Vikan


Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 19

Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 19
eftir komu sína var Gianmaria jafn nær og hann var fyrsta daginn og reikaði um þá í blindni og studdist við ágizkanir eða slembi- lukku. Þetta kvöld vissi hann um leið og hann fór út úr herberginu — það var ef til vill því að kenna, hversu ringlaður hann var — að hann hafði steingleymt leiðinni til borðsalarins. Það eina, sem hann mundi, var að á dyrun- um voru grænar smárúður. Eftir nokkur hik og andvörp komst hann drjúgan spöl, beygði fyrir horn og kom að lokum auka á ljósu rúðurnar, sem hann var að leita að. „Þá er maður kominn“, hugsaði hann og lagfærði jakkann og bindið, setti upp virðulegan svip og gekk inn. Það var ekki fyrr en hann hafði lokað á eftir sér og snúið sér við til að fara að borði sínu, að hann uppgötvaði að hann var í skökku herbergi. Það sem bar fyrir sjónir hans var eitt þessara venjulegu herbergja vistheimilisins með sama málaða loftinu og óhreinu húsgögnunum. En hér var skilrúm, og á því héngu kvenmannsföt hingað og þangað, en við það gaf að líta kvenmann í mjög sérstæðri stellingu, og kvenmaðurinn var engin önnur en Santina. Hún hallaði sér upp að skilrúminu og reyndi með klunna- legum hreyfingum að toga kjól yfir höfuðið á sér. Höfuð og handleggir voru huldir af kjólnum, en líkaminn, sem dróst saman við áreynsluna að losa sig úr fatinu, var klædd- ur í ljósgrænan undirkjól með gulum rönd- um og rósóttum hlýrum. Þótt Gianmaria væri furðu lostinn, gat hann ekki stillt sig um að vera kyrr og horfa á líkama stúlk- unnar, hverrar andlit hann þekkti svo vel. Líkaminn var krakkalegur, mjór og laus við yndisþokka, axlirnar beinaberar, maginn flatur og mjaðmirnar útstandandi. Þar sem rendurnar á undirkjólnum enduðu á miðj- um lærunum, komu í ljós mjóir og illa lag- aðir fótleggir í svörtum silkisokkum. f undr- un sinni og forvitni varð Gianmaria einkum starsýnt á hina einkennilegu andstæðu milli krakkalega grannvaxins líkama hennar og hringa geirvartnanna, sem grillti í undir grænleita undirkjólnum, því að þær voru óeðlilega stórar, eins og tvær koparmyntir. Einnig veitti hann eftirtekt langa, þykka, svarta hárinu undir grönnum, uppréttum handleggjum hennar. Á örskömmum tíma meitlaðist mynd þessa líkama með hulið höf- uð og naktar axlir, þar sem hann bar við skilrúmið með fötunum og handklæðunum hangandi á, hvert smáatriði þessarar undar- legu sýnar, í huga Gianmaria að eilífu. Þá hrópaði gróf og reiðileg rödd, eilítið hás og með dálítið annarlegum framburði: „Hver er þar“? í sama mund hreyfðust lendar og leggir stúlkunnar óþolinmæðislega, og hún stappaði hælunum í gólfið. „Ekkert", taut- aði Gianmaria fremur við sjálfan sig en við hina hjúpuðu veru. Og síðan hrökklaðist hann aftur út á ganginn eins fljótt og hann gat og lokaði skröltandi grænu glerhurðinni á eftir sér. Þessi óvænta sýn hafði djúp áhrif á ó- reyndan huga Gianmaria. Og sem hann skundaði eftir ganginum, sagði hann við sjálfan sig, að ef honum misheppnaðist að vinna þessa stúlku, sem virtist svo tilkippi- leg, þá væri hann yfirleitt til einskis nýt- ur. Djúpt hugsi kom hann að dyrum borðsal- arins og tók aftur upp kæruleysislega og ó- sveigjanlega framkomu sjálfsánægðs manns, geklc inn og reyndi að gera sem minnstan hávaða. En hurðin stóð á sér og gaf svo skyndilega eftir og glamraði í lausum rúð- unum, og augu allra gestanna beindust að honum. Vandræðalegur og ómeðvitandi um það, að úr andliti hans mátti lesa „þetta var ekkert —■ bara ég“, reikaði hann yfir marr- andi trégólfið og komst að borðinu sínu. Eini munurinn á borðsalnum og hinum herbergjum vistheimilisins var lögun hans. Hann var langur, einna líkastur jarðgöngum með hvelfdu lofti, sem var skreytt þessum venjulegu upplituðu, útskornu skrautmynd- um. Þvert yfir annan endann á salnum var langt borð, og á því voru stórir hlaðar af borðbúnaði og tylft af litlum körfum með rauðum borða, sem í voru epli og þurrkaðir ávextir. Þetta borð notuðu framreiðlustúlk- urnar, þegar þær þjónuðu til borðs, og for- stöðukonan, Nina Lepri, fór á milli þessa borðs og lúgu á veggnum, en þar birtist vöðvamikill handleggur matreiðslumannsins öðru hvoru með fulla diska úr eldhúsinu. Þarna bak við diska- og hnífaparaborðið gat forstöðukonan fylgzt með öllu í borðsaln- um, alveg frá grænu glerhurðinni að hinum endanum, þar sem Gianmaria sat aleinn með þaninn brjóstkassa og horfði á diskinn og flöskuna sína. Hann var svo beint á móti henni, að augu þeirra mættust oft. Augna- tillitið var ópersónulegt en þó athugult, því enda þótt forstöðukonan væri tengd sínum viðskiptavinum, sýndi hún engum þeirra trún- aðartraust, þvert á móti virtist hún vilja halda þeim frá einkalífi sínu. Nina Lepri var há og fremur lagleg að minnsta kosti fannst Gianmaria það, þegar hann leit á hana, sem hann gerði oft sökum stöðu sinn- ar við borðið andspænis henni fremur en hann hefði unun af því. Hún var björt á hör- und, með fölleitt kuldalegt andlit, stór, ró- Ieg augu og langt kónganef yfir stórum boga- dregnum munni. Hárið var svart og greitt aftur í hnút í hnakkanum. Brjóst hennar og mjaðmir voru mjúk og holdug, en ekki falleg; samt höfðu þau í ríkum mæli lokkandi nota- leika allsnægtarinnar. Letileg ró streymdi frá hreyfingum hennar og andliti. Hún var alltaf svartklædd, og bæði líkamlegt útlit hennar, sem var enn unglegt, þótt hún væri orðin miðaldra, og stillileg framkoma gerði hana einskonar persónugerving þess anda, sem ríkti í löngum göngum og óþriflegum herbergjum vistheimilisins. Þegar Gianmaria kom inn, stóð forstöðu- konan bak við borðið og jós sjóðandi súp- unni úr skál meðan tvær framreiðslustúlk- ur réttu henni hvern diskinn á fætur öðrum. Næstum allir gestirnir voru þegar seztir, Gianmaria sá óðara, að Santina og móðir hennar voru þær einu, sem vantaði. Það var ekki margt fólk í vistheimilinu. Ung, sveitaleg hjón, rauðbirkin í framan, sem aldrei sögðu aukatekið orð, en brostu samt í sífellu; gamall skrifstofumaður, nærri blindur og alveg tannlaus, sem át aldrei ann- að en soðna kjúklinga kvölds og morgna og gortaði iðulega af því með fábjánahætti þess manns, sem hugsar ekki um annað en heilsu- far sitt, reiknandi út þau hundruð eða jafn- vel þúsundir fugla, sem hann hefði látið í sig um ævina. Einnig voru tvær rosknar, ensk- ar konur, gráar og gigtveikar; önnur hafði kjölturakka í herberginu sínu og setti það, sem hún leyfði af matnum, á lítinn disk, sem hún síðan fór með til hundsins. Loks var einhver herra Negrini, miðaldra maður, sem mataðist einsamall, en virtist vera í vin- fengi við Satinu og móður hennar. Allt þetta fólk átti í háværum samræðum hvert við annað frá borðum sínum, um gæði matarins og fréttirnar, sem það hafði lesið í morgunblöðunum. Eftir að hafa litið laus- lega í kringum sig byrjaði Gianmaria að snæða. Enda þótt hann vildi ekki viðurkenna það fyrir sjálfum sér, var hann nú gagntekinn af þeirri hugsun, að kannski hefðu Santina og móðir hennar verið boðnar út til kvöld- verðar. Hann blóðlangaði að spyrja herra Negrini, sem sat næstur honum. Hann vissi sennilega allt, sem vitað var um mæðgurn- ar. En hin venjulega feimni hans kom í veg fyrir, að hann gæti sagt eitt einasta orð. Nokkrum sinnum opnaði hann munninn og ætlaði að segja eitthvað, en lokaði honum síðan aftur. Loks sagði hann við sjálfan sig: „Nú tel ég upp að tíu, og síðan ávarpa ég hann hvað sem það kostar“. Honum létti við þessa ákvörðun, því hann fann, að ein- mitt með því að taka hana losnaði um fjötra feimninnar. Hann byrjaði því að telja hægt og hafði augun á forstöðukonunni, sem stóð fyrir aftan borðið sitt milli tveggja hlaða af borðbúnaði. Þegar Gianmaria var kom- inn upp að fimm hætti hann augnablik og sagði síðan lágt, en þó svo heyrðist ■—- „sex, l________________________________________ sjö, átta“. Á því augnabliki heyrðist skrölt í dyrunum, og konurnar tvær komu inn. Stúlk- an hentist inn í herbergið eins og henni lægi ósköpin öll á. Hún heilsaði hinum gestunum með snöggum höfuðhneigingum og augna- tilliti, og það skrjáfaði í síða kjólnum, sem var úr grófu, bláu silki. Móðir hennar, sem var lágvaxin, virðuleg og hæglát, kom í ró- legheitum á eftir henni og horfði í kringum sig rannsakandi. Gianmaria, sem mundi alltof vel eftir hálf- nöktum líkamanum, sem hann hafði komið auga á í herberginu með skilrúminu, gat ekki hætt að bera hann saman við höfuðið, sem nú var óhulið og sýnilegt, og hann komst að þeirri niðurstöðu, að eina andlitið, sem hæfði óþroskuðum líkama stúlkunnar, væri einmitt það, sem hann var að horfa á. Og honum fannst einnig, að enginn annar munn- ur gæti gefið frá sér svo hásan og Ijótan róm, sem hljómaði ennþá í eyrum hans. Hár henn- ar var óþjált, svart og hrokkið, og lágt enn- ið hafði þessar óljósu línur, sem gefa til kynna þrákelkni og sljóleika takmarkaðs Framhald á bls. 44. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.