Vikan


Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 40

Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 40
en hans. Hann er betri skipulegg]- andi og duglegri að spó í framtíð- ina en nokkur anncr. Sjólfur gefur séra Eilífur mjög einfalda skýringu á velgengni sinni: — Ferðaskrifstofan mín ,er sú bezta og þjónusta hennar ódýrust Enginn getur keppt við hana. Við látum aldrei neinn borga meira en honum ber. Meira að segja er það svo, að ef einhver pantar hjá okk- ur þátttöku í hópferð og sendir fimmtíu krónur í fyrirframgreiðslu, en svo er kannski þegar fullbókað ( ferðina, þá fær hann fimmtíu og eina krónu til baka. Engin ferðaskrifstofa á Norður- löndum er rekin á skynsamlegri hátt. Oll önnur þessháttar fyrirtæki reka margar og glæsilegar sölu- skrifstofur, þar sem viðskiptavin- irnir geta litið inn, rætt málin og pantað. En í Danmörku hefur Krog- ager prestur enga slíka söluskrif- stofu. Hann álítur þær alltof dýr- ar í rekstri. Þess í stað verða við- skiptavinirnir að panta ferðir gegn- um síma. í byggingu einni í Tjæreborg sitja fimmtíu stúlkur og gera ekki ann- að en svara [ síma. Að meðaltali berast um fjögur þúsund pantanir á degi hverjum. í fyrra, þegar presturinn hafði sent frá sér bæklinginn með upp- lýsingum um sumarferðirnar, ætlaði allt vitlaust að verða. Á einum degi hringdu yfir þrjátíu þúsund manns til að panta ferðir. Skipti- borðið í Tjæreborg hafði ekki ver- ið gert með það fyrir augum að anna slíku, svo að aðeins þrítugasta hluti samtalanna náði í gegn. Sú ágæta gatakortavél, sem séra Eilíf- ur hafði útvegað, hafði ekki nærri því við heldur. — En nú hef ég fengið stærra skiptiborð og betri skrifstofuvélar, segir hann. — Nú gengur þetta allt saman miklu betur. Einu söluskrifstofur Krogagers eru í Stokkhólmi og Malmö. En þeg- ar hann verður orðinn reglulega voldugur og þekktur ( Svíþjóð, hverfa þær sjálfsagt og í staðinn koma stórir skálar, fullir af stúlk- um, sem svara í síma. Hann hefur fleiri meginreglur. Ein þeirra er: Keyptu aldrei neytt nema þú borgir það út í hönd. — Eg veit ekki hversu mikið fé ég hef sparað á þessari reglu, seg- ir hann. En það eru þó nokkrar milljónir. Tökum eitt dæmi: Ef ég kaupi langferðavagn með afborg- unum, verð ég að borga 180.000 danskar krónur. Ef ég kaupi hann og borga strax, fæ ég hann fyrir 110.000 — og spara 70.000. Og f dag á ég sjötíu langferðavagna. Það þýðir 4.900.000 krónur í gróða. Svipað var það með DC-sexurnar mínar sjö. Eg lagði peningana á borðið þegar ég keypti þær. Eg sparaði líka nokkrar milljónir á því. Caravellurnar eru það eina, sem ég hef keypt með afborgun- um. En þær eru nú líka svo dýr- ddp -sérstaklega framleitt fyrir sjálfvirkar þvottavélar XB-SKPIA/lCE 6448 hans sprungu og tungan bólgn- aði í munni hans. Úr fjarlægð horfði búskmað- urinn á hvíta manninn, horfði á hann riða, detta, standa upp, heyrði hann reyna að hrópa, sá hann steyta hnefana út í loft- ið og klæða sig úr fötunum og standa allsnakinn, hvítan eins og slöngumaga, nema andlit hans og handleggir. Sólin skein og brenndi varnarlausa, hvíta húð- ina. Eftir rúma klukkustund var hann orðinn eldrauður og svo bólginn, að augun voru sokkin í þrútnar kinnarnar. Búskmaðurinn stóð rétt hjá honum nú orðið og fylgdist af áhuga með þjáningum hans. Konan hans hafði líka dáið úr þorsta, en ekki á þennan hátt. Hún hafði þornað upp á löngum tíma af vatnsskorti, eins og planta sem visnar og skrælnar. Hann vissi ekki hvað réttlæti var — ekki á þann hátt, sem við hugsum okkur það. Hann gerði sér engar háfleygar hugmyndir, en hann vissi það af einhverri eðlishvöt, að án þessa manns yrði eyðimörkin, heimilið hans, betri staður, sem auðveldara væri að lifa á. Hann hafði heyrt að þeir væru æstir í gull. Þetta hafði sannað það. Það var þeirra hunang. Hann gaf frá sér hljóð, sem hefði mátt taka sem hlátur. „Ég er hunangsfuglinn," sagði hann, „ekki lengur Stórkostlegur veiði- maður ... nafn mitt er Hun- angsfugl.... Yfir höfði hans lækkuðu gammarnir flugið í stórum hringjum. Svartir skuggar þeirra hlupu eins og dýr yfir nakta jörðina. Án þess að líta aftur gekk hann burt, lítill gulur mað- ur, sem hvarf í gulan sandinn. Presturinn,semá þotur Framhald af bls. 21. versku. Án hans hefði ferðaskrif- stofan Tjæreborg ekki orðið það sem hún er í dag. Og ef trúa má aðalkeppinautnum, Simon Spies, þá er þessi józki sóknarprestur hrein- asti snillingur í öllu, sem viðkemur ferðaskrifstofum. — Presturinn [ Tjæreborg er dug- legri og slungnari en nokkur ann- ar í þessari grein. Það er alveg sama hvað ég þræla og púla; mín ferðaskrifstofa verður aldrei stærri Blæfagur fannhvftur þvottur með Sjálfvirka þvottavélin yðar verður fyrst full- komin, er þér notið Skip — þvf það er ólíkt venjulegu þvottadufti. Skip fyllir ekki vél yðar með froðu, sem veldur yfirrennsli og vatnssulli, og minnkar þvottahæfni hennar, heldur verður skolunin auðveld og fullkomin. Pvottahafni Skip er svo gagngcr að þér fáið ekki fannhvítari þvott. Notið Skip og sannfærist sjálf. 40 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.