Vikan


Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 6

Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 6
með BÍLDUDALS nidursodnu grænmeti HeildsölubirgSir: -BirgSastöS SÍS, Hggert Kristjansson og Co. ÓBEIT Á „FÖLSKUM AUGNHÁRUM" Kæra Vika. Hvað á maður að ganga langt í að láta kvenfólkið misbjóða fegurðarsmekk manns? Stelpan, sem ég er með, notar fölsk augn- hár, og það fer í taugarnar á mér. Þetta veit hún, en heldur samt á- fram að klístra þessum viðbjóði í andlitið á sér. Ekki veit ég hvern hún ætlar að heilla með þessu, og eitt er víst, að það „gengur ekki í augun á mér“. Hún heldur því fram, að þetta fari sér vel, en ég sé enga ástæðu til þess að hún haldi þessu áfram. Á ég að leggja blátt bann við uppátækinu? H. Vald. Nei, alls ekki. Ef stúlkunni finnst þetta „augnayndi", þá ætt- ir þú bara að sjá í gegnum fingur við hana, og láta þér ekki falla þetta svona þungt. Finnist henni þetta „fara sér vel“, þá er það alveg nægileg ástæða til að hún fari sínu fram. AF HIMNUM OFAN. Kæri Póstur! Nú ætla ég að leggja fyrir þig spurningu sem þú mátt til með að svara. Þannig er mál með vexti að um daginn var ég við smalamennsku á bæ nokkrum í Borgarfirði. Þá fann ég einhvers- konar tæki með fallhlíf. Stærðin var, hæð: 15 cm, lengd: 16 cm. og breidd: 12 cm. Það var í hvítu plasthulstri sem er hægt að opna og þá koma í ljós allskonar leiðslur og drasl sem ég skil ekk- ert í. Framan á tækinu stendur Modulator Radiosonde MD 210, B/AMT—4B og U.S.A. Niður af tækinu var annað tæki sem var likt og kók-flaska í laginu en var reyndar brotið frá. Svaraðu mér nú fljótt Póstur minn, og enga útúrsnúninga. Forvitinn. P.S. Hvernig er skriftin? Þetta mun vera sending af himn- um ofan... nei, fyrirgefðu — engir útúrsnúningar! Tæki það, sem þú lýsir er veð- urathugunartæki, sem notað er til rannsóknar á hita- og raka- stigi i háloftunum. Þau eru send upp frá Keflavíkurflugvelli fjór- um sinnum á sólarhring, tvisvar á vegum íslenzku veðurstofunn- ar og tvisvar á vegum hinnar bandarísku. Tækið sendir frá sér upplýsingar, sem tekið er á móti í Keflavík. Fá þeirra finnast hér á landi aftur. Þgu eru yfirleitt ónýt, þegar þau falla til jarðar aftur, og því þarf ekki að hugsa um að koma þeim til skila, haf- irðu verið að velta því fyrir þér. — Skriftin mætti að skaðlausu vera vandvirknislegri. HÚSIN, SEM „OPNA“ Kæra Vika! Hvernig er það, fer það ekki í taugarnar á þér þessi nýi furðu- háttur að láta alls konar stofnan- ir og dauða hluti ,,opna“? Nú eru það venjulega hús, sem „opna“. Eða hefur þú ekki tekið eftir því eins og ég, þessum fullyrðingum í blöðum og útvarpi: Húsið opn- ar kl. 9, hótelið opnar á miðviku- daginn kemur, sýningin opnar næstkomandi laugardag, verzlun- in opnar eftir nokkra daga, úti- bú bankans opnar, þegar við er- um búnir að finna nýja lóð fyr- ir banka! Hvernig fara hús að því að opna, og hvað er það, sem þau opna? Eftir orðunum að dæma á að fá mann til að trúa því, að þau geti þetta einhvern veginn hjálparlaust, og engin mannvera þurfi þar að leggja til hjálpar- hönd, en þá væri réttara að segja: Húsið opnast kl. 9, hótelið opn- ast n.k. miðvikudag, sýningin opnast o.s.frv. Ef til vill er orðið úrelt á þess- ari sjálfvirknisöld að notast við gömlu aðferðina, að opna með handafli, enda væri þá sagt: Hús- ið verður opnað, hótelið verður opnað, sýningin verður opnuð o.s.frv. Vel á minnst, hótel! — Við hjónin brugðum okkur út að borða fyrir skömmu, sem reynd- ar er. ekki í frásögum færandi. Við fórum í nýjasta hótel borg- arinnar, hinn vistlegasta stað, sem „opnað“ hafði þá fyrir nokkrum vikum! Matur og þjón- usta var engu lakari, en við er að búast á íslenzkum veitinga- stöðum, svo að ég kvarta a'lls ekki í sambandi við það. Eitt var það þó, sem olli okk- ur talsverðum ama. Þarna inni í veitingasalnum var arnsúgur mikill, þannig að vart var hægt að éta sér til hita og servétturn- 6 VIICAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.