Vikan


Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 10

Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 10
Samkvæmt áSurnefndri játningu Figons var Ben Barka reyrSur svo rækilega viS ofn í húsi Lopezar, aS hann gat ekki dregiS andann. Rýtingur frá Marokko þaggaði níður t Ben Barka sinni tiI betra lífs, en fékk lítið aS vita um raunverulegan gang mála í landinu. Ollu því mest áhrifamikl- ir ráðgjafar, sem sífellt fóðruðu hann á rógi um umbótaöfl þjóðar- innar og staðhæfðu að vinstrimenn sætu stöðugt um líf hans og kór- ónu. Einn sá valdamesti í hópi ráð- gjafa þessara var Mohammed Ouf- kir, maður með hauksandlit og stál- taugar, fæddur 1924 lengst uppi í dölum Atlasfjalla. Hann var sonur berbnesks höfðingja, niðji þjóðar, sem búið hafði í landinu í óræðan aldur á undan Aröbum. Lfkt og margir aðrir ungir Berbar nam hann í skólum hjá Frökkum og gekk síð- an í her þeirra; varð annar laut- inant að tign 1941. Meðan Ben Barka flutti sjálfstæðisáróður í Al- sír, var Oufkir í óða önn við að stríða við Þjóðverja í Ítalíu og Frakklandi, þar sem hann þjónaði í hinum marokkönsku sveitum hers Frjálsra Frakka. Hann særðist tvisv- ar, fékk tólf sinnum viðurkenningu fyrir fræknleik, var sæmdur silfur- stjörnu bandaríska hersins og gerð- ur meðlimur frönsku heiðursfylking- arinnar. Þegar ekki var meira strlð að hafa í Evrópu, bauð hann sig fram til þjónustu ( Indókfna og barði þar á Víetmín-liði Hó-sji-míns á ár- unum 1947—1950. Þá var hann sendur heim til Marokkó og þjón- aði þar enn í liði Frakka við veru- leg metorð, til dæmis undir stjórn Raymonds Duval, sem stýrði franska liðinu meðan það var hvað harð- hentast á þjóðernissinnum. Þrátt fyrir það tókst Oufkir að halda sér í góðu áilti hjá soldáninum. Þegar svo Marokkó varð sjálfstætt og Múhameð konungur, var Oufkir nógu klókur til að verða hans maður fullkominn og komst fljótt til mikilla áhrifa við hirðina. Þegar hinir berbnesku Riffar — þjóðflokk- ur Abd-el-Krims — gerðu uppreisn gegn konungi 1958, gekk hann vel fram við að brjóta þá á bak aft- ur og kvað meira að segja per- sónulega hafa lagt hönd á verkið við að rétta suma af föngunum; skar þá á háls. Þegar svo Hassan varð konungur, gerði hann þenn- an óhandlata þegn að öryggismála- stjóra ríkisins og skömmu sfðar að innanríkisráðherra, en sú staða færði með sér óhemju völd innan marokkönsku hirðarinnar, þar sem allt var ormsmogið af samsærum og baktjaldamakki. Og þótt Oufkir sé smáeygður og þar að auki sjón- dapur af völdum sjúkdóms nokk- urs, þá sér hann nógu vel til að þekkja vinstrimenn frá öðru fólki. Hann les sjaldan eða skrifar nokk- uð niður sér til minnis, enda er engin hætta á að hann gleymi nokkrum manni, sem hann einhverju sinni hefur talið til andstæðinga sinna. „Konungurinn veit, að hann getur treyst helmingnum af upp- lýsingum Oufkirs", er haft eftir „kunnugum manni", og það er miklu meira en hann fær út úr nokkrum öðrum". Oufkir fékk snemma mjög illan bifur á Ben Barka, sem Rabatbúar kusu 1963 sem fulltrúa á þjóðþing það, sem Hassan hafði komið á fót í von um, að það gæti orðið liður í þróun til lýðræðislegra stjórn- arhátta í landinu. Afturhaldinu lík- aði þetta stórilla og uppgötvaði f skyndi eitt heljarmikið „vinstri- mannasamsæri" gegn konungi, sem alþýðuflokkur Ben Barka var sagð- ur standa fyrir. Þingið var leyst upp og Ben Barka, sem var svo heppinn að vera staddur erlendis um þær mundir, var tvisvar dæmd- ur til dauða in absentia, f fyrra skiptið fyrir áðurnefnt samsæri og í hið sfðara fyrir meintan stuðn- ing við Alsíringa þegar landamæra- bardagar urðu með þeim og Mar- okkómönnum sfðar sama ár. Ben Barka sendi konu sfna og börn til Egyptalands, þar sem stjórn- arvöldin sáu þeim fyrir uppihaldi, og tók aftur upp fyrri hætti sem umferðabyltingarmaður. Líkamlegri hreysti hélt hann við með daglegri leikfimi og las James Bond sér til afþreyingar. Hann varð meðlimur Afró-asíska samstarfsráðsins, sem sat í Kaíró og kommúnistar studdu við bakið á. Sem slíkur átti hann mikinn þátt f undirbúningi ráðstefnu byitingamanna frá Alsír, Afrfku og Rómönsku-Ameríku, er haldin var í Havana í janúar 1964. Heima í Marokkó sveik flokkur hans hug- sjónina og mangaði til við Hassan konung um ráðherraembætti. Ben Barka átti nú fáa vini vísa, en þeim mun fleiri óvini. 1964 var Alsíringur nokkur, sem var nauða- líkur honum f sjón, skotinn gegn- um höfuðið, og var enginn í vafa um, hverjum sú kúla hafði f raun- inni verið ætluð. Ben Barka lét að því liggja við kunningja sína, að hann óttaðist að Oufkir eða erlend- ir bandamenn hans myndu ráða hann af dögum eða ræna honum. Síðastliðið ár fór þó að draga úr þessari svartsýni hjá honum. Hann komst þá f samband við Hassan konung og tók að semja við hann um að fá að snúa aftur til Mar- okkó. „Kannski veitti okkur ekki af eins og einum stærðfræðingi", sagði Hans hátign hugsi, enda þrúgaður áhyggjum út af efnahagsvandamál- um. Hann var reiðubúinn til að ó- gilda dauðadómana, en hinn var- kári Ben Barka krafðist þess að það yrði gert heyrinkunnugt f opin- beru málgagni. Augljóst var, að Oufkir leit þetta samningamakk þeirra kóngs og Ben Barka síður en svo hýru auga. ( vor sem leið fóru þó nokkrir menn að hafa áhuga á Ben Barka. Einn þeirra var franskur blaðamað- ur að nafni Philippe Bernier, er var sérfróður um Norður-Afríkumálefni og þekkti bæði Ben Barka og Larbi Miloud, sem venjulega var kallað- ur Chtouki, var yfirmaður mar- okkönsku leynilögreglunnar og skjólstæðingur Oufkirs. Þeir Bernier og Ben Barka höfðu ræðzt við um möguleikana á gerð kvikmyndar, er fjallaði um vandomál fyrrver- andi nýlendna. JQ VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.