Vikan


Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 20

Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 20
Ungt og nýgift fólk dreymir að sjálfsögðu um það að fá íbúð, en þar næst að geta farið í húsgagna- verzlun og keypt sér sófasett, borð- stofusett og guð má vita hvað þau heita öll þessi sett sem boðin eru nú til dags. Þessu fólki mætti segja til viðvörunar að fátt er ömurlegra en að koma inn á heimili og hafa það helzt á tilfinningunni, að maður sé staddur í rétt einni húsgagnaverzlun- inni. Þannig vill það vera, þegar fólk tekur sig til og kaupir á einu brettti það sem það telur sig vanta. Að mað- ur nú ekki tali um það, að auðvitað er það tekk og aftur tekk, sem á boðstólum er og þar af leiðandi ekki um annað að ræða. Þau heimili verða alltaf persónu- legust þar sem hlutirnir hafa komið smám saman eftir þörfum, þar sem húsráðendur hafa flýtt sér hægt og valið hvern hlut af vandfýsi. Það þurfa ekki allt að vera nýir munir og sízt af öllu úr tekki. Hitt er svo annað mál að tekk hefur mikla kosti sem hráefni til húsgagnagerðar, það sér ótrúlega lítið á því við hnjask hins daglega lífs og það er útaf fyrir sig heilmikill kostur. En þess ber að Framhald á bls. 34. O Stofa hjá ungum hjónum, sem ekki höfðu efni á því að kaupa sófasett. Þess í stað náðu þau í tvo gamla, en vel útlítandi körfustóla og settu í þá púða. Snæris- teppið á gólfinu fer framúrskarandi vel við þessa stóla og sömuleiðis bókaskápur- inn, borðin og blaðakarfan sem raunar er kassi, allt úr furu og geirneglt. Bekkurinn í horninu sem einnig er úr furu, er notaður þegar gesti ber að garði, og þá er tyllt á hann púðum til hæginda. Það eru raunar líka púðar á gólfinu, ef einhver vill vera eins og heima hjá sér og hreiðra um sig þar. ý Hér er enn ein stofa, sem segja má að sé öðruvísi en það sem gengur og gerist. Þetta er að vísu í Frakklandi og Fransmenn hafa aldrei lagt sig fram um það að vera eins og aðrir svo ekki sé meira sagt. Hér er byggður fastur sökkull í vinkil undir sófann og lausir púðar í baki og setum. í horninu hefur blómagrind verið hleypt nið- ur í sökkulinn. Sófaborðið er líka með föstum sökkli, en platan er ljósmáluð og nær langt út fyrir sökkulinn. Gömul kista rósmáluð er hér í forgrunni myndarinnar og gegnir líka hlutverki sófaborðs. Teppið á gólfinu er ljósbrúnt og gróft.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.