Vikan


Vikan - 05.05.1966, Page 27

Vikan - 05.05.1966, Page 27
hefur miög sljóvgandi áhrif og það er greinilegt að óhóf í þessum efnum fer mjög illa með leikmenn [ (þróttum. En, við hverju býst almenningur. Að íþróttamenn séu einhverjir englar? Hvernig í ósköpunum getur fólk búizt við því af fþróttamönnum að þeir smakki hvorki áfengi né tóbak. íþróttafólk er ekki öðru vísi en annað fólk að því leyti að það fellur fyrir freistingum rétt eins og aðr- ir. Það hefur oft verið sagt við (þróttamenn, sem hafa verið að koma að utan úr tapferðalagi að nú hafi allt lent í fylleríi og vitleysu rétt einu sinni. Sjálfur man ég ekki eftir slfku ferðalagi. Með landsliðunum hefur það t.d. aldrei komið fyrir, en hinsvegar er oft að menn slá sér upp að loknum leikjum ferðarinnar og þá fer hóp- urinn allur á sama staðinn og þeir sem það kjósa geta notið þeirra sterku veiga, sem á boðstólum eru. Minnist ég þess aldrei að slíkt hafi verið misnotað ..." — En krefst fólk ekki ýmislegs fleira af handknatt- leiksmönnum t.d. á íslandi? „Fólk heimtar vinning ( hvert einasta skipti sem við keppum. Það heimtar og heimtar, en vill ekkert láta ( staðinn, klappar okkur á bakið ef vel gengur og kall- ar okkur „strákana s(na", en er furðu fljótt að kasta skít að okkur ef við töpum. Þetta fer í taugarnar á mér. Mér finnst allt ( lagi að fara fram á eitthvað sanngjarnt af okkur, en ekki að við vinnum hvaða mótherja sem er, jafnvel þó vitað sé að á öllu íslandi er aðeins eitt nothæft íþróttahús, — sem er lokað fyrir allar æfingar og allflesta leiki. Nú heimtar fólkið sigur yfir Dönum og ég vona að við getum sigrað. En ætli mannskapur- inn verði þá ánægður nema við vinnum með 9 eða 10 mörkum til að fá að halda áfram á heimsmeistaramót- ið í Svíþjóð? Það þætti mér ekki ólíklegt. Mér finnst vitaskuld vænt um að fólk skuli sýna þennan mikla á- huga og fylla áhorfendastæðin, þegar við leikum. En vinsamlegast héimtið ekki of mikið af venjulegum dag- launamönnum í keppni við atvinnumenn". Gunnlaugur rekur fyrir mér ýmis vandkvæði þeirra, sem sjá um framgang handknattleiksins og innanhúss (þrótta almennt. Hann segir ekki nægan skilning hjá ráðamönnum fyrir því að við búum við lengri vetur hér norður á hjara veraldar, en flestar þær þjóðir, sem við höfum samskipti við. Þá höfum við þá aðstöðu að geta samæft landslið okkar vegna þess hve leikmenn eigi heima á litlu svæði. „En það vantar bara húsnæði. Hér vilja allir stunda einhverjar (þróttir að vetrarlagi, — það vantar bara húsakynnin. Þá er styrkveitingin til Framhald á bls. 39. VIKAN 18. tbl. 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.