Vikan


Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 44

Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 44
LSUJU LILUU LILUU TJ LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð LOXENE - og flasan ffer ANGELIQUE OG SOLDÁNINN Gianmaria yfirvinnur ———----------------------------------------------- feimnina Framhald af bls. 25. ---------------------- Angelique tók að fikra sig af stað niður þröngann stigann, svo sneri hún sér við, því henni fannst hún að minnsta kosti þurfa að segja þakka ykkur fyrir. Henni fannst hún aldrei hafa séð neitt eins framandlegt eins og þessar tvær konur hlið við hlið, þar sem þær hölluðu sér yfir stigaopið, og horfðu á hana fara. Ljóshærða, enska konan hélt lamp- anum hátt og sú svarta hélt í hálsbandið á pardusdýrinu Alchadi. Hún fikraði sig áfram niður ^tigann og ljósið frá lampanum varð daufara. Hún hrasaði örlitið á síðustu þrepunum, en að lokum sá hún útlínur dyranna. Þær voru opnar! Þrællinn var þá kominn þangað á undan henni. Hikandi fikraði Angelique sig í áttina að þeim; þrátt fyrir allt skalf hún svo mikið, að hún gat varla tekið þessi síðustu skref, sem lágu milli hennar og frelsisins. Lágt kallaði hún á frönsku; — Ert það þú? Mannvera drúpti höfði til að þrengja sér inn um mjóar og lágar dyrnar. Angelique sá ekki móti tunglbirtunni, hver þetta var, og hún þekkti ekki mannveruna fyrr en hún var komin innfyrir og silfurgeisli tunglsljóssins skall á gylltum vefjarhettinum. Yfirgeldingurinn Osman Faraji stóð frammi fyrir henni. - Hvert eruð þér að fara. Firousi? spurði hann lágt. Angelique þrýsti sér upp að veggnum, eins og hún ætlaði að þrengja sér inn í hann. Hún var ekki viss um, hvort hana væri að dreyma, eða hvort hún sæi ofsjónir. — Hvert eruð þér að fara, Firousi? Hún varð að játa, að þetta væri hann. Hún tók að skjálfa. Hún varð magnþrota. —- Hversvegna eruð þér hér? spurði hún. — Ó, hversvegna eruð þér hér? Þér voruð á ferðalagi. — Eg kom aftur fyrir tveim dögum, en mér fannst ónauðsynlegt að tilkynna afturkomu mina. Hversu djöfullegur hann var, þessi Osman Faraji! Hið blíða tígris- dýr, sem enginn veit hvað hugsar! Hann stóð enn milli dyranna og hennar, sem þýddu frelsið fyrir hana. Hún neri saman höndunum í ör- væntingu. — Leyfið mér að fara Osman Bey, bað hún andstutt. Ó, ieyfið mér að fara! Þér eruð sá eini, sem getur ieyft mér það. Þér eruð alvaldur. Leyfið mér að fara. Yfirgeldingurinn vatð ægireiður á svipinn, eins og hún hefði guð- lastað. — Aldrei hefur nokkur kona sloppið úr kvennabúri, sem ég hef gætt, sagði hann hörkulega. — Seg'ð mér þá ekki, að þér séuð að reyna að bjarga mér, hrópaði Angelique reiðiiega. — Segið það ekki, að þér séuð vinur minn. Þér vitið. að héðan i frá bíður mín ekkert nema dauðinn. — Bað ég yður ekki að treysta mér? Ó. Firousi, hversvegna þurfið þér aiit.af að freista örlaganna! Hlustið, litla uppreisnarkona, ég fór ekki að heimsækja skjaldbökurnar mínar, heldur til að hafa uppi á yðar fvrrverandi húsbónda. — Mínum fyrrverandi húsbónda? spurði Angelique skilningssljó. — Rescator, kristna s.ióræningjanum, sem keypti yður fyrir þrjátíu og fimm þúsund pjastra í Candia. Allt tók að snúast í kringum hana. 1 hvert skipti, sem hún heyrði þetta nafn. fann hún sömu blönduna af von og þrá, og átti erfitt með að hafa stjórn á hugsunum sínum. — Ég fór um borð í eina af galeiðum hans, sem lá fyrir akkerum í Agadir Skipstjórinn sagði mér. hvar hann var. Ég sendi honum skilaboð með bréfdúfu. Hann kemur. Hann kemur að sækja yður. — Kemur að sækja mig? spurði hún furðu lostin. Smá saman varð henni léttara um hjartað. Hann var að koma að sækja hana.... .Að siáifsögðu var hann sjóræningi, en engu að síður var hann maður af hennar tagi. Ef til viil var andlit hans firnaljótt undir grímunni, en hann hafði ekki fyllt hana ótta, þegar þau hittust áður fyrr. Hann myndi aðeins þurfa að birtast, hár svartur og grannur, og leggja hönd sína á höfuð hennar, sem nú var svo auðmjúkt, til þess að allur ylur lífsins streymdi aftur inn í hana. Hún myndi fylgja honum og spyrja hann: — Hversvegna borgaðirðu þrjátíu og fimm þúsund pjastra fyrir mig í Candia? Finst þér ég svo fögur, eða lastu i stjörnunum, eins og Osman Faraji, að við ættum að hittast á ný? Og hverju myndi hann svara? Hún mundi hve hás rödd hans var, og hvernig hún hafði farið að titra, þegar hún heyrði hana. Samt var hann henni að öllu ókunnur. Samt sá hún sjálfa sig i huganum gráta við brióst hans. þegar hann fór með hana langt, langt í burtu. Hver gat hann verið? Hann var ferðamaður frá framtíðinni, hlaðinn vizku fyrir komandi tíma. Hann myndi fara með hana burtu.. .. — Það er óhugsandi. Osman Bey. Þetta er brjálæði af yðar hálfu, hvernig myndi Mulai Ismaii nokkurn tima samþykkja það? Hann er ekki sú tegund villidýrs, sem auðveldlega lætur fórnarlamb sitt af hendi. Verður Rescator aftur að láta fyrir mig heilt skipsverð? Yfirgeldingurinn hristi höfuðið. Bros færðist um munnvik hans, og i augum hans var ekkert annað en alvara og hlýja. — E'kki spyrja svona margra spurninga, Madame Turquoise, sagði hann glaðlega. — Þér skulið aðeins vita að stjörnurnar ljúga ekki. M\ilai Ismail hefur fleiri en eina ástæðu til að fallast á beiðni Resca- tors. Þeir þekkjast, og eiga margt hvor öðrum upp að unna. Auðæfi þessa konungdæmis væru engin, ef ekki væri þessi kristni sjó- ræningi, sem kemur með silfur í skiptum fyrir vernd Marokkanska flaggsins. Og það eru einnig aðrar ástæður. Soldán okkar, sem virðir lögin svo mikils, getur ekki annað en fallizt á kröfur Rescators. Því þar er það, sem hönd Allah grípur fram í, Firousi. Hlustið á mig. Þessi maður var einu sinni.... Hann þagnaði með einskonar hiksta. öll réttindi áskilin — Opera Mundi, Paris. Framliald t næsta blaði. Framhald af bls. 19. gáfnafars. Augun voru geysistór og útstandandi undir þrútnum augnalokum; úr þeim mátti lesa óstöðuglyndi og ágirnd, líkast og hjá eiturlyfjaneytanda, og heimskulega flærð, sem stafaði af of miklum heilabrotum um gróðavænlega hluti. Há kinnbein- in, snubbótt nefið og stór munn- urinn, sem opnaðist oft í órann- sakanlegu brosi svo skein í gisn- ar, ójafnar tennur, þunn hakan, sem var vart sýnileg undir þykkri neðrivörinni, allt þetta fullkomnaði mynd þeirrar Sant- inu, sem hafði hrifið Gianmaria svo mjög, að hann elskaði ekki eingöngu hinn fátæklega yndis- þokka hennar heldur lika öll lík- amslýti hennar. Andlitið var þak- ið púðri, hvítu sem kalk, og var- irnar makaðar í alltof miklum varalit. Hún sat við borðið sitt og lét ágjörn og blygðunarlaus augun hvíla á Gianmaria meðan hún þóttist vera að tala við móð- ur sína. Og Gianmaria, sem hafði ákveðið að sigra Santinu til þess eins að fullnægja heiðri sínum og sjálfsvirðingu, var nú, er hann sá augnatillit hennar, altekinn djörfustu vonum. Hjartað hamað- ist í brjósti hans, hann greip and- ann á lofti og fannst hann sjá Santinu liggjandi í rúmi, mjóa og klunnalega í græna undir- kjólnum og granna fótleggina í svörtu silkisokkunum. Um leið og hann fiktaði við matinn tók hann að horfa á stúlkuna á hæ- verskan hátt, að því er hann sjálfur hélt, en í raun og veru var ákafinn í augnatilliti hans svo áberandi, að ekki aðeins stúlkan tók eftir því, heldur líka hinir gestirnir og jafnvel for- stöðukonan, þar sem hún stóð í hinum enda salarins bak við borðið sitt. Þegar hér var komið voru augnagoturnar milli hans og stúlkunnar í algleymingi. í reyndinni brosti hún til hans, opinskátt og ertnislega, og skotr- aði um leið augunum til móður sinnar eins og hún segði: ,,Ég hef gaman að því að þú skulir glápa svona á mig, en vertu var- kár — móðir mín er hér“. Þá skiptu framreiðslustúlkurnar tvær um borðbúnað, og Gian- maria sá forstöðukonuna taka upp stóran bakka og rétta ann- arri þeirra. Það var ostabakkinn. Síðan myndu ávextirnir koma, og svo var máltíðinni lokið. En hin framreiðslustúlkan var með lítinn disk, og á honum sýndist vera aðeins eitt oststykki, og hún fór beint til Gianmaria með hann. Framreiðslustúlkan var einföld sveitastúlka með þrútnar og rauðar kinnar, og hún var vís til að fara að hlæja af minnsta til- 44 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.