Vikan


Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 8

Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 8
Vínrauða sóltjaldið framanvið Brasserie Lipp, sem um langan ald- ur hafði verið mótstaður franskra bókmennta- og stjórnmólamanna, tók ó sig blóðlit í daufu síðdegis- sólskininu þann tuttugasta og nl- unda október 1965. Stuttvaxinn maður og þrekinn, einbeittur ó svip og olívubrúnn á hörund, klæddur stuttfrakka og með grænan týróla- hatt á höfði, stóð við innganginn, að því er virtist dálítið hissa og óráðinn. „Skilríkin yðar, monsieur, ef þér vilduð gera svo vel". Litli maðurinn rétti fram alsírskt dipló- matavegabréf, sem gefíð hafSi ver- ið út fyrir Mehdi Ben Barka. Tveir menn höfðu stöðvað hann, og sá hávaxnari þeirra sagði: „Gerið svo vel að koma með okkur. Þér eigið að hitta yfirmann okkar". Mehdi Ben Barka, sem var marokkanskur útlagi og hafði tvöfaldan dauða- dóm yfir höfði sér heimafyrir, var Lögregluforingjarnir Souchon og Voitot handtaka Ben Barka fram- anvið Brasserie Lipp fyrir augum kunningja hans, sagnfræðistúdents- ins Thami Azemmouri, sem einnig er Marokkómaður. Vitnisburður hans varð hinn fyrsti, er varpaði nokkru Ijósi á málið. Nóttina áður en von var á Ben Barka til Parísar, talaði starfsmaður við Air France, Antoine Lopez, við lögregluforingj- ann Louis Souchon og fullyrti að háttsettir menn vildu láta handtaka marokkanska útlagann. Souchon var efablandinn, en sannfærðist er hringt var í hann daginn eftir. skiljanlega var um sig. „Hverja tala ég við"? spurði hann. Sá hávaxn- ari sýndi honum plagg, sem kom honum kunnuglega fyrir sjónir; það var með þrílitum stimpli í einu horninu, auk myndar af handhafa og nafns hans: „Souchon, Louis — Commissaire de Police". „Er það f raun og veru franska lögreglan, sem ég hef þann heiður að tala við"? spurði Ben Barka, sem enn var ekki alveg tortryggnislaus. Hinn maðurinn sýndi honum þá sitt kort, sem gaf til kynna að einnig hann væri lögregluforingi og héti Roger Voitot. Ben Barka leyfði þeim þá að leiða sig inn í svartan bíl — gerðin var Peugeot 403 — sedan — sem einnig var merktur lögregl- unni. Auk þeirra þriggja stigu tveir menn inn í bflinn, stór- vaxnir og þögulir. Peugeotinn ók af stað og annar bíll fylgdi honum eftir. A gangstéttinni stóð ungur Marokkómaður, svartur yfirlitum,og horfði skelfdum augum á eftir bíl- unum. Hann hafði verið að skrafa við Ben Barka rétt áður en menn- irnir tveir stöðvuðu hann. Hann hét Thami Azemmouri, var að læra mannkynssögu í háskóla og hafði nú séð eitt atriði hennar verða til. Hann hafði verið vottur aS upphafi hneykslis, sem átti eftir að valda tveimur ríkisstjórnum ólýsanlegum vandræðum, steypa háttsettum em- bættismönnum af stóli og gera ná- lega að engu þá virðingu, sem menn áður kunna að hafa borið fyrir hinu fyrirferðarmikla franska lögreglubákni. Mehdi Ben Barka var einn af sjö sonum efnalítils kaupmanns í Rab- at. Hann hafði þegar orðið sér úti um margháttaða reynslu af hinum ýmsu hliðum fransks réttlætis. Þeg- ar á unglingsaldri hafði hann gerzt liðsmaður í sjálfstæðishreyfingu lands síns og komizt þar skjótlega til áhrifa. Menntun sína hlaut hann fyrst í múhameðskum skólum, sfð- an í frönskum. Hann tók stærðfræði fyrir sem sérgrein. „En hann var efstur í öllu", hefur einn skólafélaga hans sagt. „Ben Barka var efstur í sögu, efstur í vísindum, efstur f frönsku. Við vorum orðnir leiðir á að heyra nafn hans lesið upp". Síðari heimsstyrjöldin kom í veg fyrir, að Ben Barka og aðrir greind- ir unglingar gætu stundað fram- haldsnám í Frakklandi. ( staðinn innritaðist hann í háskólann í Al- geirsborg og varð þar forseti Sam- bands norður-afrískra stúdenta, sem samanstóð af róttækum þjóðernis- sinnum frá Túnis, Alsír og Marokkó. Franska lögreglan hneppti hann hvað eftir annað í fangelsi, en á- hrifamiklir vinir hans við háskól- ann sáu ævinlega til þess, að hann yrði leystur út. Ben Barka sneri aftur til Rabat 1943 og tók til starfa sem stærð- fræðikennari við menntaskóla og leynilegur forustumaður Istiqlal (sjálfstæðis) flokksins. Hann var tutt- ugu og fjögra ára þegar flokkurinn gaf út sjálfstæðisyfirlýsingu sína 1944 og sá yngsti sem undirritaði hana. Hann sat um árs skeið f fangelsi f Rabat og varði sfðan öll- um tfma sínum til stjórnar á Istiqlal- flokknum og reyndist óhemju dug- legur við að skipuleggja hann. Þeg- ar Múhameð fimmti Marokkósoldán gekk f lið með sjálfstæðissinnum 1947, var Ben Barka kynntur fyrir hirðinni og varð þá um hrfð einka- kennari hins glaðlífa krónprins, Moulay Hassans, en ekki varð hann sérlega heppinn f þvf starfi. Sam- kvæmt skoðun hans var Hassan „prýðilega gefinn en skorti ein- beittni", en Hassan, sem kunni bet- ur við sig í hópi marokkanskra hægrisinna, sagði hinsvegar um ÞAGGADINIBORI Enn einu sinni mesta hneykslí aldarinnar f Fpakklandi FRAM TIL ÞESSA HAFÐI THAMI AZEMMOURI EINUNGIS LÆRT SÖGU f SKÖLA - NÚ SÁ HANN HANA GERAST. HANN HAFÐI VERIÐ VOTTUR AÐ UPPHAFI HNEYKSLIS, SEM ÁTTI EFTIR AÐ VALDA TVEIMUR RfKISSTJÓRNUM MIKLUM VANDRÆÐUM, STEYPA HÁTTSETT- UM EMBÆTTISMÖNNUM AF STÖLI 0G GERA NÁLEGA AÐ ENGU ÞÁ VIRÐINGU, SEM MENN ÁÐUR KUNNA AÐ HAFA BORIÐ FYRIR HINU FYRIRFERÐARMIKLA FRANSKA LÖGREGLU- BÁKNI g VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.