Vikan


Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 14

Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 14
I'jöldi fangavarða vaktar þrjá fanga, sem nú cru eftir í Spandau fangels- inu. Síðasta sameigin- íega fyrirtæki stór- veldarma Spandau-fangelsið í Berlín getur hýst sex hundruð fanga, en nú sitja þar inni aðeins þrír hrör- legir menn, sem tuttugu og fimm hermenn gæta og njóta aðstoðar fimmtíu borgaralegra starfs- manna. Þetta eru heimsins dýr- ustu fangar. Rudof Hess, Baldur von Schir- ach, Albert Speer — í eyrum ungu kynslóðarinnar eru þeir að- eins nöfn, sem tilheyra löngu lið- inni fortíð. Og þó voru þeir einu sinni meðal æðstu manna veld- is, sem allur heimurinn óttaðist. Við stríðsglæparéttarhöldin í Niimberg voru þeir nazistafor- ingjar, sem sekastir voru taldir, dæmdir til dauða og hengdir. Sjö aðrir hlutu mismunandi þunga fangelsisdóma og voru sendir til Spandau. Fjórir af þessum sjö hafa nú verið látnir lausir. Á þeim tuttugu árum, sem lið- in eru frá lokum heimsstyrjald- arinnar, hefur margt breytzt í heiminum. Sigurvegararnir úr stríðinu hafa háð sitt kalda stríð, Þýzkaland er klofið í tvö ríki, sem taka afstöðu sitt með hvor- um aðila og múr skilur að Aust- ur- og Vestur-Berlín. Aðeins tvö fyrirtæki eru cnnþá rekin sam- eiginlega af hernámsveldunum fjórum. Annað er flugöryggismið- Albert Speer er nú orðinn gamall maður. Hann er hér í fangelsisgarðin- um. stöðin i Berlín. Hitt er Spandau- fangelsið. Bandaríkjamenn, Rússar, Bret- ar og Frakkar standa til skiptis vörð í fangelsinu, sem er í Vest- ur-Berlín. Það er geysistór bygg- ing, rammlega girt múrum og allra hugsanlegra varúðarráðstaf- ana er þar gætt, til að enginn hnupli föngunum. Af þeim stóð Rudolf Hess Hitl- er næst, að minnsta kosti að nafni til. Hann gerðist stuðningsmaður Foringjans skömmu eftir að hann hóf flokkstarfsemi sína og varð síðar staðgengill hans sem flokks- leiðtogi. Hann var ekkert gáfna- ljós, en hundslega trúr Hitler. Eftir að stríðið hófst, dró úr á- Hitler og Albcrt Spcer, hervæðingarráðherra, meöan allt lék i lyndi. hrifum Hess. Til þess að koma sér á oddinn að nýju, flaug hann til Bretlands, sem frægt er orðið, til að fá Breta til að semja frið við Þjóðverja. Þetta gerði hann í algeru óleyfi Foringjans. sem auðvitað lýsti frati á hann, og enn síður datt Bretum í hug að taka mark á honum. Hann var þá þegar tekinn að geggjast og hélt því áfram, og nú er varla heil brú eftir í honum. Á nótt- inni geltir hann eins og hundur í klefa sínum. Hann er nú sjö- tíu og eins árs. Baldur von Schirach var æsku- lýðsleiðtogi Hitlers og síðarsvæð- isstjóri hans í Vín. Hann var sagður heldur geðslegur piltur af nazista að vera. Nú er hann fimm- tíu og átta ára. Albert Speer er merkastur þre- menninganna. Hann er arkitekt að menntun og komst sem slík- ur í mikið álit hjá Hitler. í stríð- inu var hann gerður að hervæð- ingarráðherra og sýndi þá, að hann hafði snilligáfu sem skipu- leggjandi. Þótt seint væri, sá Speer um síðir í hvaða ófæru nazistar höfðu dregið Þýzkaland. En þegar augu hans loksins opn- uðust, var hann líka reiðubúinn að taka afleiðingunum. í janúar 1945 sýndi hann þá dirfsku og hreinskilni að tilkynna Hitler, að liann áliti stríðið tapað. Foring- inn lét sem hann heyrði ekki til hans. Þegar Hitler sannfærðist loks sjálfur um að hann gæti ekki unnið stríðið, ákvað hann að tor- tíma þjóðinni ásamt sjálfum sér. Iðnfyrirtæki, samgöngukerfi, matvælabirgðir o.s.frv.; allt átti Framhald á bls. 28. 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.