Vikan


Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 33

Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 33
BJOIIIM YOUB FIESTJUt TEGUNDIR TRYGGINGR BEZTU KJOR ■ MUNUM VEITA GOOA ÞJONUSTU enn, gamli minn, hugsaði hann. Á leiðinni til baka til Brandt, skaut hann aðra antilópu handa þeim. „Jæja,“ sögðu þau, þegar hann kom. „Hvað er að frétta? Hvað hefurðu séð?“ „Séð?“, sagði hann. „Ekkert nema auðnina.“ „Ja,“ sagði Brandt, „það er ekki annað að sjá. Ekkert nema auðnin. Það er sæmileg beit, en ekkert vatn, ekkert. Hvað ætl- arðu að gera núna?“ „Ekkert. Ég reyni kannske annars staðar,“ sagði Schalk. En næsta dag fór hann til yfir- valdanna í þorpinu og keypti 10 000 hektara lands fyrir nokkra shillinga hvern. Dómarinn reyndi að telja hann frá þessu. „Þetta virðist kann- ski vera ódýrt svona á pappírn- um, en það er það ekki raun- verulega, því að það er ekkert hægt að nota landið án vatns.“ „Ja,“ sagði Schalk,“ þú hefur rétt fyrir þér, Meneer. Það er skrælþurrt, en ...“ „Þú ert ef til vill að leita að málmum. Þeir finnast auðvitað, en það hefur allt verið rannsak- að.“ „Ja,“ sagði Schalk. „Það er sjálfsagt rétt. Afríka hefur næst- um öll verið rannsökuð með það fyrir augum.“ „En hvað þá?“ „Ég veit það ekki,“ sagði Schalk, „ég veit bara, að mér fellur vel að hafa nóg landrými. Mér finnst gott að vera einn og vita að ég á allt í kringum mig, svo langt sem augað nær. Þannig er ég nú gerður.“ „Þú verður að minnsta kosti einn,“ sagði Meneer. Mánuði síðar kom Schalk aft- ur til Brandt Hoek og þá með þrjá vagna með ösnum fyrir, þrjá Kaffira og tvo stóra hunda. Jan Brandt sagði: „Hvað stend- ur nú til? Ertu að fara á veið- ar?“ „Ja, ég er að fara á veiðar. Má ég fylla vatnsflöskurnar mínar í brunninum?“ „Sjálfsagt“ sagði Jan, og bætti svo við: „Það ganga sögur um það, að þú hafir keypt land hér skammt frá. Er það rétt?“ „Það er satt.“ „Hvernig ferðu með vatn?“ „Ég vona að ég finni það,“ sagði Schalk. Næsta dag reið hann út að klettinum og lét þá innfæddu byrja að grafa. Þegar kvölda tók var kominn brunnur. Þegar þeir voru komnir þrjú fet niður, urðu þeir að hætta, því að vatnið kom of hratt. Hundarnir beygðu sig niður og sötruðu vatnið. Asnarnir stóðu í kringum brunn- inn eins og hvítar mýs með löng eyru meðan Schalk sótti fötur til að brynna þeim í. Hann hafði ekki fyrir því að binda þá eða hefta hestinn. Þeir mundu ekki fara langt frá vatninu. Svert- ingjarnir kynntu bál og hann settist hjá þeim og borðaði. Á meðan var hann að velta því fyrir sér, hvað hann ætti að kalla staðinn. Sterkfontein — mikli brunnur. Þannig var byrjunin. Eftir mánuð var hann búinn að byggja skála, vistarverur fyrir þjón- ustuliðið, og 300 karakúlkindur stóðu á beit og döfnuðu vel af ræktarlegum gróðrinum. Tvisvar höfðu búskmennirnir komið um nóttina og í bæði skiptn hafði hann rekið þá burtu með hundunum. Eftir það vissi hann að hundarnir mundu sjá um það á eigin spýtur. Það tók litlu búskkonuna tvo mánuði að deyja. Tunglið er mikilvægt í augum búskmann- anna. Þegar tunglið var fullt í seinna skiptið, dó hún. Strúts- eggin höfðu verið tóm í langan tíma og hún þoldi ekki vatns- leysið. Maðurinn hennar yfirgaf hana þarna, samlita sandinum, undir skrælnuðum, blaðlausum runna. Svo fór hann einn til að fylgjast með gerðum ókunna hvíta mannsins. Hann lifði á skordýrum, stór- um köngulóm og engisprettum, litlum fuglum og músum, sem hann veiddi. Með miklu hug- rekki og fádæma slægð, náði hann í vatn úr brunninum. Hann fór þangað um hádegisbilið, þeg- ar sólin var eins og glóandi eld- hnöttur og meira að segja hund- arnir sváfu, og þegar þeir vökn- uðu, hafði sólin bakað svo spor- in hans, að þeir fundu ekki leng- ur lykt af þeim. Dag eftir dag, viku eftir viku, lá hann í felum. Hann hafði gæt- ur á litla húsinu, á hvíta mann- inum og á hjörðinni hans. Hugs- anir hans fóru engar þær leiðir, sem hann ekki skildi. Réttlæti, hefnd — hann þekkti ekki þau hugtök. Það eina, sem hann hugsaði um, var að hann færi á slóð hvíta mannsins og mundi ef til vill geta sigrað hann. Hann hefði oft og mörgum sinnum getað skotið hann með eitruðu örvunum sínum, en hann vildi það ekki. Hann var alltaf að VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.