Vikan


Vikan - 05.05.1966, Síða 37

Vikan - 05.05.1966, Síða 37
— Handriðið? —Já, handriðið sem við keypt- um á Ítalíu í sumar. Þeir sendu það í stykkjum. Járnsmiðirnir voru að setja það saman í dag. Hallaðu þér ekki upp að því, það er ekki búið að festa það nógu vel. Hann tók glasið úr höndum hennar og setti það á borðið. — Komdu. Þá tók hún fyrst eftir því að það voru dyr út á svalirnar frá svefnherberginu. — Ég skal ná í kápuna þína. Minkakápan lá á stólnum, þar sem hún hafði skilið hana eftir. —Ég þarf enga kápu, sagði hún, og sagði við sjálfa sig að hún hefði aldrei þurft að fá þessa minkakápu, það var svo margt annað sem hún hafði þörf fyrir. Hann náði samt í kápuna og klæddi hana í. — Allt í lagi, sagði hann, — nú skulum við sjá hvernig þetta lítur út. ískaldur vindurinn blés á móti þeim þegar þau komu út og ein stjarna starði á þau, eins og þau væru boðflennur. — Er þetta handriðið? spurði Lucy og skalf af kulda. — Varstu búin að gleyma því? Ég er ekkert hissa á því, það hefur tekið svo langan tíma að fá það hingað. Ósjálfrátt hörfaði hún til baka þegar hún sá það. Það var átta feta hátt og sérstaklega fallega unnnin smíðajárnsvinna. Vængj- aðir englar voru felldir inn í munstrið. — Ef ég ætti að deyja, heyrði hún hann segja blíðlega, — mundir þú vilja gráta yfir mér, Lucy? Ég þekki engan annan sem myndi vilja gera það. Þegar hún stóð þarna á þak- inu og horfði yfir borgina, var skyndilega eins og allt væri að brezta innra með henni. Hún öskraði móti vindinum. — Ég veit ekki hver þú raunverulega ert. Ég man ekki til að ég hafi gifzt þér. Hversvegna viltu ekki trúa mér? Hann rétti út armana til að faðma hana að sér, en hún hörf- aði aftur á bak og hélt áfram að öskra. Hún hafði það á til- finningunni að orð hennar næðu ekki til hans, vegna þess að þau bærust burt með vindinum og frysu áður en hann heyrði til hennar. Hún heyrði hann kalla, eins og úr fjarlægð: — Lucy, passaðu þig, ég var búinn að biðja þig um að passa þig á handrið- inu, það er ekki búið að festa það nógu vel. Farðu frá því! — Farðu frá mér, kallaði hún til baka, — ég þekki þig ekki. En hann hljóp til hennar og hélt henni fastri, handleggirnir hans voru langir, eins og væng- irnir á járnenglunum. Þeir vöfð- ust utan um hana og drógu hana til baka að dyrunum á svefn- herberginu. Henni fannst sem hún hefði öskrað hræðilega, en þetta öskur kom ekki frá henni, parturinn af handriðinu, sem ekki var fastur, var farinn, — og hann var líka farinn. Það heyrðist ekkert hljóð, annað en gnauðið í vindinum.... Með hryllingi drógst Lucy að dyrunum, tók um snerilinn og reisti sig upp. Hún æddi í gegn- um svefnherbergið, það komst ekkert annað að hjá henni en þörfin fyrir að komast út. Þeg- ar hún kom að lyftunni, þrýsti hún á hnappinn, lyftan kom og hún fór niður. Það var enginn í anddyrinu, henni fannst það skrítið, en þegar hún kom út skildi hún það. Hópur fólks stóð á götunni og horfði á eitthvað hún þurfti ekki að láta segja sér hvað það var. Hún gekk mjög hægt að hópnum og beindi aug- unum að því sem lá á götunni. — Það er kraftaverk, sagði einhver, — að enginn skyldi verða fyrir, þegar hann datt nið- ur, með þessar járngrindur. Þá sneri hún sér við og hljóp, þangað til hún var alveg að lotum komin, þá greip hún um eitthvað handrið og þegar hún leit í kringum sig sá hún að þetta var inngangurinn að neð- anjarðarbrautinni. Hún þreifaði sig áfram og staulaðist niður þrepin. Á leiðinni leitaði hún í vösum sínum að peningum og fann þá. Hún keypti miða við dyrnar og hélt áfram að hlaupa að lestinni, sem var að leggja af stað. — Ef að það er ekkert sæti, hugsaði hún, — þá leggst ég bara á gólfið, ég get ekki meir. Hún fékk sæti, hneig niður í það og lokaði augunum. Hún varð að komast til Phyllis, þótt hún væri reið við hana, var hún þó eina vinkona hennar. Einu sinni vildi hún gifta hana bezta vini Eddies, Hal — hét hann víst. Bara að hún gæti nú losnað við þennan minka-feld, hann var svo heitur og þungur. Lestin nam staðar og Lucy opnaði augun. Hún sá Hyde Park hornið út um gluggann. Hún starði á það, furðu lostin.... — Afsakið, heyrði hún mann- inn segja, — hve margar stopp- stöðvar eru til Knightsbridge? Hún sat á milli mannsins og feitu konunnar til hægri. Hún leit við, en ósköp varlega, vegna þess að henni fannst höfuðið vera svo létt að það gæti auð- veldlega fokið af. Það sem hún sá hafði næstum lamað hana. Maðurinn var David Tilsey. Hún hafði verið með honum fyrir svo stuttum tíma að henni gat ekki skjátlazt. Hann var sannarlega sprelllifandi, nokkuð yngri, ef til vill fimm árum yngri. Aftur hrökk hún við, þegar hún fann að hún var alls ekki í minkakápunni. Hún var þar sem hún hafði upprunalega verið, á myndinni í blaðinu sem konan Rafmagnsrakvélar i miklu úrvali med og án bartskera og h'arklippum VIÐ ÖVINSTORG S í M I 1 0322 BLÓMABÚÐIN DÖGG ÁLFHEIMAR 6 SfMI 33978 REYKvJÁVÍK VIKAN 18. tbl. gy

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.