Vikan - 05.05.1966, Qupperneq 22
o
BLAWe
4. hluti
Eftip Peler O'Donald
Ljósin slokknuðu og Mendoza
setti kvikmyndavélina aftur í gang.
McWhirter stríkkaði á kjálkavöðv-
unum til að halda aftur af geisp-
anum. Gabríel settist í stóra arm-
stólinn, og þegar kynningin birtist
á tjaldinu lifnaði andlit hans við,
og hann tók að brosa.
5.
— Þetta er klasslskt dæmi, sagði
Tarrant. — Hinn háæruverðugi vin-
ur okkar er að gera rétfan hlut af
rangri ástæðu. Hann krækti hælun-
um yfir fótaslárnar á hástólnum og
horfði á Modesty Blaise hella sjóð-
andi vatni yfir nýmalað kaffi ( leir
könnu.
Þau höfðu ekið beint frá West-
minster heim til Modesty, og voru
nú ( stóra eldhúsinu, sem var ( ís-
bláum og hvítum lit og glampaði
af krómi. Hún svaraði ekki þessari
athugasemd hans. Tarrant sá sér til
gleði, að hún var annarshugar, og
það var örlftil óánægjuhrukka milli
augna hennar.
— Það er kannske hans aðferð,
hélt Tarrant áfram. — Ef allt fer
að óskum, er hann einskis spurður,
en ef það fer út um þúfur, getur
hann varið það á röngu forsend-
unni, og ruglað þannig andstöð-
una.
— Þú varst að minnast á Willie
Garvin fyrr í kvöld. Modesty hall-
aði sér upp að kryddhillunni og
kveikti ( sígarettu.
— Já. Tarrant var alúðlegur en
afvísandi. — Hann er viðkunnan-
legasti náungi, að sjáifsögðu. En
upprunalega er hann ómenntaður
glæpamaður, með sakaskrá á lengd
við handlegginn á þér.
Hún leit óvingjarnlega á hann.
— Mín er lengri — nema hún hefur
ekki verið skráð. Og sakaskrá Willie
er hrein fyrir stðust sjö ár. Og það
sem meira er, og það eina sem
skiptir máli fyrir þig, er að hann
er mun betur menntaður en nokkur
sá, sem þú getur nefnt.
— Ég skal viðurkenna, að hann
hefur vissa óvenjulega snilli, viður-
kenndi Tarrant. — En þetta starf er
mjög sérstaks eðlis.
— Ég skal veðja, að Willie get-
ur hugsað betur en nokkur sá mað-
ur, sem þú getur framkallað, og
það er þó ekki nema Iftill hluti af
því, sem máli skiptir. Þú þarft
meira en slægð til að standa á
móti píanóstreng, sem er strengd-
ur um hálsinn á þér.
— Þú ert þá ekki sammála
Prompna Percy, um að þetta hafi
verið tilviljun?
Hún bandaði óþolinmóð frá sér
hendinni. — Auðvitað ekki. Tíu
milljón punda virði af demöntum
er mikið starf, og það takmarkast
við þá stóru. Það er aðeins þrír,
sem gætu ráðizt í þetta — en að-
eins einn þeirra er líklegur.
- Já?
— Mér virðist þessi píanóstrengs-
aðferð líkust Borg. Hann er maður
Gabríels. Hún lagði á bakka fyrir
tvo og tók að skenkja kaffið.
— Gabríel, sagði Tarrant lágt og
horfði á hendur hennar. Hann þagði
nokkrar sekúndur og sagði svo út
í hött:
— Hvern hefurðu þér til aðstoð-
ar hér?
— Ég hef þjón, sem heitir Weng.
Hann er indó-kínverskur, og nú sem
stendur er hann ( Benildon ( Wilt-
shire, þar sem ég á lítið hús og
nokkrar ekrur af skógi. Weng er þar
vegna þess, að ég á þar þrjá hesta
og hestasveinninn er ( fríí. Hann
kemur á morgun. Af hverju skipt-
irðu um umræðuefni, þegar ég
minntist á Gabríel?
— Til að fá svolítinn tíma. Nei
takk, hvorki rjóma né mjólk. Ég
var að safna því saman af rykug-
um hillum hugskots míns, hvað ég
vissi um Gabríel.
— Ég efast um, að þú finnir mik-
ið þar.
— Það er rétt. Okkar mappa og
mappa Interpol um Gabríel eru
bæði þunnar og ófullnægjandi. Það
er sagt, að hann sé mjög auðugur
og mjög virðulegur maður, með
mörg mismunandi áhugamál, af
latneskum uppruna, en nú orðinn
Venesúelamaður — eða Bólívíubúi?
— Hið síðara, en það skiptir ekki
máli. Það sem skiptir máli, er að
Gabríel er í rauninni þungavigtar-
maður í glæpum. Sá stærsti, sem til
er frá Bólivíu til Hong Kong.
— Hefurðu hitt hann?
— Einu sinni, aðeins í svip. Ég
lenti óvart í kasti við hann. Við
höfðum skipulagt mikið fyrirtæki;
við ætluðum að ná í gullsendingu
( Calcutta og Gabríel líka. Hann
sendi til mín og lét segja mér að
leggja niður vopnin. Ég mótmælti
ekki — ég hlýddi.
Hún tók kaffibollana og setti þá
á bákka og bar hann inn ( rúm-
góða setustofuna. Tarrant fylgdi á
eftir.
— Mjög ráðlegt, sagði hann. —
Þú rakst kerfið í ágóðaskyni og strfð
milli flokka er alltaf mjög dýrt,
en í þessu máli horfir það öðruvísi
við. Ég skal leggja allt fram, sem
þú vilt, miklu betri stuðning en
Willie Garvin getur veitt þér.
Hún stóð grafkyrr og horfði rann-
sakandi á hann. — Þú ert enginn
bjáni Sir Gerald. Hversvegna tal-
arðu þá þannig?
Hann ætlaði að fara að segja
eitthvað, og fann að hann hafði
gengið of langt, en hún þaggaði
niður í honum með þv( að hrista
snöggt höfuðið.
— Nei, setztu og fáðu þér kaffið.
Og hlustaðu á mig. Hún beið með-
an hann hlýddi. — Ég fann Willie
Garvin ( fangelsi ( Saigon og keypti
hann út. Hann var kvikindislegur
og hann var heimskur, en hann
var óborganlega duglegur. Ég hafði
ástæðu til að ætla, að ég gæti
gert eitthvað varðandi kvikindishátt-
inn og heimskuna. Nei, ekki á-
stæðu — aðeins hafði það á til-
finningunni.
Hún settist í svarta Chesterfield-
sófann og sneri sér að Tarrant,
meðan hún hrærði hægt í kaffinu.
— Ég hafði rétt fyrir mér, sagði
hún. — Mun betur en ég hafði (-
myndað mér. f fyrsta lagi sýndi
Willie mér fullan trúnað. Þú getur
varla ímyndað þér, hvað það hafði
að segja fyrir mig ( starfi á borð
við mitt. Ég komst einnig að því,
að Willie gat hugsað — mjög skýrt
og mjög hratt. Það hlýtur að hafa
verið alltaf til staðar, en það var
aðeins í felum; ef til vill vegna þess
að hann hafði aldrei haft mark
eða mið áður.
— Og hvaða mark gafstu hon-
um?
— Ekkert. Hún hikaði. — Það var
eins og það eitt, að vinna fyrir
mig, virtist vera nóg; og framfar-
irnar sem hann tók, voru undra-
verðar. Og ég hef lært ósköpin öll
af Willie Garvin. Hann hefur það,
sem er jafnvel betra en að geta
hugsað, hann hefur eðlisávlsun.
22 VIKAN 18. tbl.
I
Hún leit á Tarrant og brosti allt
í einu. — Þú trúir því ekki, en hann
finnur á sér, þegar vandi fer f
hönd. Eyrun á honum fara að titra.
Tarrant starði á hana.
— Þú ert að gera að gamni þínu.
— Nei. Það hefur bjargað lífi
mínu tvisvar. Og ég veit ekki, hve
oft það hefur bjargað hans. Og
önnur eðlisávísun hans er sú, að
hann veit, hvað ég er að hugsa
án þess að ég segi honum það.
Þegar maður er í kröggum staddur,
er það nokkuð, sem ekki er hægt að
kaupa fyrir peninga. Og loks er
hann alveg ( sérflokki, þegar til
kastanna kemur. Ég hef séð hann . .
hún þagnaði, yppti lítið eitt öxl-
um og tók upp kaffibollann sinn.
— Við skulum ekki tala um það,
Sir Gerald. Sjö ár eru langur tími,
og Willie Garvin er löng saga. Ég
ætla ekki að segja hana nánar.
— Ég skil, hvað þú ert að fara,
sagði Tarrant hægt. Hann reyndi
að láta efasemdina koma fram (
röddinni, og fann, að úrslitastund-
in var að nálgast. — En nú er
þetta allt í fortíðinni, og meir en
ár liðið síðan Garvin vann fyrir
þig. Ég get ekki annað séð, en að
honum hafi farið illilega aftur, og
ég neyðist til að halda fast við
það, að þú dragir hann ekki f
þetta. Mér þykir fyrir því . . . hann
lét röddina deyja vandræðalega út.
Þögnin entist ( fulla mfnútu.
Modesty tæmdi bollan sinn, setti
hann hægt á undirskálina og stóð
upp. Tarrant gerði eins.
— Þá er það búið, sagði hún
kuldalega.
— Ég skil ekki. Framkoma Tarr-
ants var eins frostköld og hennar.
— Ég gat ekki betur skilið, en að
þú hefði þegar fallizt á þetta.
— Nei. Ég samþykkti að vinna
fyrir þig ákveðið starf. En ég er
ekki starfsmaður þinn, Sir Gerald.
Ef ég tek verkið að mér, þá sé ég
um mig sjálf, og minn útbúnað.
Tarrant hélt frostsvipnum (
nokkrar sekúndur, leysti hann sfð-
an upp í undanlátssemi og and-
varpaði lítið eitt, — Jæja. Ef það
eru úrslitakostirnir, verð ég að láta
undan. Hvenær ætlarðu að tala við
Garvin?
— Þú átt að tala við hann.
Það var engan bilbug á henni
að finna.
— Ég á ekki Willie, en ég þarfn-
ast hans, og ég held, að ef þú
biður hann vel að hjálpa mér,
muni hann gera það.
— Ég skal biðja hann vel, sagði
hann. — Hvar og hvenær?
— Þú átt að fara með mig í há-
degisverðarboð til Abu Tahir sjeiks
á morgun. Rödd hennar varð aftur
vingjarnleg. — Hefurðu tíma til að
skreppa með mér til The Treadmill
á eftir?
— Þú heyrðir, hvað húsbóndi
minn sagði. Ég á að taka þetta mál
að mér persónulega.
— Annað kvöld þá. Og kannske
geturðu á meðan komizt að þvf,
hvað Gabríel er nú að gera, og
hvar hann er, eða hvað hann á að
vera að gera.
— Ég skal setja Fraser í málið.
Hann er á vakt í nótt. Má ég sækja
þig hingað klukkan 12.45 á morg-
un?
— Ég skal vera tilbúin. Og mér
skilst að starfið verði að hefjast
svo að segja undir eins.
— Já. Demantarnir eiga að fara
um borð f The Tyboria eftir hálfan
mánuð og koma til Beirut þrem
vikum seinna. Það gefur ekki mik-
inn tfma fyrir allan undirbúning.
— Nei. Hún settist á armbríkina
á einum stólnum og leit forvitnis-
lega á hann. — Hefurðu nokkuð
gert þér I hugarlund hvernig þetta
geti orðið?
— Mér hefur helzt dottið ( hug,
að tilraunin verði gerð á öðrum
hvorum endanum — Cape Town
eða Beirut. Suður-Afrísk yfirvöld eru
ábyrg í Cape Town. Það er ekki
eins ákveðið með Beirut. En ég get
séð um þessa tvo enda eftir optn-
berum leiðum.
— Þá hefurðu áhyggjurnar af
þvf, sem verður á milli?
Tarrant yppti öxlum í óvissu. —
Ég býst við því, þótt ég skilji varlg
hvernig. Staðreyndin er sú, að ég
fer aðeins eftir eðlisávfsun minni.
Ef ég væri Willie Garvin, myndu
eyrun á mér leika á reiðiskjálfi
núna. Hann brosti. — En ég veit
ekkert, hvað ég er að gera. Þess-
vegna vil ég fá þig með. Ef þú
getur komizt að þvf, hvernig áætl-
unin er, þá veit ég hvar ég og að
hverju ég á að einbeita mér.
Modesty handfjatlaði ametystuna,
sem lá upp að hörundi hennar rétt
yfir hálsmálinu á kjólnum. Augú
hennar voru fjarlæg.
Þegar Tarrant horfði á hana og
sá, hversu mikil kona hún var,
fannst honum allt málið hafa tekið
á sig óraunveruleikablæ. Þetta var
fáránlegt. Engin skynsemi ( þvf að
tala um þessa hluti við blóðheita
og fallega kvenveru. Hún var ekki
til þess gerð að ganga með dauða
og ofbeldi á öxlunum. Hann horfði
á langan sléttan háls hennar og
hugsaði um píanóstreng, og magi
hans herptist saman.
— Hve hratt ég get unnið, sagði
hún, — er að mjög verulegu leyti
undir þv( komið, hverskonar við-
brögð ég fæ frá mínum gömlu sam-
starfsmönnum. Þeim hættir til að
halda munninum vel lokuðum, en
það er mögulegt að fyrir mig . . .
hún stóð upp og yppti örKtið öxl-
um . . . að ... láti þeir eitthvað
síast út um annað munnvikið.
— Um hvað ætlarðu að spyrja?
— Um demanta. Og um Gabrfel.
Ef hann er hreinn, verð ég að fara
að hugsa aftur. En ég ætla að
einbeita mér að Gabríel til að
byrja með, svo mér þætti gott, ef
þú gætir fundið út allt, sem þú
getur, um hann.
— Sjálfsagt. Óraunveruleikaand-
artakið var liðið hjá, og Tarrant var
aftur aðeins kaldur starfsmaður
sinnar ríkisstjórnar. — Og þakka
þér fyrir kaffið. Góða nótt.
Þegar lyftudyrnar höfðu lokazt
á eftir Tarrant, fór hún út á svalirn-
ar og reykti eina sfgarettu. Hugs-
anir hennar beindust inn á við, og
hún horfði gagnrýnin á sjálfa sig.
Henni Til írnægjy var henni Ijóst, að
það var engin spenna, aðeins hlý
gleðitilf inning.
Hún slökkti í sígarettunni og fór
aftur inn. Timburklæddir veggirnir
í svefnherberginu hennar voru ffla-
beinsgulir og gólfteppið var föl-
grænt, gluggatjöldin og rúmteppið
silfurgrá. Ur svefnherberginu lágu
dyr inn ( stórt baðherbergi, með
baðkeri greyptu ofan f gólfið, og
klefa fyrir steypibað. Hér voru vegg-
irnir með mjög Ijósbleikum flfsum
og á gólfinu voru svartar, sam-
felldar flísar, mjúkar og hlýjar und-
ir fæti.
Hún blandaði vatnið og lét það
renna ( baðkerið meðan hún af-
klæddist f svefnherberginu. Undir
kvöldkjólnum var hún í svörtum
brjóstahaldara og sokkabuxum,
hún var á móti böndum og krók-
um og öllu, sem þrengdi að og
af þeirri ástæðu notaði hún ein-
göngu þunnar sokkabuxur, til að
vera laus við sokkabandabelti og
þesskonar fKkur.
f baðherberginu stillti hún sér
nakin upp fyrir framan stóra vegg-
spegilinn og virti fyrir sér Kkama
sinn með velþóknun, sem átti ekk-
ert skylt við sjálfsálit.
Engin merki um fitu. Hún hafði
ekkert linazt þetta síðasta ár. Hún
hafði gætt þess að fá næga þjálf-
un — synt daglega, fór f útreiða-
túra í Benildon og einstaka sinn-
um glímdi hún við Willie Garvin
upp á gamlan kunningsskap. Eða
hafði það aðeins verið upp á gaml-
an kunningsskap . . . ?
Hún renndi fingrunum rannsak-
andi niður eftir lærvöðvunum og
vöðvunum á kálfunum, rétti svo úr
sér og sló mjúklega á flatan kvið-
inn með hnefunum. ,
Allt f lagi með vöðvana.
Hún beygði sig mjúklega aftur
á bak, þar til lófar hennar námu
við gólfið fyrir aftan hana; hún
lyfti öðrum fætinum beint upp, svo
táin vissi upp f loftið, og gerði
síðan eins með hinn fótinn, hnykkti
sfðan örlftið á svo hún rann fim-
Framhald á bls. 43.
VIKAN 18. tbl. 2^