Vikan


Vikan - 05.05.1966, Side 24

Vikan - 05.05.1966, Side 24
ekki lciBnr fnistcðm handknattleik VlOtal vlO Gunnlaug Hjálmarsson eftlp Jón Blrgl Pétursson, Iþpdttafpéttapltapa Landsleikur í Laugardalshöllinni nýju. Landsliðin tvö eru að heyja lokabaráttuna, mörkin, sem verða skoruð næstu mfnúturnar eru dýrmæt. Hann brunar upp völlinn með boltann, rek- ur hann ! gólfið með taktvissu millibili og nálgast nú óðum raðir „óvinarins". Það er greini- legt að kvíði og viss spenna rfkir í vörninni, — og ekki að ástæðulausu, því nú stekkur þessi mikla kempa upp og skotið ríður af, og boltinn flýgur af eldingarhraða yfir varnarmúrinn og óverjandi efst í horn marksins. Enn eitt fslenzkt mark, Gunnlaugur hefur enn einu sinni skorað. Hann hefur sannarlega ekki verið neitt lamb við að leika í dag fremur en endra nær. „DANIR SKRIFA ILLA UM OKKUR AF HREINNI ÖFUND OG MINNIMÁTTARKENND, ÞVl ÞEIR ERU LÉLEGIR (ÞRÓTTAMENN, SEM KUNNA HVORKI AÐ VINNA LEIK NÉ TAPA.“ ?r. Gunnlaugur Hjálmarsson er fyrir löngu orðinn þjóðfrægur fyrir fþrótt sfna og f heimi hand- knattleiksíþróttarinnar er hann frægur um allar jarðir og hefur verið valinn f „heimsiið", sem að vfsu hefur aldrei leikið saman. Með fslenzka landsliðinu er hann hinn afgerandi þáttur og hefur alltaf verið I 29 leikjum sfnum með liðinu gegn 15 ólfkum þjóðum, allt frá Egypt- um til Bandarfkjamanna. Það var einu sinni sagt við mig að Gunnlaugur væri eiginlega ekki skráður félagi neins staðar, nema f landsliðinu. Og þetta finnst mér nokkuð rétt, þegar á allt er litið, þvf (S- LAND,' eða fslenzka landliðið er eina liðið, sem hann hefur leikið með f gegn um súrt og sætt. Með landsliðinu hefur hann alltaf verið „heima", og einmitt f leikjum með þvf hefur hann unnið sfn stærstu afrek. Með félögunum hefur hann að vfsu unnið margvísleg afrek, en sem dæmi má nefna að hann hefur enn ekki verið með [ að vinna íslandsbikarinn, en Reykjavfkurbikarinn vann lið hans, Fram, f vetur, og þá sendu fólagar hans hann fram til að taka við bikarnum úr hendi formanns (BR, Baldurs Möller, ráðuneytisstjóra. Ég veit ekki hvernig á þvf stendur, en Gunnlaugur hefur um árabil verið vinsælastur allra 24 VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.