Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 43
Toni gefur fjölbreytileika
Sama stúlkan. Sama permanentið.Ólíkt útlit
TONI lifgar og gerir hár yðar meðfærilegt. Gerir yður kleift að
leggja og greiða hár yðar hvemig sem þér óskið. Heldur lagningunni.
Sama permanentið heldur hvaða lagningu sem er. Hér eru þrjár
ólíkar hárgreiðslur, sem eru grundvallaðar á einu Toni. En þér
getið greitt yður á tugi mismunandi vegu.
Um Toni — Aðeins Toni hefur tilbúinn bindivökva. Engin
fyrirhöfn. Tilbúið til notkunar í handhægri plastik fiösku. Vefjið
aðeins hárið upp á spólumar og þrýstið bindivökvanum i hvem
lokk. þér munið öðlast fullkomið Toni. Engar krullur. Engir
stííir broddar. Toni gerir hár yðar mjúkt og skínandi. Auðveldar
hárgreiðsluna. Reynið Toni.
m
':::
eyia, Egyptalands, Júgóslavíu o.s.
frv.
Annars hef ég lagt næstum all-
an ógóðann til rekstursins, svo að
við höfum getað fært út kvíarnar ó
hverju óri. Það er einkum því að
þakka hve stórir við erum nú í
dag.
En er fólk ekki tortryggið gagn-
vart presti, sem hefur með höndum
svo veraldlegt viðfangsefni sem
sumarleyfisferðir? Blaðamenn
spurðu roskna konu, eitt sóknar-
barna sér Eilífs, þessarar spurning-
ar. Hún svaraði:
— Það er bara gott að hann
séra Eilífur okkar skuli reka þessa
ferðaskrifstofu. Hún þjólfar hann.
Geti hann komið mér klakklaust til
Mallorca, þó þori ég óhrædd að
leggia allt mitt róð ó hans valdi,
þegar að því kemur að ég legg
upp í mína hinstu ferð . . .
☆
Engin hljómsveit ætti
að skorða sig við
vissan stíl
Framhald af bls. 16.
Því næst fór hann í Menntaskól-
ann að Laugarvatni. í vetur leið
kenndi Ingimar við Tónlistar-
skólann og Barna- og Unglinga-
skólann í Dalvík — iafnframt
því sem hann lék með hlióm-
sveit sinni í Sjálfstæðishúsinu.
— Það var aðeins eitt vanda-
mál í sambandi við það, segir
Ingimar. Leiðin milli Akureyrar
og Dalvíkur var anzi snjóþung
í vetur. Ég keypti mér jeppa því
að ég þurfti að komast fram og
til baka sex sinnum í viku. Oft
fór ég þetta í glórulausum stór-
hríðum og stundum var veðrátt-
an slík, að fæstir töldu, að ég
kæmist milli staða. En af þessu
hef ég fengið dýrmæta reynslu
að beita jeppa í snjó!
— Fellur þér vel að vera kenn-
ari, Ingimar?
— Mjög vel, og það er það,
sem ég stefni að í framtíðinni.
Við spyrjum hann, hvort
menntun hans sem söngkennari
hafi ekki komið honum að ó-
metanlegu gagni sem hljómsveit-
arstjóri.
— Jú, hún hefur óneitanlega
orðið mér að nokkru liði, en
annars miðast mín menntun
fyrst og fremst við hópkennslu.
— Hvað finnst þér skipta höf-
uðmáli í starfi þínu sem hljóm-
sveitarstjóri?
— Því er fljótsvarað: Að hafa
með sér algert reglufólk. Ég tel
mig hafa verið mjög heppinn
hvað þetta snertir. Það er mikil
taugaspenna að standa sífellt í
sviðsljósinu — og sú hætta vofir
alltaf yfir, að hljóðfæraleikarar
láti freistast til að bragða einu
sinni áfengi. En hafi maður einu
sinni bragðað vín, er víst að
hann gerir það aftur — kann-
ski fjórum eða fimm sinnum í
viku. Ég hef oft karpað um þetta
við vini mína og sumir hafa jafn-
vel talað um fanatík, en ég verð
að segja það ,að mér finnst meiri
fanatík í hina áttina. Þessum
mönnum finnst niðurlæging í að
brjóta odd af oflæti sínu. Góður
vinur minn sagði eitt sinn þessa
gullvægu setningu: „Það versta
við vínið er að menn glata hæfi-
leikanum til að skemmta sér
allsgáðir."
— Þú hefur alltaf getað krækt
í góða söngvara, Ingimar.
— Já, ég held ég megi segja
það, og ég álít að góður söngur
skipti meginmáli fyrir hverja
hljómsveit. Hugsaðu þér bara
hvað Akureyri hefur lagt til
marga ágæta dægurlagasöngvara
undanfarin ár: Óðinn, Helena,
Vilhjálmur, Þorvaldur og nú síð-
ast Erla Stefánsdóttir, hin unga
og efnilega söngkona. Miðað við
fólksfjölda hefði Reykjavík átt
að leggja til um 40 söngvara
á sama tímabili.
— Getur það kannske stafað af
því, að norðlenzkan er meira
syngjandi mál en sunnlenzka?
— Ég held nú að íslenzkan sé
hliðarhopp í þessu sambandi, því
að dægurlögin eru flest sungin
á ensku. Hins vegar eiga söngv-
arar hér betra með að bera fram
enskuna, vegna hins harða fram-
burðar.
Um leið og frú Ásta hellir hin-
um klassisku tíu dropum í kaffi-
bollann, spyrjum við Ingimar að
lokum:
— Er ekki töff bisness að
standa fyrir danshljómsveit?
— Jú, og ég hef lært ýmis-
legt af margra ára reynslu. Ég
hef lært, að það má aldrei slaka
á. Ég hef líka lært, að dramb
er falli næst. Samkeppnin er
hörð, en enginn skyldi álíta að
hann sé öðrum fremri. Sam-
keppni er líka uppbyggileg fyrir
hverja hljómsveit og kemur
kúnnunum til góða. ☆
VIKAN 43