Vikan


Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 36

Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 36
Sunsip, svalandi, megrandi, sumardrykkur! Sunsip er Ijúffengt, ódýrt í notkun, flaskan klístrast ekki ef þér noti'Ö hina hentugu Sunsip dælu. Sunsip fitar ekki né seður, gefið því börnunum að drekka eins og þau vilja. Elmaro, sími 23444 „Tvær kindur,“ sagði Jónas; „þegar þið komið aftur.“ Þegar búskmaðurinn fékk kindina, drap hann hana, kveikti eld, sauð hana og hætti ekki fyrr en hann var búinn með hana. Það tók hann einn og hálfan dag. Það var langt síðan hann hafði fengið fylli sína af kjöti. Þá hafði Schalk undirbúið allt. Hann hafði dregið til sín fjög- urra gallona olíubrúsa, í þess- um tilgangi, eða öðrum, ef á þyrfti að halda. Reiðingurinn var gerður úr gömlum pokum, fóðruðum með grasi og kinda- skinni. Hann tók með sér bamb- usstengur, til að merkja stað- ina með, og matinn hafði hann látið gera sem léttastan. Svo var það í dögun eftir að búskmaðurinn hafði komið, að lestin lagði af stað, með litla, gula manninn í broddi fylkingar. Hvíti maðurinn rak asnana, sem allir voru með vatnsklyfjarnar. Landið sýndist flatt og slétt, en það var sundurskorið af upp- þornuðum árfarvegum, upp und- ir 20 feta djúpum, sem myndast höfðu á regntímabilinu. Schalk hafði dottið í hug, að fara með gamla bílinn sinn, en sá að það hefði ekki verið mögu- legt. Asnarnir voru beztu farar- tækin — ódýrir, seigir og traust- ir. Allt gekk eftir áætlun. Þeir ferðuðust móti sólsetrinu. Fyrsta kvöldið skaut hann einn asna og vatnaði hinum úr fötu. Þeir þurftu ekki að gæta þeirra um nóttina, því að þeir hefðu aldrei farið langt frá vatns- klyfjunum. Á hverju kvöldi gróf hann brúsa í sandinn og setti bambus- stöng sem merki á staðinn. Hann gerði líka litla steinavörðu til frekara öryggis. Dag eftir dag gengu þeir þann- ig. Gamli búskmaðurin var svo sporléttur að það var líkast því sem hann svifi yfir sandinn, yfir steina og skorninga, hrasaði aldr- ei og horfði aldrei niður fyrir fætur sér. Óþreytandi, annars- hugar, yfirnáttúrlegur — dýr skapað í mansmynd. Schalk þvingaði sig til að fylgjast með honum. Hann var vanari að ríða en ganga. Fætur hans voru sárir, þrátt fyrir sáp- una sem hann nuddaði þá með á hverju kvöldi, og tvenna sokka. En hvað voru óþægindi saman- borið við vonina um gullið? f fyrstu virtust þeir ekkert nálgast fjallið, en svo stækkaði það smám saman og varð dekkra og meira ógnvekjandi. Það var ótrúlegt, að það hefði sýnst svona blátt og fjólublátt, eins og fín- gerður kvenmannskjóll, af tröpp- unum heima hjá honum. Það hafði verið nóg af antilóp- um á leiðinni, svo að nestið var ósnert. Það sem eftir var af ösn- unum þreifst vel á vatnsskammt- inum. 36 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.