Vikan


Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 45

Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 45
— Þaö er ekki laust við að maður fái vatn í munninn, sagði Vivonne. — Er rétt að segja þessar athyglisverðu sögur að viðstaddri hefðar- konu? — Ég er ekki að hlusta, sagði Angelique. — Gerið svo vel að halda áfram með sögur yðar frá Miðjarðarhafi, Monsieur. La Brossardiére sagðist hafa heyrt þessar sögur hjá riddaranum af Möltu, Alfredo di Vacuzo, Itala, sem hann hafði hitt í Marseilles. Riddarinn var að koma frá Krít, þar sem hann hafði tekið nokkra þræla, og mundi greinilega eftir þessu umboði, þar sem Rescator hafði kastað poka eftir poka af gulli við fætur fegurðardísarinnar, þar til hún stóð i þeim upp að hnjám. —• Hann hlýtur svo sannarlega að vera auðugur, sagði Vivonne í skyndilegri reiði, sem gerði hann rauðan upp undir parruksrætur. — Hann er greinilega ekki kallaður Rescator fyrir ekki neitt. Ég býst við að þér vitið ekki hvað það nafn þýðir, Madame? Angelique hristi höfuðið. — Það er spánska og þýðir sá sem verzlar með óleyfilegan gjald- miðil, eða peningafalsari. Hér áður fyrr voru „rescatorar" bókstaf- lega hvar sem var, fyrirferðarlitlir iðnaðarmenn, sem voru hvorki hættulegir né leiðigjarnir, en nú er aðeins einn Rescator. Hann hélt áfram að ræða um þetta, hátíðlegur i bragði. Millerand, ungi liðsforinginn, sem var að eðlisfari hógvær og feiminn, herti upp hugann til að taka þátt í samræðunum: — Þér sögðuð að þótt rifið hefði verið út úr nösunum á honum, kæmi það ekki í veg fyrir, að hann félli konu vel í geð, en þessir sjóræningjar nota aðeins ambáttir, sem þeir hafa keypt eða tekið með valdi, svo mér finnst að þér getið ekki dæmt kvenhylli þeirra eftir fjöldanum í kvennabúrinu. Tökum til dæmis trúníðinginn í Alsír, Mezzo-Morte, þann feita gris, mesta þræla- kaupmanninn á Miðjarðarhafssvæðinu. Eftir útliti hans að dæma væri ómögulegt að imynda sér, að nokkur kona gæfi sig að honum af ást, þaðan af síður til gamans. — Lautínant, sagði La Bossardiére. — Það sýnist vit í því sem þér segið, en þér hafið rangt fyrir yður að tvennu leyti. I fyrsta lagi hefur Mezzo-Morte, jafnvel Þótt hann sé mesti þrælakaupmaður á öllu Mið- jarðarhafssvæðinu, engar konur í búri sínu, vegna þess að hann kýs heldur.... unga drengi. Sagt er, að hann hafi meir en fimmtíu slika I höllinni i Alsír. 1 öðru lagi hefur Rescator haft Það orð á sér, að margar konur elski hann. Hann kaupir mikið, en hann heldur aðeins þeim hjá sér, sem kjósa það af frjálsum vilja. Hvað gerir hann við hinar? — Gefur þeim frelsi. Það er hans tómstundagaman. Hann gefur öll- um sínum þrælum frelsi, konum og körlum, þegar honum sýnist. Ég veit ekki, hversu satt þetta er, en þetta er eigi að síður það sem sagan segir. — Sagan, muldraði Vivonne með megnri fyrirlitningu. — Sá hluti sögunnar er sannur. Það er rétt, að hann gefur þrælum sínum frelsi. Ég hef séð það sjálfur. — Ef til vill gerir hann það til að bæta fyrir að hann gekk af trúnni, sagði Angelique. — Það er mögulegt, en þó þykir mér líklegt, að hann geri það aðeins til að stofna til vandræða. Hann gerir það til þess að.... til að koma öllum á óvart! þrumaði Vivonne. — Hann gerir þetta sjálf- um sér til skemmtunar, aðeins sjálfum sér til skemmtunar. Munið þér, Garmont, þegar þér voruð í flotadeild minni í orrustunni við Cape Passero, eftir galeiðunum tveimur, sem hann náði á sitt vald? Vissuð þér, hvað hann gerði við þessa fjögur hundruð glæpamenn, sem voru um borð? Hann tók þá úr hlekkjum og landaði þeim í Fen- eyjum. Þér getið rétt ímyndað yður, hversu glaðir Feneyingar urðu yfir þeirri gjöf. Þetta vakti alheimsathygli, og hans hágöfgi lét Þess getið við mig og ekki án kaldhæðni, að þegar ég léti aðra sigra gal- eiður minar, ætti ég að minnsta kosti að velja mér venjulegan Þræla- kaupmann fyrir sigurvegara. — Sögur yðar eru spennandi, sagði Angelique. — Miðjarðarhafið virð- ist vera fullt af skemmtilegum persónuleikum. — Himnarnir hjálpi þér, ef þér hittið þá nokkurntima. Hvort sem þeir eru aðeins venjulegir ævintýramenn eða trúníðingar, þrælasalar eða venjulegir kaupmenn; hver sá sem gengur í lið með þeim gegn riddaranum af Möltu eða konungi Frakklands ætti að brennast á báli. Þú átt ennþá eftir að heyra um d’Escrainville markgreifa, sem er Frakki, eða Danann Eírik Jansen; og einnig um Mezzo-Morte, sem að vísu hefur verið nefndur; af Salvadorbræðrunum, sem eru Spánverj- ar, og fjöldann allan af minni háttar sjóræningjum. Miðjarðarhafið er krökt af þessu pakki. En nú höfum við talað nóg um þorpara. Það er tekið að kólna, og ég held að það sé tími til kominn að fara að líta eftir um borð. Ég þarf að ganga um skipið og gá, hvort allt er í röð og reglu. Aðmírállinn fór, og liðsforingjarnir kvöddu Angelique einn eftir annan og sneru aftur til sinna staða. Þá var það, að Angelique sá Flipot. Hann hlaut að hafa komið hlaup- andi upp stigana neðan úr lest, því hann vr móður og másandi og ná- fölur, og hann starði á húsmóður sína, með upp glenntum, tryllings- legum augum. — Hvað er að þér? hrópaði hún að honum. —• Þarna, stamaði hann. — Ég hef séð hann. Hún hljóp til hans og hristi hann til: — Hvað? Hvern sástu? Hvar? Svo viss, sem hún var um að hafa séð Desgrez á bryggjunni í Mar- seiller, var hún sannfærð um, að hann myndi skyndilega birtast henni um borð í hinni konunglegu galeiðu. — Segðu eitthvað! sagði hún skipandi. — Ég hef séð hann.... Ég hef séð hann.... Hjá þrælunum! Ó, Madame, Marquise, ég var næstum dauður úr hræðslu.... Ég get ekki .... Ég get ekki sagt yður.... Þarna.... niðri í þrælalestinni. Hann kúgaðist, sleit sig lausan af henni, hljóp út að borðstokknum og kastaði upp. Angelique slappaði af. Aumingja drengurinn var bara ekki orðinn sjóvanur. Þegar hann sá þrælana og fann óþefinn niðri í þrælalestinni, hefði honum einfaldlega orðið óglatt. Angelique bað Tyrkjann að gefa sér bolla af kaffi. — Vertu kyrr hér, sagði hún við Flipot. — Ferska loftið gerir þér gott. öll réttindi áskilin — Opera, Mundi, Paris. Framhald í nœsta blaöi. DALA-GARN Heklið og prjónið úr Dala-garni, gæðin alltaf þau sömu. Ný mynstur og uppskriftir — Nýir litir. Dala-garnið fæst um allt land. DALA-UMBOÐIÐ Old Spice Lotion er frfskleg og hressandi. Berið það á andlit yðar eftir rakstur á hverjum morgni. — Þannig er bezt að byrja daginn. VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.