Vikan


Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 34

Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 34
Ný blá leifturpera með sama Ijósmagni og sú hvíta eða 7.500 Ims. Kaupið AG 3B SUPER frá OSRAM þær duga bæði fyrir litfilmur og svart-hvítar filmur. koma upp gleðihúsum á stórborga- vísu til að sjá ferðamönnunum fyr- ir dægradvöl. Ég tel þetta spillandi hugsunarhátt og alls ekki boðleg- an í nútímaþjóðfélagi. Það er engu líkara, en við séum búin að fá spillinguna á heilann — hún er alls staðar og í öllum, — nema okkur sjálfum. Ekki hræðast aðrar þjóðir, hvorki stórar né smáar, áhrifin af erlendum ferðamönnum, heldur gera þær allt til að laða þá til sín. Og Bandaríkjamenn, sem láta sér mjög annt um siðgæðið, leggja nú mikið kapp á að auglýsa land sitt sem ferðamannaland. Mér er sagt, að aðstæður hér til móttöku á ferða- mönnum séu dálítið svipaðar og í Finnlandi fyrir u.þ.b. áratug, þá var engin aðstaða til að taka á móti ferðamönnum nema í Helsing- fors og grennd, en nú eru komin hótel og veitingastaðir víðast um landið, og Finnland orðið mjög eftir- sótt ferðamannaland. — Nei, ég held ekki, að það þurfi að sviðsetja neinn stórborg- arfarsa hér til að hafa ofan af fyrir erlendum ferðamönnum. Ég er ekki frá því, að þeir séu ein- mitt margir hingað komnir til að flýja ys og mannmergð stórborg- anna og vilji njóta friðsældar og hvíldar. Þeir vilja horfa á víðáttu landsins — og hafsins — klífa fjöll, skoða fugla eða annað slíkt, en hirða ekki um að ráfa á milli næt- urklúbba. Það gerum við sjálf, og svo rækilega, að ekki komast fleiri að. Við ættum einmitt að skapa þessum útlendingum aðstöðu til að njóta þess, sem fögur og stórbrot- in náttúra landsins hefur upp á að bjóða. Svo virðist tilvalið að koma hér upp fleiri heilsubaðstöðum á borð við Hveragerði og auglýsa þá erlendis. — Það er svo ótal margt, sem hægt er að gera, og við eig- um ógert. — Því landið okkar er svo fallegt. Sjáðu bara hérna út um gluggann, út yfir Skerjafjörðinn og Kópavog- inn. Hvað þetta er fallegt útsýni. Og væri þó fallegra, ef skurðirnir hérna fyrir framan væru farnir, og búið að laga til sunnan og vestan í Öskjuhlíðinni! Það er nefnilega það. Ef skurð- irnir væru farnir og búið að laga til. Það er ekki að efa, að Loftleið- ir h.f. laga fljótlega til við hótelið sitt á Reykjavíkurflugvelli. Og dæm- ið frá Keflavíkurflugstöðinni sýnir, að þótt hugurinn fljúgi hátt hjá þeim Loftleiðamönnum, geta þeir verið jarðneskir líka, þegar því er að skifta, — og getur ekki fram- takssemin smitað út frá sér? * Hús og húsbúnaður Framhald af bls. 20. minnast að fleiri viðartegundir eru til en tekk, og það er ekki endilega það nýjasta og dýrasta, sem keypt er í verzlununum, sem veitir mesta ánægju á heim- ili, þegar til lengdar lætur. Því miður hefur ekki verið hægt að halda úti verzlun með antik- muni að staðaldri hér í Reykja- vík, en með antikverzlun er ekki átt við fornsölu, sem selur málaða og hálfónýta hluti frá því á kreppuárunum. Þá er átt við góða og fallega muni, sem kalla mætti klassiska, og gjarn- an hafa til að bera þann per- sónuleik sem ekki verður fund- inn í nýjum hlutum. Stundum afsakar fólk innbú sitt með því að segja: Þetta er nú bara samansafn hjá okkur. Og þá er verið að biðja afsök- unar á því að ekki sé búið að koma upp settum. En venjulega er það svo, að þessi samtíningur fer býsna vel ef smekkur hefur ráðið, enda þótt þar sé eitt bein- ið af hverri tíkinni eins og sagt er. Til þess að skýra þetta nánar, bregðum við upp örfáum mynd- um sem sýna betur en orð, hvernig umhorfs getur orðið í hýbýlum, þar sem ýmsum meira og minna sundurleitum hlutum er raðað saman af smekkvísi. ★ Rýtingur frá Marokkó Framhald af bls. 11. Flestir hjálparmanna Gaullista, sem kallaðir voru Falsskeggjar (barbouz- es), voru úrþvætti af lægstu stig- um þjóðfélagsins. Kvikmyndunaráætlun þeirra Berniers og Figons fór fljótlega í vaskinn og varð í staðinn að sam- særi um að selja Ben Barka. Mikil- vægt tengihlutverk í þeim leik hafði á hendi maður að nafni Antoine Lopez, gildvaxinn, léttlyndur ná- ungi, sem starfaði hjá Air France á Orlyflugvelli en einnig hjá frönsku gagnnjósnaþjónustunni. Þegar er fyrirtækið var aðeins skammt á veg komið, var Lopez kominn inn [ það og farinn að gefa skýrslur um það til yfirmanns síns í gagnnjósna- þjónustunni, Marcel Leroy majórs, sem einnig var þekktur undir nöfn- unum Finville og Donald. Hann gaf aftur skýrslu um málið til Paul Jacquiers hershöfðingja, sem um árabil hafði verið yfirmaður gagn- njósnaþjónustunnar. Jacquier hefur svo trúlega látið upplýsingarnar ganga áfram til forsætisráðherrans, Georges Pompidou. Nú halda þeir Jacquier og Leroy-Finville þv( báð- ir fram, að þeir hafi sagt Lopez að hætta allri þátttöku ( samsærinu, en játa hinsvegar að þeir hafi hald- ið áfram að taka við skýrslum frá honum um samsærið. Enginn, sem að einhverju leyti var f það flækt- ur, virðist nokkru sinni hafa reynt að hindra framgang þess. Lopez, sem var á höttunum eftir þægilegri stöðu hjá flugfélagi mar- okkanska rfkisins, átti marga vini, þar á meðal þá Oufkir, Figon og Bernier. Þegar Bernier uppgötvaði það úti á Orly að vegabréfið hans var gengið úr gildi, einmitt þeg- ar þeir Figon voru að leggja af stað I eina ferðina til að rökræða um heimildarkvikmyndina við Ben Barka, kippti Lopez því [ lag með þvf að hringja f Roger nokkurn Voitot, sem var fyrirliði f lögreglu- liði því, er gengur undir nafninu Préfecture de Police. Voitot og yfir- VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.