Vikan


Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 33

Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 33
skerans, keypti hana henni hvað sem honum datt í hug, eins • og hver nýr hlutur ætti að vera nýtt tákn, ekki um ríkidæmi, heldur traust. Um kvöldið fór hann með hana í leikhús, síðan á veitingastað og síðan í klúbb. Hann spurði hana, hvort hún vildi fara aftur á Lucky Seven, bjánalegasta og þessvegna dásamlegasta uppástunga, sem hann gat komið með, og þegar hún sagði nei, fór hann með hana á dýrustu staði, sem hann vissi um, hvern eftir annan, og þegar þau komu heim, naut hann hennar á ný og það var dásamlegra en nokkru sinni fyrr, og á eftir lágu þau í myrkrinu og hvílsuðust lágt á um það, hvert þau ættu að fara. Hann sagði henni frá grtsku eyj- unum, sem hann þekkti, og hversu hamingjusöm þau myndu verða þar, og svo sofnuðu þau út frá þessu, hann með höfuðið á nöktum brjóst- um hennar, og Tessa lá grafkyrr og strauk strítt, brúnt hárið og undr- aðist, að tuttugu og fjórar klukku- stundir gátu þannig strikað út tíu tilgangslaus, dapurleg ár. E n d i r . ÞaS liggur við að mað- ur takist á loft Framhald af bls. 27. varð úr, að ég fór með Greyhound langferðabíl til New York og við gerðum út um málið, og síðan kom ég heim eins fljótt og ég gat. — Það er nýstárlegt fyrir mig að vera farin að vinna hjá flugfélagi. Ég þekki lítil til flugmála, en það er einstaklega gott að vinna með Sigurði og starfið er viðamikið og fjölbreytt. Og svo er engu líkara en ég sé komin alla leið heim á ísafjörð, þegar ég er komin hing- að, því hér vinna svo margir ís- firðingar. Og ég hef alltaf verið mikill ísfirðingur, þátt ég væri ekki ýkja gömul, þegar ég fór þaðan. — Ég hlakka mikið til að fylgj- ast með málum hér og kynnast betur starfsemi Loftleiða. Andrúms- loftið er örvandi, það liggur við, að maður takist á loft með flugvél- unum, svo mikill og lifandi er á- huginn. Við hliðina á okkur er að rísa mikið og gott hótel. Bygging- arhraðinn er meiri en hér hefur þekkzt og nýjungarnar margar. Þetta er sennilega fyrsta hótelið á landinu með innbyggðri sundlaug. Ég tel ekki héraðsskólana með, þótt þeir hafi sumir verið notaðir fyrir sumarhótel. Það er ekkert vafamál, að við getum gert og eigum að gera miklu meira til að laða hing- að erlenda ferðamenn. Og þá varð ég undrandi, það segi ég þér, þeg- ar ég heyrði því haldið fram, og það af sæmilega frjálslyndum mönnum að ég hélt, að það megi ómögulega gera, því að ferðamönn- um fylgi svoddan spilling. Mér skilst, að það séu aðallega ungu stúlkurnar, sem þoli ekki ásækni ferðamannanna. Að við verðum að © Volkswagen er 5 manna bíll ® Volkswagen er fjölskyldubíll © Volkswagen er vandaður bíll © Volkswagen er sparneytinn bíll KOMIÐ, KYNNIZT OG REYNSLUAKIÐ VOLKSWAGEN S'imi HEILDVERZLUNIN urif ■ i ii — 21240 HEKLA hf 170-172 VIKAN 12. tbl. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.