Vikan


Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 22

Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 22
Sólskinið er sambland af mörgum bylgju- tegundum, sem hlíta nákvæmlega sama náttúrulögmáli og útvarpsbylgjur. Aðal mun- urinn er sá að sólskinið, hita og ljós byigju- lengdir, eru mjög mikið styttri. Bylgjum sólarljóssins er hægt að skipta í þrjá mismunandi bylgjuflokka. Lengsta bylgja sólarljóssins er hitabylgjan, eða hin- ir svokölluðu infra-rauðu geislar. Næst er mið-bylgjulengd. Hún inniheldur hið sýni- lega ljós, einfaldlega aðeins ljós. Þegar þess- ar bylgjur sameinast, sýna þær hvítt ljós, en ef þær eru aðskildar hvor frá annarri, sýna þær okkur hina kunnu liti regnbogans, eða hið svokallaða sýnilega litróf. Stytzta bylgjulengdin frá sólinni, sem nær til jarð- ar, eru útfjólubláu geislarnir. Þessa geisla sjáum við ekki, en svo virðist þó að sum skordýr sjái þá. Vegna áhrifa þeirra á húðina, eru það þessir geislar sólarinnar sem við höfum mest- an áhuga á. Útfjólubláu geislarnir baka húð- ina og framleiða sólbruna. Ef vel tekst til orsakar þetta aðeins smávægileg óþægindi, HUERSU HOUL ERUSOLBOD Eins og svo margt annað, er hæfilegt gott, en of mikið getur orðið alltof mikið. Sólskinið er eitt af því sem maður verður að læra að umgangast með virðingu......... Grein úr Family Doctor. 22 VIKAN en ef menn sólbrenna illa, getur það orðið margra daga kvöl. En raunverulega er sól- bruni hversdagslegt fyrirbrigði. Samt getur þessi bylgjulengd sólarinnar orsakað hættu- legt ástand, ef þú verður oft fyrir slæmum sólbruna, eða um lengri tíma; og þegar talað er um lengri tíma er átt við mörg ár, jafn- vel tíu til tuttugu ár. Þær breytingar sem verða á húðinni við sólbruna, eru áþekkar þeim breytingum sem á eðlilegan hátt verða á húð eldra fólks. Sannleikurinn er sá að útfjólubláu geislarnir eru álitnir vera or- sök þess að húðin eldist. Alvarlegustu afleiðingar langvarandi sól- bruna eru ýmsar tegundir húðkrabba. Nið- urstöður rannsókna, sem gerðar hafa ver- ið t.d. í Englandi sýna það, að þar er húð- krabbi mjög sjaldgæfur, nema á mjög öldr- uðu fólki, og þá helzt ef það hefur búið meiri hluta ævinnar í hitabeltislöndum. Það er því augljóst að þessir geislar eru ekki svo sterkir þar, að þeir geti orsakað þenn- an alvarlega sjúkdóm. En í löndum, þar sem sólin er sterkari er hættan á húðkrabba meiri. Á nokkrum stöðum í Ástralíu hafa jafnvel unglingar fengið húðkrabba; senni- lega eru það hin sterku áhrif útfjólubláu geislanna á þessum stöðum, sem orsaka þetta.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.