Vikan


Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 26

Vikan - 05.05.1966, Blaðsíða 26
Myndin til hægri: Gunnlaugur brýzt í gegnum vörn andstæðinganna og skorar óverjandi. Við leikum ekkl lengur ffrumstæð- an hand- knaifttleík „ÞAÐ HEFUR OFT VERIÐ SAGT VIÐ ÍÞRÓTTAMENN, SEM HAFAVERIÐ AÐKOMA AÐ UTAN ÚR TAPFERÐALAGIAÐNÚ HAFI ALLT LENT í FYLLERfl OG VITLEYSU RÉTT EINU SINNI. SJÁLFUR MAN ÉG EKKI EFTIR SLÍKU FERÐALAGI.“ o í landsleiknum við Rússa. Gunnlaugur skorar. Rússneskur leikmaður að baki hans reynir að hindra. komst ungur í kynni við (þróttirnar og þau kynni urðu upphaf mikilla ævintýra fyrir hann. Það gekk ekki sem bezt að finna húsið númer 46 við Digranesveg í Kópavogi. Þetta reynist vera lágvaxið hús á einni hæð, heldur hrör- legt að sjá enda komið til ára sinna, en þarna var eitt sinn sumar- bústaður forsætisráðherra íslands, Hermanns Jónassonar, og var hon- um byggður þessi bústaður á stríðsárunum síðari. Síðan hefur byggð- in f Kópavogi aukizt mikið og nú er svo komið að gamli sumarbústað- urinn er algjöriega úr skipulagi við húsþyrpingarnar allt í kring. Gunnlaugur bauð til stofu, híbýlin voru hin smekklegustu og hús- ið hlýtt og vistlegt. ,,Við erum hér annars til bráðabirgða", segir hús- ráðandi, „erum að byggja hér allt í kring, stórt tvíbýlishús fyrir ofan á lóðinni, en raðhús fyrir neðan þetta hús". [ einu horninu f dauflýstri stofunni er Terry Thomas að skemmta sjónvarpsskoðurum. „Mér finnst hann ágætur, imbakassinn", segir Gunnlaugur, um leið og hann lækkar svolítið á bröndurum Thomasar. — Það hefði annars mátt ætla að þú værir heilmikil! kúltúrmað- ur, Gunnlaugur, ef dæma má eftir viðtali, sem ég sá fyrir skömmu við þig í dönsku blaði. Ég man ekki betur en þar væri sagt að eitt tómstundagamanið hjá þér væri að fara á sinfoníutónleika. „O, blessaður taktu ekki þessa dönsku blaðamenn aivarlega", seg- ir Gunnlaugur og kfmir. „Ég sagði ekkert f þá áttina og hef ekki svo ég muni farið á sinfoníutónleika. Og í leikhús fer ég sjaldan. En fari ég þangað er ég byrjaður að finna að leikritinu löngu áður en það er búið. Hvað eru þeir annars að mótmæla sjónvarpi frá Keflavík þessir sérvitru sextfumenningar og sexhundruðmenningar. Vita þeir ekki að eftir nokkur ár getum við skrúfað frá sjónvarpstæki og náð bæði Washington og Moskvu og mörgum borgum þar á milii"? — Ertu svona frjálslyndur á öllum sviðum, Gunnlaugur? Hvað seg- irðu mér um bjórmálin og fþróttaæskuna. „Mitt álit á bjórnum er það að hann geti vart skaðað drykkjumenn- inguna hér, eða eigum við að segja ómenninguna. Hér skella menn í sig heilli flösku af sterkum vínum, því annað er vart á boðstólum. Af bjór geta menn vart drukkið sig útúr fulla, a.m.k. finnst mér það einkennilega samansettir menn, sem það gera. Hvað íþróttir og áfengi áhrærir, þá er ég vitanlega þeirrar skoðunar að það tvennt eigi illa saman. Það viðurkenna íþróttamennirnir sjálfir, t.d. með þvf að blátt bann er lagt við neyzlu sterkra drykkja 3 daga fyrir leiki minnst, og sé vitað til þess að leikmenn brjóti gegn þessu má sá sami búast við að þurfa ekki að taka búning sinn með að heiman. Áfengisneyzia 20 VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.