barka þó á Iffi skömmu sfðar. Þeir Oufkir og Dlimi báru saman ráð sín á arabfsku, og síð- an var fanginn keflaður, fluttur f bíl til húss Lopezar, þar sem hann var borinn niður í kjallara og reyrð- ur svo hörkulega við ofn á veggn- um, að hann náði ekki andanum. Á hæðinni fyrir ofan sagði Oufkir við samsærismennina, að þeir hefðu átt að handtaka Azemmouri líka. „Miklu verri mistök væru þó", bætti hann við, „ef einhver þeirra, sem hér eru inni, gættu þess ekki að þegja. Ég veit að sumir ykkar tala ósköpin öll. Sumir skrifa jafnvel". Hann leit talandi augnaráði til Fig- ons. „Minnstu mistök hljóta að hafa mjög örlagaríkar afleiðingar". Þar með lýkur svokallaðri játn- ingu Figons. Hvað sem sannleiks- gildi hennar f heild líður, þá voru orð Oufkirs um Azemmouri rétt eft- ir höfð. Ungi sagnfræðingurinn var fyrst of hræddur til að opna munn- inn, og tók sfðan að trúa sam- stúdentum sfnum fyrir því, sem hann hafði orðið sjónar- og heyrn- arvottur að. Vinir Ben Barka, sem ætlað höfðu með honum í leikhús- ið, spurðust fyrir um ástæðuna til þess, að hann hafði ekki látið sjá sig. Abdelkader Ben Barka heyrði sögu Azemmouris á sunnudag og kærði til yfirvaldanna. Fréttin um ránið komst í kvöldfréttirnar á laug- arlag, og einn þeirra, sem hlustaði á þær í bflútvarpi sínu, var Lopez, sem þá var á leið með fjölskylduna í sveitina. Hann ók konunni og börn- unum á áfangastaðinn og ók aftur til húss síns í Ormoy, þar sem hann segist hafa hitt Oufkir, Dlimi, Bouc- heseiche, Figon, Le Ny og Palisse. Lopez spurði engra spurninga. Flestir bófanna höfðu sig nú á brott og Lopez fór að sofa, en skömmu sfðar vaknaði hann við símahringingu. Það voru þeir Ouf- kir og Dlimi, sem hringdu utan af flugvelli, þar sem þeir höfðu verið að kynna sér flugáætlanir; báðu þeir nú Lopez að sækja sig. Hann kom með þá til húss síns og fór svo aftur að sofa. Áður varð hann þó var við bíl með sendiráðsmerki, sem ók í hlað með nokkra náunga, sem útlitsins vegna gátu verið Mar- okkómenn. Þeir ræddu um hríð við Oufkir á arabfsku og óku svo á brott. Klukkan fimm á sunnudags- morgun vakti Oufkir Lopez, sem ók honum út á Orly. Þaðan flaug Ouf- kir til Genf en Dlimi sneri aftur til Marokkó. Þótt Ben Barka málið væri þeg- ar komið í hámæli, hefði það trú- lega lognazt fljótlega út af ef ekki hefði verið fyrir tiltektir Figons. Að vísu vantaði ekki að mikið væri um málið rætt í pólitfskum hring- um. Á sunnudag, þrítugasta og fyrsta október, hafði Lopez gefið Finville nákvæma skýrslu um mann- ránið, og Finville sagði aftur Jacq- uier hershöfðingja. Þann þriðja nóvember tilkynnti Souchon, sem ekki hafði sem bezta samvizku, yf- irmönnum sfnum um sinn þátt f ráninu. Saga hans gekk áfram til Maurice Papon, lögreglustjóra Par- ísar, sem aftur sagði hana innan- ríkisráðherranum, Robert Frey. Maurice Bouvier, frægur yfirmaður glæpalögreglunnar, var látinn taka að sér rannsókn málsins, en gekk það heldur seint, þrátt fyrir að de Hafið þér gaman af jöfnum? — Hér eru tvær: Auglýsing = sala. Auglýsing í VIKUNNI = meiri sala. VIKAN, auglýsingadeild Símanúmerið er 35320 Fermingflrhjólðr I úrvflli ENSKIR OG HOLLENZKIR DAGKJOLAR, KVÖLDKJÓLAR OG SAMKVÆMIS- KJÓLAR. Laugavegi 59. — Sími 18646 VIKAN 12. tbl. gy

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.