Vikan


Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 24

Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 24
FRAMHALDSSAGAN EFTIR SERGEANNE GOLON — Ert þú enn ákveðin I að flýja? — Já. — Þyrmdi Mulai Ismail þér vegna þess, að þú lézt undan? Angelique hafði engan tíma til að útskýra lymsku yfirgeldingsins. — Ég lét ekki undan honum. Ég mun aldrei gera það. Mig langar að flýja. Hjálpið mér! — Við ætlum að hjálpa þér vegna gamla Savarys. Hann var ákveð- inn að ná þér héðan út. Hann var faðir þinn, var ekki svo? Við getum ekki skilið þig eftir, þótt það sé aukaáhætta að hafa konu með í för- inni. Jæja, hérna er áætlunin. Einhverja nóttina — hvenær hefur enn ekki verið ákveðið — mun Colin Paturel eða einhver annar bíða þín við litlu dyrnar á norðurveggnum hjá mykjuhaugnum. E'f þar er ein- hver varðmaður, mun okkar maður drepa hann. Hann opnar síðan dyrnar með lykli, þar sem aðeins er hægt að opna þær að utanverðu. Þú verður við dyrnar og hann vísar þér veginn burt. Þitt hlutverk er að komast yfir þennan lykil. — Þau einu, sem hafa lykilinn að þessum dyrum, eru yfirgeldingur- inn og Leila Aisheh. — Það verður að hafa það. Það er engin leið að komast út án þess að hafa lykilinn. Reyndu að finna út einhverja leið til að ná honum. Þú getur mútað einhverri þjónustustúlku. Og þegar þú hefur fengið hann, skaltu lauma honum til min. Ég er alltaf að snússast hér í kring, því ég hef fengið það starf að gera við alla gosbrunnana í kvennabúrinu. Á morgun verð ég að vinna við gosbrunninn á hlaðinu hjá Sultana Abechi. Hún er ágætis kona, sem þekkir mig vel, og hún leyfir okkur að tala saman, án þess að kjafta frá. — Hvernig á ég að komast yfir þennan lykil? — Það verður þú að finna út sjálf góða mín. Þú hefur nokkra daga til að hugsa um það. Við bíðum eftir tunglskinslausri nótt til að flýja. Gangi þér vel. Þegar þú vilt tala við mig, spyrðu þá um Esprit Cava- illac, frá Frontignan, pípulagningamann hans hágöfgi. Hann safnaði saman tækjunum og hneigði sig fyrir henni með hug- hreystandi brosi. Síðar frétti hún sögu hans hjá Sultana Abechi, sem var töluvert málgefin. Til þess að fá hann til að kasta trúnni, hafði Mulai Ismail lagt á hann sérlega andstyggilega pyndingu. Hann hafði bundið snæri um leyndarlim hans og hinn endann i hest sem hann síðan keyrði úr sporum. Félagar Esprit Cavaillac höfðu hjúkrað hon- um og hann hafði lifað þetta af, og nú, vegna þess sem hann skorti eftir pyndinguna hafði hann frjálsan aðgang að kvennabúrinu og gat þannig þjónað sem sendiboði milli Angelique og flokksins úti. Það jók henni hugrekki að hitta hann. Þegar allt kom til alls, var hún ekki algjörlega gleymd. Enn var verið að hugsa um hana. Það var jafnvel verið að skipuleggja flótta hennar. Hafði ekki Osman Faraji sagt að orka hennar væri eins og í eldfjalli? Þá var hún lasin og veik- burða, og bak hennar var í sárum og orð hans voru eins og slæm fyndni, e nnú varð henni hugsað til alls þess, sem hún hafði gert á þeim fáu árum, sem hún hafði lifað, og hún sá enga ástæðu til Þess að henni heppnaðist ekki þessi brjálæðislega tilraun til að flýja úr kvennabúri. 1 flýti gekk hún yfir hlaðið og út eftir löngum svölum. Hún gekk yfir garð, þar sem tvö fíkjutré vörpuðu skugga sínum yfir litla tjörn og þaðan inn í annan húsagarð og súlnagöng, sem lágu upp á skugg- sælar svalir íbúðanna. Þegar þangað kom, stóð Raminan, foringi lífvarð- ar Leilu Aisheh, allt í einu frammi fyrir henni. — Mig langar til að hitta húsmóður yðar, sagði Angelique. Negrinn virti hana kuldalega fyrir sér án þess að svara. Hvað gat þessi erfiði keppinautur húsmóður hans viljað? Hún var á valdi yfir- geldingsins og Leila Aisheh og Daisy-Valina höfðu verið að magna töfra gegn henni alla síðastliðna viku. Hvernig Angelique hafði verið hýdd varpaði ekki ryki i augu hinnar voldugu, súdönsku soldánsfrúar. Með því að sýna honum mótþróa, hafði Angelique tryggt sér Múlai Ismail. Rýtingurinn, sem hún hafði stungið í háls hans, hafði aðeins æst þrá hans til hennar. Hann tók sér aðeins tíma til að temja þennan kventígris og gera hana blíða eins og dúfu. Hann hafði jafnvel gengið svo langt að gera Leilu Aisheh sjálfa að trúnaðarvini sínum, og sagði henni, að þessi franska kona gæti ekki staðizt ást hans. Ef hann hefði ekki verið svona skeytingarlaus að vera með rýtinginn, hefði Ange- lique orðið að smjöri í höndunum á honum. Hann ætlaði að vinna bug á orrustulöngun hennar og síðan komast yfir hana. I fyrsta sinn á ævinni þráði Mulai Ismail raunverulega konu, og myndi gera hvað sem væri, til að fá hana til að brosa. Hin skarpeyga svertingjakona var sér fyllilega meðvitandi um breyt- inguna á honum. Það gerði hana bæði hrædda og reiða, því þótt sú franska væri ef til vill reynslulítil, þá hafði hún einvaldinn fullkomlega á valdi sínu og gat haft hann í taumi eins og taminn kött, nákvæmlega eins og Leila Aisheh með tamda pardusdýrið Alchadi. Og Osman Faraji notaði hana eins og peð í sviksamlegum leik sínum. Hann hafði látið það orð út ganga að sú franska væri að deyja. Soldán- inn bað stöðugt um fréttir af henni og vildi fara til fundar við hana, en yfirgeldingurinn hleypti honum ekki inn. Hann sagði að veika konan væri enn skelfingu lostin, og ef hún sæi herra sinn og húsbónda, myndi hún aðeins fá hita og óráð aftur; engu að síður hefði hún brosað, þegar hún sá gjöfina, sem Mulai Ismail hafði sent henni, hálsfesti úr smarögðum, sem stolið hafði verið úr italskri galeiðu. Svo sú franska vildi gimsteina! Og undir eins lét soldáninn kalla fyrir sig alla gull- smiði borgarinnar og grandskoðaði fegurstu gripi þeirra undir stækk- unargleri. Leila Aisheh og Daisy höfðu áhyggjur af þessu öllu saman. Þær höfðu vandlega velt fyrir sér öllum mögulegum lausnum á þessu vandamálþ Það auðveldasta virtist vera að halda því áfram með hæfilegum lyfj- um, sem þegar hafði verið byrjað á, en Þjónustustúlkurnar, sem þær sendu með ,,heilsu“drykkina virtust ævinlega vera stöðvaðar af vök- ulum vörðum Osmans Farajis, hversu kænar sem Þær voru. Nú var sú franska aftur við beztu heilsu, að Því er virtist, og hafði komið til að biðja um viðtal við konuna, sem hafði verið að reyna að koma henni fyrir kattarnef. Eftir þó nokkra umhugsun bað Raminan hana um að bíða. Þegar hann kom til baka, benti hann Angelique inn í herbergið, Þar sem stóra negrakonan sat innan um glóðarker, katla og koparpotta, sem suðu og kraumuðu. Daisy-Valina var hjá henni. Flöskur úr tékknesku gleri stóðu á tveimur lágum borðum, ásamt mörgum diskum með mintutei, tóbaki og sætindum. Fyrsta kona Mulai Ismails tók út úr sér munnstykkið á langri píp- unni og blés reykjarmekki í áttina að sedrusviðarbjálkunum i loftinu. Þetta var hennar leyndi löstur, því soldáninn var heilshugar á móti reykingum og drykkju, sem Múhameðstrúarmönnum var bönnuð. Hann drakk ekkert nema vatn sjálfur, og varir hans höfðu aldrei snert munn- stykki á vatnspipu, eins og þeir notuðu þessir óguðlegu Tyrkir, sem ein- göngu nutu heimsins gæða en hugsuðu ekki lengur um guð. Leila Aisheh fékk tóbakið sitt og áfengið hjá kristnum þrælum, sem voru þeir einu, sem höfðu leyfi til til að kaupa það og nota. Angelique kraup virðulega á þykku teppinu og drúpti höfðu, meðan konurnar tvær horfðu þegjandi á hana. Síðan tók hún af fingri sér hring- inn með túrkisinum, sem persneski ambassadorinn Baktiari Bey hafði gefið henni og lagði fyrir Leila Aisheh. — Gerið svo vel að þiggja þessa gjöf, sagði hún á arabisku. — Ég hef ekkert að bjóða yður, því þetta er allt sem ég á. Augu svertingjakonunnar skutu gneistum. — Ég þigg ekki gjöf yðar. Þér ljúgið. Þér hafið smaragðshálsfesti, sem soldáninn gaf yður. Angelique hristi höfuðið og sagði á frönsku við þá ensku: — Ég tók ekki á móti smaragðshálsmeninu. Ég vil ekki verða frilla Mulai Ismails og verð aldrei.... ef þið hjálpið mér. Sú enska þýddi orð hennar og sú svarta hallaði sér áköf fram. — Hvað eigið þér við? —• Ég á við, að >að er til auðveldari vegur til þess að losna við mig heldur en með sýru eða eitri. Hjálpið mér þess í stað að flýja. 24 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.