Vikan


Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 7

Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 7
ar fuku eftir borðunum. Orsökin var loftræsting, sem blés yfir gesti heilsusamlegu, frísku lofti, sjálfsagt bráðhollu. Okkur þótti þetta þó fullmikið af því góða og báðum þjóninn um að slökkva á græjunum, þótt ekki væri nema stundarkorn. Svarið var: Því miður, það er ekki hægt. Loftræstingin er sjálf- virk! Já, þetta er hvort tveggja afleitt. Við mælum frekar með gömlu aðferðinni, að hús verði hér eftir opnuð, og svo ætti að banna sjálf- virk loftræstingartæki — þau eiga að vera handsnúin eins og í gainla daga. P.S.: Blaðadreifing okkar opnar um þessar mundir í nýjum húsa- kynnum. KRISTUR í ÞOKU? Kæri Póstur! Fyrir ekki all löngu síðan var sett upp altarisskreyting í Skál- holtskirkju. Sjálfur hef ég ekki séð þessa skreytingu, nema hvað ég hef séð myndir af henni í blöðunum og lesið umsagnir blaðamanna um mynd þessa, en þeir fara um hana hlýjum orð- um og skáldlegum, tala um að Kristsmyndin, sem þarna er um að ræða birtist eins og í þoku. Og þetta er mergurinn máls- ins, jafnvel útlínur myndarinnar eru óákveðnar, eins og dregnar af manneskju, sem hvorki veit hvar hún á að byrja, eða enda. Sjálft höfuð inntak myndarinn- ar, Kristur, er óljós þokukennd vera, fjarræn og óraunveruleg, mynd, sem á ekki lengur form. Fullkomlega ómennsk, eitthvað sem tilheyrir draumi fremur en veruleika. Og þá kemur spurningin. Er þetta túlkun listakonunnar á sin- um Kristi, eða þeim Kristi, sem henni finnst vera Kristur kirkju okkar? Eða er þetta bending um að hún standi ráðþrota frammi fyr- ir þessu verkefni? Ráðþrota eins og svo mörg okkar, venjulegra leikmanna, sem eigum að heita kristnir menn, og eigum að hafa kristshugmyndina, að okkar leið- arljósi. En hver svo sem hugmyndin er, sem að baki þessu liggur, er eitt ljóst, Kristur og hugmyndin um Krist er óljós. Og þá kemur önnur spurning. Hvað segir hin kristna kirkja um þetta, er Kristur sá sem prest- arnir kenna um á sunnudögum, svona þokukennd draumvera, fjarræn og óljós, sem erfitt er að gefa nokkuð form? Hversvegna eru kirkjurnar tómar? Er það kannski vegna þess, að þeir sem þar eiga að bera boð- skapinn, og opinbera Krist, hafa gleymt honum, eða ef til vill aldrei gert sér fulla grein fyrir því, hvaða form þeir ættu að gefa orðum sínum, þegar hans skal minnzt. Er undarlegt, að manni detti í hug, þegar maður sér alla þessa fallegu ramma, sem byggðir eru á öðru hverju götuhorni, að þeir séu gerðir um eitthvað sem eng- inn skilur. Ekki einu sinni þeir sem mennt- aðir eru til þess. S.P.S. Við þökkum S.P.S. tilskrifin, og komum hugleiðingum hans á framfæri, þótt við séum honum ekki sammála í ýmsum atriðum. Blóm Vikunnar fær Eva Þórðar- dóttir Garðsenda 5, fyrir eftir- farandi sögu: Sonur minn, sjö ára, var lát- inn koma með tannbursta í skól- ann í haust, í því skyni að læra að bursta tennurnar rétt. Hann fór með tannbursta, sem hann hafði fengið, þegar hann var tveggja ára og notað dyggilega, enda var hann talsvert farinn að láta á sjá. Þegar hann nú tók upp burstann sinn í viðurvist skóla- systkina sinna, fannst þeim burst- inn heldur ræfilslegur, og voru ekkert að fara í felur með skoðun sína. En syni mínum varð ekki svarafátt: „Það er ekki nema von að burstinn sé orðinn slitinn, því fyrst átti pabbi hann, svo mamma, svo stóra systir mín, og svo fékk ég hann“. E.D.Þ. ™6anisíf VIFTAN YFIR ELDAVÉLINA Hreint og hressandi! I»að er gaman að matreiða í nýtízku eldhúsi, þar sem loftið cr hreint og fcrskt. Það skapar létta Iund, vinnugleði og vellíðan, hvetur hug- myndaflugið — og matarlykt og gufa setjast ekki í nýlagt hárið né óhreinka föt og gluggatjöld; málning og heimilistæki gulna ckki og hrcingerningum fækkar. Raunveruleg loftræsting! Með Bahco Bankétt fáið þér raunverulega Ioftræstingu, því auk þess að soga að sér og blása út gufu og matarlykt, sér hún um eðlilega og heilnæma endurnýjun andrúmsloftsins í cldhúsinu og næstu hcrbergjum. Sog- getan er ein af ástæðunum fyrir vinsældum Bahco Bankett. Hljóð! Þrátt fyrir soggetuna heyrist varla í viftunni. Bahco Bankett er sennilega hljóðasta viftan á markaðinum. Engin endurnýjun á síum! Athugið sérstaklega, að Bahco Bankett þarfnast engrar endurnýjunar á lykt- og gufueyðandi síum, sem dofna með tímanum. Bahco Bank- ett hefur engar slíkar, en heldur alltaf fullum afköstum — kostnaðarlaust. Fitusíur úr ryðfríu stáli! Bahco Bankctt hefur hins vegar 2 stórar, varanlegar fltu- síur úr ryðfríu stáli, sem ckki einungis varna því, að fita setjist innan í útblásturs- stokkinn, heldur halda viftunni sjálfri hrcinni að innan, því að loftið fer fyrst gegnum sfurnar. Fitusíurnar cru losaðar með cinu handtaki og einfaldlega skolaðar úr heitu vatni stöku sinnum. _______ Rétt vinnuhæð, innbyggt Ijós og rofar! Lögun Bahco Bankett skapar óþvingað svigrúm og sýn yfir eldavélina. Innbyggt ljós veitir þægiiega lýsingu og rofarnir fyrir ljós og viftu eru vel og fallega staðsettir. Falleg, stílhrein og vönduð — fel alls staðar vel! Bahco Bankett er teiknuð af hinum fræga Sigvard Bcrnadotte, eins og mörg fallegustu heimilistækin í dag, og er sænsk úrvalsframlciðsla frá einum stærstu, reyndustu og nýtizkulegustu loft- ræstitækjaverksmiðjum álfunnar. BAHCO ER BETRI. Það cr einróma álit ncytendasamtaka og reynslustofnana ná- grannarikjanna, að útblástursviftur cinar vciti raunvcrulcga loftræstingu. Hagsýnir húsbyggjendur gera því ráð fyrir útblástursgati eða sérstökum loftháfi. Þeir, sem endurnýja eldri eldhús, brjóta einfaldlega gat á útvegg eða ónotaðan reykháf. Sú fyrirhöfn margborgar sig. NÝJUNG: Bahco raðstokkar. Við höfuin nú á boðstólum létta og sterka, hvíta plaststokka með beygjum og öðru tilheyrandi, sem hver og einn getur raðað saman, án minnsta erfiðis eða sérstakra verkfæra. _____ Veljið því rétt, veijið viftu, sem veitir raunverulega loftræstingu og heldur allt- af fullum afköstum — kostnaðarlaust. Veljið BAHCO BANKETT. Komið, skrifið eða útfyllið úrklipp- una og fáið allár upplýsingar um Bahco Bankett, stokka, uppsetningu, verð og greiðsluskilmála. • • '&ty- FONIX SÍMI 24420. SUÐURGÖTU 10. RVÍK. Sendið undirrit. Bahco Bankett myndalista með öllum upplýsingum: Nafn: ....... Heimilisfang: Til Fönix s.f., pósthólf 1421, Reykjavík. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.