Vikan


Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 48

Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 48
Stundið veiðarnar með Olympíumeistara Það er hægt með því að nota ANSCHÚTZ sport- riffilinn caliber .222, sem byggður er eftir ANS- CHÚTZ MATCH 54 formúlunni, en með þeim teg- undum hafa unnizt fleiri alþjóða- og Olympíukeppn- ir fyrir minni hlaupvíddir en með nokkrum öðrum. Einstiga og tveggja stiga gikkir, sem hægt er að stilla fullkomlega. Hlaupið er rennt af nákvæmni og yfirfellt. Riffilskeftið cr úr fallega útskorinni franskri vaihnotu. Verð aðeins kr. 7.900,00 - Póstsendum. spamúRUHús heykjavíkuh Óðinsgötu 7 — Sími 1-64-88. — Elzta sportvöruverzlun landsins — GEISHA" súfasett Stílhreint og fallegt. Framleitt með einkaleyfi hjá „Kronen“ í Danmörku. Mjög vönduð vinna. fin liil u Minil! KAJ Grettisgötu 46. — Sími 22584. ísinn brotinn, og móðirin hélt áfram að blaðra af mikilli mælgi og tilgerð, sagði honum að þær væru frá Róm og hefðu aðeins verið í vistheimilinu í nokkra mánuði, að þeim líkaði matur- inn vel, en herbergin væru dimm og sólarlaus og rúmin skelfileg, reyndar hefðu þær í huga að flytja á annað vistheimili o.s.frv. Gianmaria gleypti nokkur rif af appelsínunni og reyndi að svara eftir beztu getu án þess að hafa augun af andliti Santinu. Hinar ofsafengnu fyrri þrár hans gerðu nú aftur vart við sig og urðu lítt þolandi sökum þess, að Santina, sem sagði ekki eitt einasta orð, en sat niðurlút og braut hnetur, var aJlan tímann að nugga tánni á skónum sínum við fótinn á honum. Við þessa snertingu tóku margvíslegar vonir og ímvndan- ír að skapast í huga hans. Hann var sigurviss, en gat samt. varla trúað þeirri hugmynd, sem hann hafði gert sér af grönnum og ástríðufullum líkama Santinu við hlið hans sjálfs undir svölu á- breiðunum í einu af þessum stóru og hriktandi rúmum vistheimil- isins. Það sem gerði hann mest ringlaðan var tvískinnungshátt- ur stúlkunnar. Andlitið svo ó- snortið og fæturnir önnum kafn- ir undir borðinu. Honum vafð ljóst, að þetta var fyrsta ástin í lífi hans, og hann varð ölvaður og utanvið sig eins og hann hefði hellt í sig sterku víni eftir langt bindindi. Þá heyrði hann, eins og út úr þykkri þoku, sykursæta rödd segja: „Leyfist mér. Nafn mitt er Negrini“. Og hann sá dökka, grófa, loðna hendi með stórum gullhring með demanti á litla fingri. „Nafn mitt er Bargigli", svaraði hann snöggt, stóð á fæt- ur og tók í höndina. Þessi Neg- rini hafði fremur dökkan hör- undslit, líkan þeim sem lifrar- veikt fólk hefur, og augu hans voru tinnusvört, hvítan blóð- hlaupin, höfuðið kringlótt og sköllótt og andlitsdrættirnir fín- gerðir. Hann settist makindalega niður, tók upp langt sígarettu- veski úr gulli, opnaði það og rétti hinum þremur. Gianmaria og konurnar tvær fengu sér síg- arettu, og síðan sneri móðir San- tinu sér að þeim nýkomna og sagði: „Bargigli greifi kom til Róm- ar til að búa sig undir að ganga í utanríkisþjónustuna ... “ Gianmaria varð hverft við. Hann hafði búizt við annars kon- ar gullhömrum frá móður San- tinu. Negrini, aftur á móti, tók þessum upplýsingum með skeyt- ingarleysi eða jafnvel kaldri kurteisi, að því er Gianmaria fannst. „Eða öllu heldur", leiðrétti Negrini um leið og hann andaði frá sér reyknum út um nefið, „vonast hann til að komast í ut- anríkisþjónustuna. Hvort honum heppnast það, er svo annað mál“. „Hvað eigið þér við“? spurði Gianmaria hatursfullur hinn lifrarveika andstæðings sinn. „Minn kæri Bargigli, það sem ég á við er það, að vel gefnir náungar af góðum fjölskyldum eins og þér, sem segja um leið og maður hittir þá „ég ætla að ganga í utanríkisþjónustuna", eru á hverju strái. En hugsið út í það hve mörgum raunverulega tekst að gera það að lífsstarfi og hve margir enda sem skrifstofu- þrælar í skuggalegum ráðuneyt- isskrifstofum með sex eða átta hundruð lírur á mánuði. Það er þetta, sem ég átti við“. Gianmaria starði á Negrini al- veg steinhissa á svona óvæntum óþægindum. „En ég kom ekki til Rómar til að gerast skrifstofumaður", sagði hann loks. „Ég kom til að ganga í utanríkisþjónustuna, og ég ætla að sjá um að svo verði“. „Ég óska yður af öllu hjarta alls hins bezta, sagði hinn háðs- lega. „En þér vitið hvað þér þurf- ið til að það takizt, er það ekki? Eða hafið þér kannski ekki hug- mynd um að“? „Hvað þá“? „Þetta“, og Negrini sýndi mjög þýðingarmikið látbragð með þumalfingri og vísifingri hægri handar. „Hafið þér þetta — pen- inga“? sagði hann og neri sam- an fyrrgreindum fingrum. „Ef þér hafið þá ekki, getið þér al- veg eins hætt á stundinni að hugsa um utanríkisþjónustuna". Gianmaria kinkaði kolli, rauð- ur að gremju og reiði. „Við er- um auðug“, sagði hann, en fannst um leið, að ef til vill væri hann að gera eitthvað rangt. „Við er- um óðalseigendur, og svo eigum við hús í Flórens“. „Fyrst svo er“, sagði Negrini og stóð skyndilega á fætur og hló, „fyrst svo er, kæri Bargigli greifi, þá er ekkert meira um það að segja. Þér hafið innsiglað var- ir mínar með óhrekjanlegri sönn- un. Ef þér hafið peningaráð, þá hafið þér allt. Ég segi ekki meira — ekki eitt einasta orð“. Hann endurtók „ekki eitt einasta orð“ og gekk síðan fram og aftur fyr- ir framan borðið með hendur í vösum og blés reyk gegnum nas- irnar. Móðir Santinu, sem hafði þagað meðan á kappræðunum stóð milli Gianmaria og Negrini, reis nú upp. Hún sagði þurrlega: „Það er augljóst, Negrini, að þú hefur ekki vit á því, sem þú ert að tala um. Hver asni veit að Bargigli-ættin er með ríkustu fjölskyldum í Arezzo. Jæja, eig- um við ekki að fara? Það virð- ast allir vera farnir". Þau fóru út úr borðsalnum. Móðir Santinu hafði forystuna á- samt Negrini, sem hvíslaði ein- hverju að henni, og svo komu Gianmaria og Santina á eftir. En 48 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.