Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 3
Ég er alin upp viO
meistara Jón
Af nokkrum, nýjum skáldsögum, sem út komu á síðasta
ári, voru gagnrýnendur á einu máli um, að Dægur-
vísa Jakobínu Sigurðardóttur væri bezta bókin. Jako-
bína er húsfreyja í Garði í Mývatnssveit, gift Starra
bónda þar og eiga f|ögur börn. Jakobína er af Horn-
ströndum og liefur lítið dvalizt í Reykjavík, enda þótt
bók hennar gerist þar en eins og kunnugt er, segir
hún frá ákveðnu húsi og íbúum þess. Blaðamaður
Vikunnar var á ferð í Mývatnssveit og heimsótti Jako-
bínu og átti við hana viðtal, sem birtist í næsta blaði.
Svo er það þetta með nýnazistana, sem engu hafa
gleymt en heldur ekkert lært. Við erum með grein um
myndirnar sem fransmenn lugu upp. Þá er það smá-
sagan, Helgardvöl í París, grein um Bojarski, pen-
ingafalsarann, sem aldrei varð aurafátt, því hann
prentaði þá bara eftir hendinni heima. Andrés Ind-
riðason sér um þáttinn Eftir eyranu að vanda, og við
lítum á bílana sem voru nýir fyrir sex áratugum. Svo
má nefna frásögn af óþekktri prinsessu og örlögum
hennar, og síðari hluta gamansögunnar eftir Alberto
Moravia, sem hefst í þessu blaði. Svo eru náttúrlega
framhaldssögurnar og aðrir fastir liðir eins og venja
er til, eins og þeir segja í útvarpinu.
í ÞESSARIVIKU
MODESTY BLAISE, framhaldssaga .......... Bls. 4
BORGREIÐARSÁLMUR, söguljóð eftir Svein-
björn Beinteinsson ............... Bls. 8
KYLFINGAR VESTUR Á NESI, myndafrásögn. Bls. 10
TÁLBEITA. Smásaga eftir Monsarat........ Bls. 12
SÍÐAN SÍÐAST ........................... Bls. 14
EFTIR EYRANU Bls. 16
GIANMARiA YFIRVINNUR FEIMNINA. Saga
eftir Moravia ........................ Bls. 18
PRESTURINN, SEM Á ÞOTUR Bls. 20
HVERSU HOLLT ER AÐ SÓLBRENNA. Grein úr
Family Doctor ........................ Bls. 22
ANGELIQUE, framhaldssaga ............. Bls. 24
17 PENINGASTOFNANIR í HÖFUÐSTAÐNUM,
myndafrásögn ......................... Bls. 26
flitstjóri: Gisll Sigurðsson (ábm.). Blaðamenn: Signrð-
ur Hrciðar og Dagur Porleifsson. Útlitsteikning: Snorri
Friðriksson. Auglýsingar; Ásta Bjarnadóttir.
Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33. Símar 35320,
35321, 35322, 35323. Pósthólf 533. Afgreiðsla og dreifing:
Blaðadreifing, Laugavegi 133, simi 36720. Dreifingar-
stjóri: Óskar Karlsson. Verð í lausasölu kr. 30. Áskrift-
arverð er 400 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram.
Prentun: Hilmir h.f. Myndamót: Rafgraf h.f.
FORSlÐAN
Fyrir 25—30 árum var sá bóndi naumast til, sem
ekki tók kaupakonur og þá var nú líf í tuskunum
(sérstaklega í hlöðunum). Nú hafa þeir fengið
traktora fyrir kaupakonur og sumum þykir skiptin
slæm. Kaupakonur eru sem sagt úr sögunni nema
ef vera skyldi þessar tvær á forsíðunni, sem voru
að raka á vegum borgarinnar í garðinum í Laug-
ardal.
VIKAN 3