Vikan


Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 36

Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 36
IMPERIAL Hin fullkomnu Imperial sjónvarps- tæki ávallt fyrirliggj- andi o Verð kr. 24.200. RADIOVER S.F. Skólavörðustíg 8 — Reykjavík — Sími 18525. gg VIKAN 12. tbl. maður hans, Louis Souchon, fengu oft mikilvægar upplýsingar frá Lop- ez varðandi aðalstarf þeirra, sem var að hafa uppi á eiturlyfjasmygl- urum. Seint ( október hringdi Ben Barka frá Genf til Berniers í París og sam- þykkti að koma og ræða um kvik- myndina yfir hádegisverði á Brass- erie Lipp þann tuttugasta og n(- unda október. Lopez tók nú þegar til óspilltra málanna við að sjá til þess, að Ben Barka hlyti að missa af hádeg- isverðinum sínum. Hann skyldi handtekinn af frönskum lögreglu- foringjum, sem ynnu verkið sam- kvæmt skipunum. Lopez hafði sam- band við Chtouki, yfirmann mar- okkönsku leynilögreglunnar, sem hann hafði stöðugt fóðrað á upp- lýsingum um samsærið, og bað Souchon vin sinn að hitta sig úti á Orly klukkan ellefu þá um kvöld- ið, þann tuttugasta og áttunda október. Það var von á Ben Barka næsta morgun, svo að nauðsyn- legt var að skipuleggja ránið án tafar, ef af því átti að verða. Lop- ez fullyrti við Souchon, að háttsett- ir menn vildu að Ben Barka yrði handtekinn í kyrrþey. Souchon var í vafa,- hann vildi helzt fá skipanir sínar eftir venjulegum leiðum, en var hinsvegar vel fróður um hinar leyndari leiðir, sem tíðfarnar voru af frönskum lögregluyfirvöldum í svona tilfellum. Síðar sagði Souchon svo frá, að hann hefði látið sann- færast er Lopez fullyrti, að ekki að- eins vissi yfirmaður hans, Finville, allt um gang málsins, heldur og einnig Jacques Foccart, persónuleg- ur og óopinber lögreglufulltrúi de Gaulles sjálfs. (Lopez neitar þv( að hafa nefnt Foccart.) Ef Souchon þurfti frekari eggjan, þá fékk hann hana. Næsta morgun, segir hann, var hringt í hann frá innanríkis- ráðuneytinu. „Þú átt stefnumót ( dag, er ekki svo"? spurði rödd ( símanum. „Jú", svaraði Souchon. „Og ætlarðu að mæta"? „Já". „Það er gott". Souchon ók svo af stað á svarta Peugeot-bílnum og nam staðar framan við Le Drugstore, sem er tvær dyr frá Brasserie Lipp, þar sem hann beið eftir Ben Barka ásamt undirmanni sínum Voitot og tveimur af falsskeggjum Figons, þeim Julien Le Ny og Jean Palisse. Lopez var á vakki skammt frá til að fylgjast með atburðum, dulbúinn með sól- gleraugu og falskt yfirskegg. Hin- um megin við götuna, ( Café des Deux-Magots, höfðu um hríð setið þeir Figon, Bernier og Georges Franju, kvikmyndaleikstjóri einn, sem ekket vissi um samsærið og hafði verið tekinn með til að dul- búa fyrirtækið sem bezt. Þeir luku nú úr glösum sínum og gengu yfir til Brasserie Lipp til að bíða þar eftir Ben Barka. Eftir að Ben Barka hafði lent á Orly, hitti hann Azemmouri, sem ætlaði að verða honum til ráðu- neytis varðandi kvikmyndina. Sátu þeir, ásamt skandinavískri eigin- konu hins síðarnefnda, um stund yfir kaffibolla og röbbuðu. Ákvað Ben Barka þá að taka Azemmouri með sér til ráðstefnunnar á Brass- erie Lipp, en að henni lokinni ætl- aði útlaginn að heimsækja bróður sinn, Abdelkader, fyrrverandi sendi- ráðsmann í þjónustu Marokkó, sem hætt hafði störfum hjá stjórn sinni og setzt að í París. Því næst ætlaði Ben Barka ( leikhús með nokkrum vinum sínum. Um nónbil tóku Mar- okkómennirnir tveir leigubíl til St. Germain-des-Prés í hjarta Vinstri- bakkahverfis. Þeir voru fullsnemma á ferð fyrir stefnumótið, svo þeir löbbuðu í rólegheitum eftir Rue Bonaparte og kíktu á fyrirsagnir dagblaða ( glugga bókabúðar einn- ar. Fáeinum sekúndum síðarvar Ben Barka á hraðri ferð í burtu í Peu- geot-bílnum hans Souchons ásamt Souchon sjálfum, Voitot, Lopez og Le Ny, en Palisse elti ( öðrum bfl. Azemmouri stóð eftir á gangstétt- inni, opinmyntur af skelfingu. Menn- irnir þrír í Brasserie Lipp biðu f klukkustund eftir manninum, sem aðeins Franju átti von á að sjá, og fóru síðan. Figon talaði síðar mikið um at- burðinn og varð drjúgum tvísaga. í einni útgáfunni sagðist hann hafa farið á eftir Ben Barka. Kannski gerði hann það. Að minnsta kosti hafa Lopez, Souchon og Voitot við- urkennt, að þeir hafi ekið Ben Barka tuttugu og fimm mílna vegalengd út fyrir París, framhjá Orlyflug- velli til lítils þorps eða úthverfis sem heitir Fontenav-le-Vicomte. Ben Barka sat þögull og hafði auga með kennileitum, sem ekið var framhjá. Ákvörðunarstaðurinn var tveggja hæða einbýlishús, sem Boucheseiche átti. Þar fengu þeir Lopez, Souchon og Voitot fals- skeggjunum ( hendur og óku aftur til Parísar. Enginn lifandi maður hefur enn viðurkennt að hafa séð Ben Barka síðan þá. Það er uppi orðrómur þess efn- is að Ben Barka (ef til vill þá enn á lífi) hafi verið sendur flugleiðis til Marokkó skömmu eftir ránið. Kváðu vinstri sinnaðir fylgismenn hans þar í landi gera sér vonir um, að honum hafi ekki enn verið slátr- að, þótt þeir viti auðvitað ekkert um það með vissu. Eina skýrslan, sem hægt er að nefna því nafni, um það sem kom fyrir Ben Barka eftir að hann gekk inn um húsdyr Boucheseiches, er tai- in vera runnin frá Figon. Sagt er hann hafi annan nóvember sagt vini sínum, gaullistaþingmanninum Lemarchand, og Jean Caille lög- regluforingja alla sólarsöguna. Lemarchand hefur viðurkennt, að Figon hafi játað fyrir honum sinn hluta ( ráninu á Ben Barka; önn- ur vitni hafa staðfest þann hluta sögunnar, sem fjallar um ökuferð- ina til húss Boucheseiches. Sam- kvæmt einni heimild sagði Figon ekki einungis Lemarchand söguna, heldur talaði hana einnig inn á <

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.