Vikan


Vikan - 24.03.1966, Síða 29

Vikan - 24.03.1966, Síða 29
Q Það er þegar orðin breyting á frúnni. Hún er komin með litað hár og enginn þekkir hana leng- ur fyrir sömu m<inneskju. Myndin er tekin í inn- kaupaferð í London, en þangað fóru þau fljótlega og keyptu allt sem hugurinn girntist. Það var stöðug freisting fyrir Vivian að kaupa meira og meira af fatnaði og verzlan- irnar voru ákafar að gera henni til hæfis. Hér er hún að máta minkakápu en keypti hana nú ekki vegna þess, að henni fannst hún vera helzt til ung fyrir þesskonar fatnað. Hér eru þau Nicholson- hjónin stödd í bílabúð, og eru að bræða það með sér hvort þau eigi að kaupa Rolls Roys, eða þrjá aðra bíla. Þau keyptu heldur þrjá aðra. O Nú situr frúin einsömul í nýju fötunum sínum með uppsett hárið í nýja einbýlishúsinu sínu og að baki sést barinn, en Keith er látinn og hún á enga ósk heitari en að þau hefðu aldrei fengið vinning- inn. Frúin varð svo þýðingarmikill viðskiptavinur í sumum kjólaverzlunum, að í stað þess að sýna henni kjólana á herðatrjám var komið með nokkrar sýn- ingarstúlkur, svo hún gæti betur áttað sig, enda stóð ekki á því að kaupa. Eftir slysið. Jaguarinn liggur í maski úti í móa, en þ Keith og frændinn voru báðir látnir, þegar að var komið. Þetta varð endirinn á happdrættisævintýrinu fyrir kolanámumanninn.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.