Vikan


Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 49

Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 49
í dyrunum ýtti Santina Gianmar- ia aftur á bak, leit laumulega eftir skuggalegum ganginum, þar sem móðir hennar og Neg- rini gengu hægt hlið við hlið, og hvíslaði leyndardómsfull á svip- inn: „Komið snöggvast inn í her- bergið mitt. Ég hef svolítið sem ég ætla að gefa yður“. í æstu hugarástandi sínu gat Gianmaria ekki annað gert en að kinka kolli til samþykkis. Stúlk- an leit aftur ertnislega á hann og gekk á undan niður gang- inn, og það skrjáfaði í silkikjóln- um. Nú voru móðir hennar og Negrini úr augsýn, hún sussaði á hann með því að bera fingur- inn upp að vörunum og stjórn- aði ferðinni til herbergis síns, og um leið og hún leit með gætni aftur fyrir sig, lokaði hún dyr- unum varfærnislega og ýtti Gi- anmaria á undan inn í myrkrið og kom sjálf á eftir. „Ef að mamma kemst að þessu, verður hún bandóð“, sagði hún lágri rödd um leið og hún kveikti ljós. Herbergið var enn í því ástandi, sem Gianmaria hafði séð það. Ósjálfrátt gekk hann að borðinu og tók upp bók, sem lá þar, ritjuleg með skjanna- legri kápu, leynilögreglusaga. Á meðan hafði Santina horfið bak við skilrúmið. Hún kom aftur að vörmu spori með blíðlegan og iðrandi svip á andlitinu og hélt á gardeniu, og var stilkurinn vaf- inn inn í silfurpappír. „Leiðin- legur, ungur maður, gaf mér fulla körfu af þeim“, sagði hún og kom nær Gianmaria. „En mig langar til að þér fáið eina, því að ég er hrædd um, að þér séuð móðg- aður út af sápunni. Og mér geðj- ast að yður, en get á hinn bóg- inn ekki þolað hinn unga mann- inn. Nei, bíðið. Ég ætla að festa hana í hnappagatið". Og án þess að stöðva orðaflauminn, tyllti hún sér á tá og stakk blóminu gegnum hnappagatið á jakka Gianmaria. Um leið og hún gerði það hallaði hún líkaman- um upp að honum og sterk lykt af svita, púðri og ilmvatni lagði að vitum hans frá grönnum öxl- unum. Gagntekinn af ilminum og töfraður af nálægð líkama hennar, lyfti Gianmaria hand- leggjunum og spennti þá um grannt mitti hennar og þrýsti henni að sér. Á meðan, undir því yfirskyni að lykta af blóm- inu, hafði hún fært sig enn þétt- ar að honum, lyfti síðan höfðinu snöggt og vafði handleggjunum um hálsinn á honum. Þau kysst- ust. „Almáttugur! Hvað hef ég gert núna? Mamma er að koma“, sagði hún um leið og hún ýtti honum frá sér og tók að æða um gólfið. „Hvað hef ég gert? Ef að mamma kemst að þessu“! Hún greip um enni sér. „Farið strax“! sagði hún og rak hann út úr herberginu. „Fljótt! Farið burt“! endurtók hún lágri röddu og lok- aði dyrunum á eftir sér og fór sjálf út á ganginn. Gianmaria var í miklum æsing og gat ekki skilið, hvers vegna hún var svona taugaóstyrk. „En það er enginn hér“, sagði hann. „Förum inn í herbergið yðar augnablik — aðeins augnablik ..." Þau héldu áfram að þjarka í hálfum hljóðum, þétt upp að hvoru öðru í tómum, skuggaleg- um ganginum. Svo varð stúlkan alvarleg, bar fingurinn upp að vörunum og virtist vera að í- huga málið. Loks sagði hún: „Hlustið á! Það er alveg ómögu- legt hérna. En hlustið. Núna er ég að fara á dansleik með mömmu og Negrini. En þegar ég kem aftur skal ég koma og dvelja augnablik hjá yður í herbergi yðar. Er það í lagi? Hafið dyrn- ar í hálfa gátt svo ég geti kom- izt inn án þess að gera mikinn hávaða. Er það samþykkt“? Og áður en Gianmaria hafði jafnað sig eftir undrunina og fögnuð- inn og vannst tími til að svara, DELFOL • • ; BÝÐUR FRÍSKANDI ; • BRAGÐ OG 2 \ BÆTIR RÖDDINA. ; var hún þotin og horfin fyrir horn á ganginum. Ef Gianmaria hefði verið sagt það daginn áður, að þær þján- ingar, sem hann tók út vegna þess að langþráður atburður frestaðist um nokkra klukku- tíma, gætu verið svo beiskar og óbærilegar, hefði hann ekki trú- að því. „Ef ég gæti aðeins hætt að hugsa og finna til, sofnað og vaknað aftur á því augnabliki, sem Santina kemur inn í her- bergð mitt“, hugsaði hann og gekk niður ganginn. „En þetta er tómt blaður! Hvað get ég gert til að drepa tímann“? Hann var í þann veginn að snúa aft- ur til herbergisins, þegar hann tók eftir lokuðum dyrum, sem stóð á „Skrifstofa". „Hittist vel á“, hugsaði hann, „ég fékk reikn- inginn í dag. Ég fer að borga hann“. Honum fannst, að ef hann gæti fundið sér eitthvað til að dreifa huganum til miðnættis, myndu þessar óbærilega þáning- arfullu stundir líða fljótar. Hann tók reikninginn úr vas- anum og barði á hurðina. Jafn- skjótt svaraði blíðleg og syngj- andi rödd „kom inn“. Gianmaria ýtti upp hurðinni og fór inn. Forstöðukonan sat við skrifborð nálægt eldstó og sneri bakinu að dyrunum. Hún sat á stól, sem var of lítill fyrir mjaðmir henn- ar. Þegar Gianmaria kom inn, var hún að lesa bók, og reyk lagði af sígarettu á öskubakkan- um. „Ég kom“, sagði Gianmaria feimnislega, „til að borga reikn- ingnn“. „En það liggur ekkert á“, sagði hún brosandi um leið og hún tók reikninginn. „Þér hafið aðeins verið sér í viku. Standið ekki svona. Fáið yður sæti“. Framhald í næsta blaði. Modesty Blaise Framhald af bls. 5. hann og dró hnífinn úr hálsi manns- ins. — Þeir voru báðir að leggja v af stað að glugganum, þegar ég kom inn. Ég átti ekkert á hættu. Hann kippti hinum hnífnum úr sár- inu, strauk þá báða hreina á jakka mannsins með skeggið, stakk þeim í skeiðarnar og fár út á svalirn- ar. Modesty tók upp skammbyssuna, sem lá við hlið mannsins með brúna skeggið. Það var Colt Python, með fjögurra þumlunga hlaupi, tók skot .38 special eða .357 Magnum. Hún setti öryggislæsinguna á og gekk úr skugga um að byssan væri full- hlaðin, og renndi henni svo í leð- urlykkjuna á beltinu. Willie kom inn um gluggann með SÚTAÐAR GÆRUR TRIPPASKINN KALFSKINN >f Mikið úrval -k Hagkvæmt verð Sútunarverksmiðja SLÁTURFÉLAGS SUÐURLANDS Grensásvegi 14 Sími 31250 Einnig Laugavegur 45 Sími 13061 VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.