Vikan


Vikan - 05.05.1966, Page 25

Vikan - 05.05.1966, Page 25
Lengst til vinstri: Gunnlaugur hefur oft orðið markhæsti mað- ur Islandsmótsins í 1. deild. Hér afhendir Ásbjörn á Álafossi honum blómvönd fró „óþekktum a'ðdá- anda". Þetta augnablik var stórt fyrir Gunnlaug, því hér heldur hann á Reykjavíkurstyttunni, en í vetur vann hann sitt fyrsta mót í meist- araflokki. omm Myndin aS neðan: Gunnlaugur og fjöl- skyldan, Andrés litli 5 ára, Hulda 7 ára og Guðný Andrésdótt- ir eiginkona Gunn- laugs. handknattleiksmanna okkar og fólkið á áhorfendapöllunum kann vel að meta kraft hans og ákveðni. Hann kann á fólkinu lagið og gerir brellur, sem það kann að meta. En íþróttafólkið, — og þá sérstaklega mótherj- arnir, álasa Gunnlaugi oft fyrir þetta, einkum það að herma eftir dóm- urum og annað [ þeim dúr. Dagblöðin hafa fundið að, en strákurinn Tumi hefur hingað til ekki getað setið á sér, þrátt fyrir það. Það er líka engu líkara en að Gunnlaugur hafi ekki vott af minnimáttarkennd gagn- vart andstæðingum stnum, síður en svo. Þetta er reyndar mikill eiginleiki í íþróttum og það er e.t.v. þessu að þakka hve langt Gunnlaugur hefur komizt. Það er þetta, sem getur snúið töpuðum leik upp í vinning, eins og oft hefur komið í ijós. Og hver er svo þessi Gunnlaugur, spyr e.t.v. margur. Gunnlaugur Hjálmarsson er 27 ára gamall trésmiður, starfar hjá Bygg- ingafélaginu Brú. Eitt kvöldið fyrir skömmu fór ég í heimsókn til Gunn- laugs og fjölskyldu hans til að kynnast eilítið betur þessum skemmtilega íþróttamanni. Gunnlaugur er að eðlisfari ákaflega kátur og léttur og á vinnustað og með félögum sínum er hann alltaf sá maðurinn sem mest kveður að. [ leik getur Gunnlaugur þó orðið reiður, þegar illa er farið að honum og þá getur hann orðið heldur erfiður viðfangs. Það þætti heldur léleg frásögn af manni hér á (slandi að ættfæra hann ekki nokkuð. í föðurætt er hann kominn af þeirri kunnu reykvísku ætt, sem oft hefur verið kennd við Hólakot, en það var á sínum tíma vestur á Sólvöllum þar sem gamli kirkjugarðurinn er. Guðmundur afi hans var mesti kjarnakarl og kunnugir segja að í Gunnlaugi sé að finna heilmik- ið af krafti gamla mannsins. Guðmundur [ Hólakoti átti 12 börn, 9 syni og 3 dætur. Ættin er því orðin anzt stór, og margir af þessari ætt hafa náð langt í íþróttum, og þá einkanlega í handknattleik. Gunnlaugur ólst upp í austurhverfum borgarinnar. Hann var baldinn strákur, stór og sterkur eftir aldri, ósvífinn og jafnvel hrekkjóttur. Hann BQBt n • VIKAN 18. tbl. 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.