Vikan


Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 15

Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 15
 Yvonne Persson heitir hún, sænsk að ætt og ung og upp- rennandi leikkona að sögn. Hér sýnir hún flík eina, sem ku vera mjög móðins í sumar, en það er amerískar buxur úr minkskinni, þetta eintak er að vísu tveimur númerum of stórt á módelið. Verðið mun vera yfir 250.000 ísl. krónur, svo að varla er til þess ætlazt að almenningur fari í minnkabrækur, hversu móðins sem þær kunna að verða. Það fylgir með sög- unni — hvað sem það kemur henni nú við — að Yvonne hafi lært bókhald og í frí- stundum bíði hún eftir því að „eitthvað spennandi" ger- ist. Síðan síðast V_____;____:______) Lynda Bird helur stórfríkkað, er það ástinni að þakka? Það var á hinni miklu há- tíð, þegar Oscarsverðlaunun- um var úthlutað, að menn tóku fyrst eftir breytingunni sem orðin var á forsetadóttur- inni ungu, Lyndu Bird Jolin- son. Þarna var allt fullt af fögrurn konum, heimsfrægum stjörnum og glæsilegum karl- mönnum. En sú sem mesta eftirtekt vakti og sjónvarps- og blaðaljósmyndarar eltu mest á röndum, var Lynda Bird Johnson. Hún var klædd glæsilegum brókaðikjól og sveipuð í svartrefafeld, — í fylgd með kvikmyndastjörn- unni Georg Hamilton, sem ekki gat haft augun af henni. Lynda Bird, hin tuttugu og tveggja ára dóttir for- setans, „bókaormur“ Hvíta hússins, þessi hlédræga há- skólastúlka, liafði allt í einu tekið stakkaskiptum. Hún hefur lagt skólafötin til hlið- ar og klæðist nú eftir nýjustu tízku og ekki af ódýrustu sort. Lynda hefur grennt sig og er farin að mála sig; — á dans- leiknum var liún með gervi- augnhár og gitllglitrandi augn- lok. Það er sagt að hún liafi farið á snyrtistofu Georges Masters, þar sem kvikmynda- stjörnur og fegurðardísir eru tíðir gestir. Það er sagt að snyrtingin kosti um 3.500.00 krónur. Það er ekkert leyndarmál hver orsök þessara breytinga á Lyndu er. Hann heitir Ge- org Hamilton, og hefur verið stöðugur fylgdarsveinn Lvndu, síðastliðið liálft ár. Þessi glæsilegi leikari er mjög ólíkur fyrrverandi upnusta Lyndu, háskólapiltinum Bern- hard Rosenboch. Þetta er í fyrsta sinn sem Lynda hefur umgengizt mann úr lúxusheiminum, mann sem getur valið úr fögrum konum, hefur verið meðleikari Bri- gitta Bardot og Jeanne Mor- eau (Vivia Maria), og hafði einu sinni símanúmer Soröyu í vasabók sinni. Og Lynda er ástfangin, hún gerir sig fallega fyrir Georg sinn. Blöðin skiptu sér aldrei áð- ur af forsetadótturinni, en nú er hún umsetin af blaðaljós- myndurum, sem fylgjast með hverju hennar skrefi.... VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.