Vikan


Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 9

Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 9
 ■ fi 1 Jt 4 . HÍ Figon kvaS einnig hafa sagt, aS eftir atburS- ina í húsi Boucheseich- es hefSi Ben Barka ver- iS borinn út i bíl og ekiS meS hann til húss Antoine Lopez. O Marokkanskur bjúghnífur var notaS- ur til aS „þagga niS- ur í" Ben Barka, sem þó hafSi veriS ramm- lega fjötraSur. Ben Barka: „Hann vill gera svo mikið, að hann getur engu komið til leiðar endanlega". Alphonse Juin marskálkur, yfir- maður frönsku hersveitanna í Mar- okkó, kallaði Ben Barka „hættuleg- asta óvin Frakklands". f samræmi við þá skoðun geymdi hann þenn- an háskagrip um þriggja ára skeið í stofufangelsi suður í Sahara. Þar drap Ben Barka tímann við lestur og dró að sér þvílfk firn af bókum, að þegar Frakkar loksins slepptu honum 1954, urðu þeir að festa kerru aftan f jeppann, sem flutti hann til byggða, til að hann kæmi öllum skræðunum með sér. Ben Barka launaði þeim lausnina með því að hefjast handa um endur- skipulagningu Istiqlalflokksins, auk þess sem hann beitti sér fyrir að Múhameð soldán, sem Frakkar höfðu flutt í útlegð til Madagask- ar, yrði sendur heim. Þegar svo Marokkó varð sjálfstætt 1956, var hann kjörinn forseti þjóðþingsins — sem að vísu var aðeins ráðgefandi — og heimtaði þar félagslegar fram- farir í hverri þrumuræðunni á fæt- ur annarri. „Sjálfstæði er f sjálfu sér ekkert takmark, til að keppa að og nema svo staðar", fullyrti hann. „Við þurfum breytingar, aga og skipulagningu til að koma nýtízku ríki á fót". Soldáninn, sem nú var orðinn konungur, varð fljótlega leið- ur á þessum ræðuhöldum og leysti ráðgjafaþingið upp. Ben Barka hafði þá þegar sagt skilið við hægri- sinnana f Istiqlalflokknum og kom- ið sér upp nýjum samtökum úr vinstra liði flokksins; nefndist hinn nýi flokkur Landssamband alþýðu- aflanna eða eitthvað þvíumlíkt. Var hann formlega stofnaður 1959. Urðu verkalýðsforingjar og stúdent- ar helztu liðsoddar hans. Hann varð eftirlæti vinstrisinnaðra mennta- manna f París og marokkanskra borgarmúga, en að sama skapi ill- ræmdur meðal stórjarðeigenda, her- foringja og hins gamla kjarna Istiqlalflokksins. Ymsir vinstrimenn, einkum þeir, sem öfunduðu Ben Barka af áhrifum hans og hæfileik- um, gerðust að vísu handbendi kon- ungsvaldsins og þágu jafnvel ráð- herraembætti að launum, en stærð- fræðikennarinn fyrrverandi lét sér fátt um finnast. Hann dvaldi nú á ýmsum stöðum; f Parfs, Peking, Havana og Kaíró, önnum kafinn við að nema byltingatækni. Múham- eð kóngur safnaðist til feðra sinna og sonur hans tók við ríki undir nafninu Hassan annar. Þessi smá- vaxni og góðviljaði ungi einvaldur vildi mjög svo gjarnan hjálpa þjóð VIKAN 12. tbl. g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.