Vikan


Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 29

Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 29
Q Það er þegar orðin breyting á frúnni. Hún er komin með litað hár og enginn þekkir hana leng- ur fyrir sömu m<inneskju. Myndin er tekin í inn- kaupaferð í London, en þangað fóru þau fljótlega og keyptu allt sem hugurinn girntist. Það var stöðug freisting fyrir Vivian að kaupa meira og meira af fatnaði og verzlan- irnar voru ákafar að gera henni til hæfis. Hér er hún að máta minkakápu en keypti hana nú ekki vegna þess, að henni fannst hún vera helzt til ung fyrir þesskonar fatnað. Hér eru þau Nicholson- hjónin stödd í bílabúð, og eru að bræða það með sér hvort þau eigi að kaupa Rolls Roys, eða þrjá aðra bíla. Þau keyptu heldur þrjá aðra. O Nú situr frúin einsömul í nýju fötunum sínum með uppsett hárið í nýja einbýlishúsinu sínu og að baki sést barinn, en Keith er látinn og hún á enga ósk heitari en að þau hefðu aldrei fengið vinning- inn. Frúin varð svo þýðingarmikill viðskiptavinur í sumum kjólaverzlunum, að í stað þess að sýna henni kjólana á herðatrjám var komið með nokkrar sýn- ingarstúlkur, svo hún gæti betur áttað sig, enda stóð ekki á því að kaupa. Eftir slysið. Jaguarinn liggur í maski úti í móa, en þ Keith og frændinn voru báðir látnir, þegar að var komið. Þetta varð endirinn á happdrættisævintýrinu fyrir kolanámumanninn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.