Vikan


Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 40

Vikan - 24.03.1966, Blaðsíða 40
BARA HREYFA EINN HNAPP oe B-fl/%t4/%FULLMATIC SJÁLFVIRKA ÞVOTTAVÉLIN ÞVÆR, SÝÐUR, SKOLAR OG VINDUR ÞVOTTINN. B-fl/%fl4/%FULLMATIC ÞVOTTAVÉLIN FER SIGURFÖR UM ALLA EVRÓPU. - H A K A GERIR ÞVOTTADAGINN AUÐVELDARI EN ÁÐUR ÞEKKTIST. SJÁLFSTÆÐ ÞVOTTAKERFI 1. Suðuþvottur 100 2. Heitþvottur 90 3. Bleijuþvottur 100 4. Mislitur þvottur 60 5. Vi8kv»mur þvottur 60 6. ViSkvamur þvottur 40 7. Stffþvottur/ Þeytivinda 1. Ullarþvottur 9. Forþvottur 10. Non-lron 90 11. Nylon Non-lron 60 12. Gluggatjöld 40 t~E%14/%FULLMATIC AÐEINS H/%14y%FULLÍV1ATIC ER SVONA AUÐVELD í NOTKUN. SNÚIÐ EINUM SNERLI OG HAKA SÉR ALGERLEGA UM ÞVOTTINN OG SKILAR HONUM ÞEYTIUNDNUM. - SJÁLFVIRKT HITASTIG OG VATNSMAGN, SEM HÆFIR HVERJU ÞVOTTAKERFI. - SJÁLFVIRKAR SKOLANIR. - TÆM- ING OG ÞEYTIVINDUÞURRKUN. - MEÐ 2 KERFUM AF 12 ER HÆGT AÐ SJÓBA ÞVOTTINN SVO VÉL- IN SKILAR JAFNVEL ÓHREINASTA ÞVOni TANDURHREINUM. - ÞVOTTURINN KEMUR AÐEINS V» GLANSSLÍPAÐ, SEGULVARK), RYÐFRÍTT STÁL. ,.-$Jhsx— ábyrgð KOMIÐ - SKOÐIÐ - SANNFÆRIST hátt og fyrirtækið. Hann er of gam- all til að byrja uppá nýtt með nýtt fyrirtæki og nýjan hugsunargang. Eg og mínir jafnaldrar erum eins og hestar, sem hafa numið staðar í miðju fljóti og geta ekki ákveðið sig um hvorn bakkann þeir eigi að nálgast, svo þeir berast bara niður á við með straumnum. Við sjáum óréttlætið og viljum gjarnan lagfæra það, en við sjáum líka erf- iðleikana við lagfæringarnar. Það eru börnin, sem eru að alast upp núna, sem koma til með að lag- færa þetta ástand. Það tekur tíma og nýja kynslóð til að venja fólk af aldargömlum erfðarvenjum. Vinnukona eins sem hjá mér var um tíma í Mississippi, var feit, sæl- leg, glaðlynd, svört og hét Martha. Fyrstu dögum samvinnu okkar eyddum við mest í þöglu handa- pati, því ég átti eins erfitt með að skilja negrahreims-ensku henn- ar og hún átti með að skilja ís- lenzkuhreims-ensku mína. Eftir það féll okkur alveg prýðilega, nema hvað ég átti bágt með að venjast að hún kallaði mig ,,Madam" í öðru hverju orði. Þegar hún varð vör við þetta sagði hún: ,,En Mad- am, hvað annað ætti ég svo sem að kalla þig, Madam er svo þægi- legt, ég þarf ekki að muna nein nöfn og í þínu tilfelli er Madam nauðsyn, því enginn getur borið fram þitt nafn". Martha var kaþólskrar trúar og átti sjö börn. Eiginmaður hennar fór, þegar þau áttu aðeins tvö börn, en fyrst hún var kaþólsk þá gat hún ekki fengið skilnað, né heldur notað getnaðarverjur, svo núna voru börnin sjö. Reyni svo hver öðrum betur að leggja þetta sam- an og fá rökrétta hugsun út, eins og Martha virtist gera og vera harð- ánægð með. Við vorum að keyra með vinum í gegnum negrahverfi og höfðum stoppað fyrir rauðu Ijósi. Ljósin urðu græn en hvorugur bílanna fyrir framan okkur hreyfðist f um 20 sekúndur. Ameríkanar eru óþol- inmótt fólk, ekki sízt við gatna- Ijós, svo bílstjórinn byrjaði að „tala Ijótt", m.a. um negra sem tækju lífinu svo rólega að það þyrfti að ýta þeim yfir gatnamótin. „Passaðu þig nú væni minn", varð konu hans að orði, „það mætti halda af orðafari þínu að þú vær- ir á móti negrum". „Það er allt f lagi, ég er á móti kvenbílstjórum líka, kvenmenn setj- ast bak við stýrið og fylgja svo bara bílnum f stað þess að stjórna honum og . .. " Vinkona mín ein á bróður, sem er hámenntaður maður, þó hvorki hún né ég séum alveg klárar á hvað það er, sem hann hefur sitt „Master's Degree" frá háskólanum í, en það hefur eitthvað með tré og dýr að gera, því hann vinnur hjá Forrest Service Bandarfkjastjórn- ar ( Wildelife Division. Það er laus staða á skrifstofu þeirri sem hann vinnur á í Bedford, Indiana og hef- ur stjórnin mælt svo um að ráðinn VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.