Vikan


Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 37

Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 37
Schalk hafði ekki komið hingað til að leita að beinagrindum. Búskmaðurinn virtist vita ná- kvæmlega hvert hann var að fara, og getgáta Schalks hafði verið rétt. Hann skaut síðasta asnann við rætur fjallsins. Hann heyrði apa gelta og sá ný spor eftir zebradýr. Það hlaut að vera vatn hér. Það gat verið að það væri salt. Það voru mörg dýr, sem drukku salt vatn. Búskmaðurinn fylgdi honum að ójöfnum stíg — Schalk fór að brjóta heilann um, hvernig hann hefði myndazt — og inn í helli, sem var eins og sár á fjalls- hliðinni. Schalk kveikti á eldspýtu. Veggirnir öðluðust líf. Það var eins og fjöldi stórra dýra ætl- aði að ráðast á hann. Ljón. Risa- stórar antilópur. Flöktandi ljós- ið gaf dýramyndunum á veggj- unum einkennilegt líf og hreyf- ingu. Búskmaðurinn hljóp að litlu opi, og kom aftur með tvo skinnpoka og hvolfdi úr þeim á Hversvegna þarftu alltaf að miða svona lágt? rykugt hellisgólfið. Það voru hnullungar af ýmsum stærð- um, sá stærsti á stærð við val- hnetu. Gull. Þegar Schalk leit upp var búskmaðurinn horfinn. Þetta var gull, sem einhver leitarmaðurinn hafði safnað saman. Bein hans hlutu að liggja hér einhversstaðar nærri. En Hér var gull, og það hlaut að liggja einhver aðalæð eftir fjallinu. Hér var vatn og hér var villibráð, og hann ætlaði að leita hennar. Þessu hafði skol- að fram í flóðum. Nú var bara að finna uppsprettuna og fylgja farveginum. Þá fann hann málmleitarmann- inn, hauskúpu hans og það, sem hýenurnar höfðu skilið eftir af beinunum. Þar var meira gull — hann hafði sjálfsagt fundið æðina og dáið á leiðinni til baka. En af hverju? Slöngubiti, eða hafði hann fótbrotnað? — og síðan legið hér þar til hann dó úr hungri og þorsta. Schalk hélt áfram. Hann fann gullið — gula æð meira en centimeter á breidd, sem lá í gegnum hvítt og gljáandi kvartsberg. Þarna voru för eftir hamar látna mannsins, og hér var hamarinn við fætur hans. Schalk tók hann upp og hjó honum í ská í æð- ina. Gull. Hve mjúkt það var og hve þungt. Dagarnir liðu og það var kom- inn tími til að halda heim á leið. Hann hafði verið hér í viku — eða var það len'gur? Honum lá ekkert á heim. Hann hafði eng- ar áhyggjur af búskmanninum, hugur hans hvarflaði ekki einu sinni til hans. Hann hafði aldrei verið raunverulegur í hans aug- um, aðeins tæki til þess að vísa honum veginn. Það var enginn vandi að kom- ast heim. Sporin hans sáust enn í sandinum og þar mundu þau verða þar til regnið kæmi og skolaði þeim burtu eða vindur- inn feykti sandinum í þau. Bein næstsíðasta asnans, sem hann hafði drepið, lágu þarna hvít og hrein. Flest höfðu þau brotnað milli sterkra tanna hý- enanna. Hann hafði nætursetu hjá þeim og gróf upp vatnið. Hann sofnaði hjá bambusstöng- inni og litli fáninn á henni bærð- ist í andvaranum yfir höfði hans. Gullið var þungt. Það var þyngra en riffillinn hans. Lík- lega voru það tíu pund. Tíu pund af gulli. Það var nóg til að kosta stóran leiðangur að fjallinu, strax og hann hafði tryggt sér eignarréttinn. Hann teiknaði lauslega upp staðhættina. Heppni. Hvílík heppni. Antilópa hljóp hjá og hann hefði getað skotið hana, en hann gerði það ekki. Hann var að flýta sér og gat lifað á nestinu. Hann svitnaði í hitanum, en nú var hann bráðum kominn að næsta áfangastað. Hann sá fán- ann í fjarlægð. Sporin urðu greinilegri, þar sem fleiri asn- ar höfðu verið með í förinni. Hann leit ekki aftur upp, fyrr en hann var að komast að staðn- um. Þá tók hann eftir einhverju, þarna var eitthvað einkennilegt, eitthvað óvenjulegt. í kringum stöngina var jörðin græn. Græn mitt í eyðimörkinni! Hann hljóp nær. Brúsinn hafði verið graf- inn upp, tæmdur og settur aftur á sama stað. Nokkrir dagar nægðu til að grasið yrði grænt. Grasið hafði vaxið hér og verið nagað aftur niður að rót. Að- eins eitt blóm stóð eftir, hvítt blóm, líkt sóleyju á löngum legg. Það var enn heitt, sólin var langt frá sjóndeildarhringnum, langt frá auðninni, sem hún settist í á hverju kvöldi í vestr- inu. Guð minn góður... heppni... heppnin hafði yfirgefið hann. Hann var kominn of langt til að komast til baka að fjallinu. Hann lagðist niður og reyndi að vera rólegur og hugsa málið. En svo stóð upp og byrjaði að kalla. Hann kallaði á Guð í auðn- inni. Hann öskraði þar til varir P. S. Parket og Jaspelin gólfdúkur - nýir litir. Einnig linoleum parket-gólfflísar í viðarlíkingu. Nýju BRILLO sópu svamparnir gljófægja pönnurnar fljótt og vel. ASeins með BRILLO er hægt aS gljófægja pönnur og potta, au8- veldlega, vandlega og undra-fljótt. BRILLO'S drjúga sópulöður leysir alla fitu upp ó augabragði og pönnur og pottar gljó og skína og svo endist BRILLO svo lengi af því að í hverjum svampi er efni, ssm hindrar ryðmyndun. Brillo sápu svampar VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.