Vikan


Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 20

Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 20
IMHi wmm Undan og ofan af hinu og þessu héðan og þaðan eftír Gfsla Slgurösson * BiLLINN OG SAMBANDIÐ VIÐ NÁUNGANN * HINAR HEILÖGU KÝR REYKJAVÍKUR * ALÞINGI A ÞINGVÖLLUM * ER LÖGBERG TÝNT? % BÆNDUR OG ISLENZK FRÆÐI * heimildagildi ISLENDINGASAGNA % FAGIDIÖTUNUM FJÖLGAR Lýðveldishátíð 1944 á svokölluðu Lögbergi. En nú er eins víst, að Lögberg hali aldrei verið þarna. tífl Einn daginn skildi ég bílinn eftir heima og gekk á vinnustað, þessa þrjó kílómetra til og fró. Það er rétt sem sumir segja, að það er betra að hugsa á göngu en í bíl; í umferðinni hefur /naður nóg að gera að passa sjálfan sig og aðra. Jóhann Hannesson, prófessor, sagði eitt sinn við mig: „Bíllinn er einangrunartæki. Þegar ég fer í bíl vestur í Háskóla, hitti ég oftast engan, en þegar ég geng, þá er eins vfst að einhverjir verði á vegi mínum, sem ég hef gaman af að ræða við. Stundum hitti ég t.d. Hermann Jónasson og ýmsa aðra ágæta borg- ara þarna á leiðinni". Sumum líkar það vel að geta lifað einangraðir frá umheiminum; að komast hjá því að þurfa að blanda geði við aðra. Öðrum líður bók- staflega illa, nema að þeir geti sífellt verið að tala við fólk, kunnugt, eða ókunnugt. Ég þekki einn mann, sem er með þessu marki brennd- ur; það er alveg dæmalaust lag, sem hann hefur á því að stofna til viðræðna við bláókunnugt fólk. Þessi maður fór jafnan með strætis- vagni til vinnu sinnar og setti sig ekki úr færi að ræða við það fólk, sem var samferða honum í vagninum. Eftir tiltölulega skamman tíma átti hann orðið marga góða kunningja í hraðferð Austur-Vesturbæ. Þessi manngerð er þó tæpast samkvæmt [slendingseðlinu, eins og því er jafnan lýst. Eg hef heyrt víðreista menn segja frá þvf, að það sé ósköp ömurlegt að koma til Reykjavíkur, eftir dvöl á suðlægari slóð- um og sjá, hvað fólk er yfirleitt þungbúið og samanbitið f andlitinu; að það sé hreinasti viðburður að sjá nokkurn mann brosa á almanna- færi. Það var ekki neitt í sambandi við æðafélagið, að ég skildi bílinn eftir heima þennan dag heldur vegna þess, að útmánaðasólin skein svo glatt og það var sólbráð. Það er alltaf eitthvað sérstakt við sól- bráð og útmánaðasnjó. Það er eitt af því, sem maður kemst ekki f samband við á bílum og malbiki. Það vill svo til, að ég er ekki fæddur í Vesturbænum, lék mér aldrei á Landakotstúninu, þekkti ekki séra Bjarna og finnst Esjan ekkert til- takanlega falleg. Eg veit, að ég verð settur á svartan lista fyrir þetta hjá kollegum mínum á Mogga og öllum sönnum Vesturbæingum; þeir einir eru sannir Reykvíkingar. Og nú þegar bæjarstjórnarkosningar eru í nánd, þá rifjast það upp enn einu sinni, að einhver ágætur mað- ur, mig minnir að það hafi verið Sveinn Skorri, líkti Esjunni við fjós- haug. Þessi óvirðulega samlíking, sem heggur svo nærri heiðri Esj- unnar, hefur verið gerð að stórmáli í öllum þeim bæjarstjórnarkosn- ingum, sem ég man eftir hér. Nú er mér sagt, að einhver hafi Ifkt Reykjavík við Síberíuþorp og ekki er það betra. Menn verða að tala gætilega, þegar heilagar kýr eru annars vegar. Þrátt fyrir þessa alvarlegu vankanta á uppruna mínum f sambandi við Vesturbæinn, séra Bjarna og Esjuna, þá finnst mér óvíða fegurra en í Reykjavík og nágrenni borgarinnar. En það verð ég að segja, að ólíkt lízt mér Vífilfellið tignarlegra fjall en Esjan. Ég geri ráð fyrir, að Kjarval sé þeirri skoðun sammála og það sé að minnsta kosti ein á- stæðan fyrir því, að Vífilfellið er eitt af hans vinsælustu mótífum. Ég man eftir Vífilfellinu á fjölda mörgum myndum hans, en minnisstæð- ust er mér ein, sem nú er í eigu Listasafns ríkisins og var á sýningunni um daginn; Vífilfellið séð úr hrauninu nálægt veginum austur fyrir Fjall. Þessi mynd er innblásin og makalaus. Allar þessar hörðu og beinu Ifnur fjallsins, minna mig á skúlptúr eða nútíma arkitektúr. Og svo hafa Kanarnir verið að skreyta hlíðina með því að krota nöfnin sín í mosann. Ætli það sé ekki líka hættulegt fyrir menninguna? Á dögunum voru þeir að ræða um það á löggjafarsamkundu vorri, hvort ekki væri rétt að endurreisa Alþingi á Þingvöllum. Ekki hafa þeir margt að dunda við f þeirri stofnun, fyrst þeir mega vera að því að útbúa svona yndislega barnalegar tillögur. Þetta hefur kannske átt að sanna þjóðernisást flytjendanna; naumast trúir nokkur því, að þeir hafi meint það f alvöru, að Alþingi væri betur komið á Þingvöllum en hér í Reykjavík. Og Sigurður vinur minn Magnússon eyddi púðri á þetta mál í þættinum sínum í Útvarpinu. Það var kannski vel þess virði. Það situr þó einna mest í mér eftir þær umræður, að þar áttust við tveir langskólagengnir menn, lögfræðingur og prestur, og hins vegar tveir menn, sem ég veit ekki til að hafi setið á skólabekkjum umfram barnaskóla. Burtséð frá þessari Þingvallarómantík Ágústs á Brúna- stöðum, þá stóð hann sig svo sem hver prófessor mætti vera fullsæmd- ur af. Guðmundur J. í Dagsbrún kom þó enn meira á óvart og sýndi af sér bæði húmor og rökfestu. Þeir langskóluðu, Styrmir og séra Ei- ríkur, voru greinilega miklu lakari rökræðumenn. Sérstaklega var mál- æði sr. Eiríks innantómt. Þetta leiðir enn einu sinni hugann að þvf, hvort skólarnir standi í stykkinu, en það er önnur saga, sem ekki verð- ur rakin hér. Það var skiljanlegt, að góðskáldinu Jónasi skyldi detta það í hug á sínum tíma að endurvekja Alþingi á Þingvöllum. Hann var rómantísk- ur og auk þess var Reykjavík þeirra tíma hálfdanskur smábær fátæk- legra þurrabúða og kotbýla. Stundum fer betur á þvf að láta skyn- semi ráða, fremur en tilfinningar. Sfðan hefur Lögberg blánað af berj- um hvert ár og vonandi verður ekki farið að gera nein asnastrik þar. Sumir mega vart til þess hugsa að hafa Þingvöll svona ósnortinn af steinsteypu og nútíma mannvirkjum. Það eru uppi raddir um, að þar þurfi að fremja einhvernskonar viðreisn, sem Ifklega felst í þvf að byggja nokkur steinbákn á völlunum og koma upp myndastyttum af 2Q VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.