Vikan


Vikan - 24.03.1966, Side 25

Vikan - 24.03.1966, Side 25
með gtfurlegum forgangi — vegna þess að þatta varð að líta út eins og af hendi amatörs. Þú várst bezti amatörinn, sem ég gat fundið. Þú hafðir aðferðirnar og ástæðuna og við gáfum þér tækifæri. — Ef mér heppnaðist það, sagði Craig. — Þér hefði heppnazt það, sagði Loomis. — Við ætluðum ekki að skilja þig eftir handa þeim að leika sér að til eilffðar — þegar þú hefð- ir komizt undan, áttirðu að hverfa. Frakkarnir myndu spyrja um Reyn- olds, og við myndum hafa sagt að hann væri ekki til. Og þú lifðir ham- ingiusömu lífi á Bahamaeyjum eða hvar sem þér sýndist. — En ef þeir spyrðu nú eftir mér undir nafninu Craig? Loomis glotti: — Hvernig gátu þeir það? fmyndaðu þér bara, hvernig þeir hefðu átt að spyrja eftir Craig! Ég hefði spurt hversvegna þeir vildu fá hann, og þeir hefðu sagt að hann hefði verið að drepa St. Briac og ég hefði svarað, að við hefðum sannanir fyrir þvi, að St. Briac hefði drepið Craig fyrir nokkrum vikum, og spurt þá hvort þeir tryðu á drauga. Þetta er svolítið kjánalegt, finnst þér ekki? Frakkar hata að gera sig að kjánum. — Svo þá er allt í lagi? spurði Craig. — Er það? Ég get útskýrt Grier- son. Hann er bara byssumaður, sem þú hefur tekið á leigu fyrir þetta starf, en hvað um Ashford? Eins og málin stóðu fyrst — þegar ég skipulagði þetta — var Ashford að- eins vinur La Valére. Og hann var það líka. Ég náði honum inn í þetta á sama hátt og ég náði þér. Hann var ekki atvinnumaður — það vildi aðeins svo til, að honum þótti vænt um La Valére — og La Valére dáð- ist að honum. Ég knúði hann til að vinna fyrir okkur, ég þvingaði hann til þess, og nú er hann dauður — vegna þess að þú lézt La Valére finna hann — og samhengið varð- andi hann er vitað. Við munum að sjálfsögðu neita þvf og þeir geta ekki sannað neitt — en þeir vita það eftir sem áður. Það er maður í París, sem á þessari mínútu veit, að ég sviðsetti morð. Ef til vtlt veit hann líka núna hversvegna — og það er mjög góð ástæða. Og það verður lika að vera það. Ég geri svona lagað ekki í hverri viku. Þeg- ar ég drep, er það vegna þess, að það er ekki um annað að ræða — og St. Briac var einn af þeim, sem ekki varð komizt hjá að drepa. Ef ég hefði ekki gert það, hefði hann drepið fjöldann allan af fólki, og ef til vill komið af stað striði. Svo ég valdi þig. Þú varst eins og saumaður eftir máli handa mér. Ég hef aldrei rangt fyrir mér þegar ég vel menn. — Einhvern tfma er allt fyrst, sagði Craig. — Mér þykir leitt, að það skyldi vera ég. — Þegar ég segi aldrei, þá meina ég aldrei. Ekki einu sinni. Ekki einu sinni, þar sem þú átt f hlut. Ég geri bara ekki mistök. Þú gerir mis- tök, og ég hef útskýrt þau fyrir þér. Þú ættir að vfsu að vita um þau, og ég skal segja þér hvers- vegna þú gerir þau, ef þú vilt. En ég geri það ekki. Ég þori það ekki. En sú staðreynd, að þú tókst stúlk- urnar upp í, sýnir að þú varst ekki á mínum snærum. Og svo voru það peningarnir, sem þú tókst 'úr pen- ingaskápnum. Það sýnir, að þið voruð á hnotskóg eftir peningum. — Og Ashford? — Ashford var aðeins maður, sem gapti yfir of stórum bita. Hann elskaði mann, sem ekki var landi sfnu trúr. Hann komst að þvf, og það var honum um megn. En þegar kemur að rökræðum um það atriði, munu okkar menn viðurkenna, að hann hafi reynt að hafa samband við brezku leyniþjónustuna, og við munum halda því fram, að hann hafi haft allan rétt til þess. Við mnuum ekki viðurkenna, að við höfum samband við hann. Hinir aðilarnir muni vita það, en þeir geta ekki sannað það. Og þar að auki eru flestir þeirra ágætir ná- ungar. Alsfr er vitlausraspítali með galopnar dyr. Þeir eru að reyna að loka þeim. Vandinn er sá, að sum- ir brjálæðinganna hafa mjög góðar stöður — nógu góðar til að vernda St. Briac og menn af hans tagi; ef svo hefði ekki verið, hefðum við farið þess á leit fyrir löngu, að hann hefði verið fjarlægður, en brjálæðingarnir voru á móti okkur; og þeir eru nógu sterkir til að ráða yfir stjórninni. Nú er hann dauður, og þeir geta ekkert við því gert — nema spyrja um þig. Og ef þú ert Craig, ertu dauður, og ef þú ert Reynolds, ertu ekki til. Við getum sannað það. — Hvað þá um hina snjöllu hug- mynd Marshalls lögregluforingja? — Henni hefur verið kastað, sagði Loomis. — Við látum hana eins og vind um eyrun þjóta. — Og Duclos og Pucelli? — Ég býst við, að þeir séu komn- ir f fangelsi um þetta leyti, svaraði Loomis. — Ef þessi vinur þinn, — Turner — er eins rfkur og hann seg- ist vera. Nokkuð fleira? — Þú sagðist vita, hversvegna ég geri mistök. — Það er einfalt, sagði Loomis. — Þú hefur verið einn of lengi. Öll þessi ár hefurðu verið einangr- aður frá öllu — engum treyst nema sjálfum þér. Og nú ertu að reyna að koma aftur til baka, að treysta öðrum — að láta aðra treysta þér, en það gerir þig viðkvæman, Craig, það gerir þig mannlegan. Craig kinkaði kolli: — Ég mót- mæli ekki, sagði hann. — Ég vil heldur hafa það eins og það er. Hvernig líður konunni minni? — Engin breyting, sagði Loomis. — En það er mjög ólíklegt, að hún nái sér úr þvf sem komið er. — Það var að mestu leyti mér að kenna, sagði Craig. — Ég hefði gotað breytt henni hefði ég reynt. Mig langaði ekki að reyna. Hann reis á fætur. — Mig langar að hitta Tessu, sagði hann. — Auðvitað, sagði Loomis. — Við létum hana flytja. Hún er í fbúð í Regent's Park. Farðu bara. Við skul- um hóa í þig, þegar við þurfum á þér að halda. Hér er heimilis- fangið þitt. Hann rétt Craig papp- írsmiða. — Þú hefur séð það svart, sonur sæll, ég veit það. Menn eins og St. Briac kunna að pynda. Og ég veit, að þú sagðir þeim ekkert. Ef þú hefðir gert það, hefðirðu ekki komið aftur hingað. Ég er þér þakklátur fyrir það. Craig kinkaði kolli og fór. — Hann er góður, sagði Loomis. — Sá bezti, sagði Grierson. — Þú ert hrifinn af honum? Það undrar mig ekki. Hann vinnur vel. Það var slæmt, að við skyldum ekki hitta hann fyrir mörgum árum. Nú er það of seint. Nú vill hann ekki lengur vera einn, en þannig verður hann að vera, ef hann á að verða okkur að nokkru gagni. íbúðin í Regent's Park var stór, loftgóð og smekklega búin. Réttar mottur á harðviðargólfinu, rétt blanda af húsgögnum; gamaldags og nýtfzkuleg; sjónvarpstækið þar sem lítið bar á; eftirprentanir af þrem málverkum — Van Gogh, Claude og Canaletto, og héngu þar sem bezt var að hafa þau. Þegar Craig kom, var enginn heima. Hann leit inn f skápana og sá hve snyrti- lega hafði verið gengið frá fötun- um hans og hann dáðist að róandi útsýninu yfir garðinn, skenkti sér sfðan í glas og settist til að bíða. Það tók ekki langa stund. Hann heyrði lykli stungið f skrána og sat kyrr þar sem hann var, hjá drykknum sínum, rólegur og ánægð- ur. Háir hælar tipluðu inn í eldhús, hurð kæliskápsins var skellt og hann heyrðj vatn renna f ketil. Þeg- ar Tessa kom inn að lokum, var hún há ®g glæsileg f dökkbláum kjól með hvíta innkaupatösku á handleggnum og þegar hún sá hann, féll taskan á gólfið og glæsi- bragurinn hvarf. — Drottinn minn, sagði hún. — Ó, drottinn minn. Hún hljóp til hans og hann reis á fætur til að heilsa henni og þrýsta henni fast að sér, beygði sig til að kyssa hana, en andlit hennar var grafið f öxl hans og hún leit ekki upp fyrr en hann tók með hendinni undir höku hennar og hall- aði höfðinu aftur. — Tessa, sagði hann. — Hvað er aftur, sagði hún andstutt. — Ég hélt að því væri öllu lokið. Þú hef- ur meitt þig f fingrinum. Hvað kom fyrir? Lentirðu í slysi? Ástin mín, þú verður að passa þig betur, og fyrirgefðu mér. Við rifumst, manstu það ekki? Ég veit að það er til- gangslaust, en ég skammast mfn svo mikið, og ég get ekki að þvf gert. Hann hafði gleymt öllu nema þvf, að hann þarfnaðist hennar og hún yrði að lifa. Þegar hann kyssti hana, voru varir hennar harðar og þunn- ar og framandi, en að lokum mýkt- ust þær og tunga hennar smeygði sér milli tanna hans. Þegar hann hætti að kyssa hana, hallaði hún sér aftur á bak f örmum hans. — Fyrirgefðu, sagði Tessa. — Ég veit, að ég var heimsk, en ástin mfn, ég er svo hamingjusöm, og hvað f ósköpunum ertu með undir jakkanum? Hún hneppti frá honum og jakk- inn opnaðist. Hann var ennþá með Woodsmanbyssuna. — Ó, sagði hún. Craig fór úr jakkanum, losaði leðurhylkið og tók það af sér, svo tók hann byssuna úr því, smellti Fpamhald á, bls. 31. að? — Ég hélt þú myndir aldrei koma Konan, sem tekur öllum karl-njósnurum fram er sneggri í snúningum, harðari af sér, betri skytta, kann betur að nota sér nútíma tækni, er meiri leikari og kunnugri öllum glæpahreyfing- um í Evrópu, Asíu og Afríku, heitir MODESTY BLAISE. Það er hún, sem leyniþjónusta Breta leitar til, þegar í nauðirnar rekur, og hún bregzt ekki. MODESTY BLAISE er söguhetjan í næstu framhaldssögu VIKUNNAR, og sagan heitir... MODESTY BLAISE VIKAN 12. tbl. 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.