Vikan


Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 45

Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 45
efni. Kannski var það hlátur- mildi stúlkunnar, sem kom í veg fyrir, að Gianmaria grunaði nokkuð, þegar hann sá andlit hennar um leið og hún þjónaði honum til borðs en að var upp- ljómað af illgirnislegri kæti, sem að hönd hennar er hún hélt fyrir munni sér, tókst ekki að leyna. Hnífa og gaffalglamrið í saln- um hætti snöggvast, og það hefði átt að vara Gianmaria við. En hann var svo upptekinn af sínu óvenjulega hugarástandi og kjánalegu áformum, að hann tók hvorki eftir þögninni né hlátrin- um. Á diskinum var ein sneið af gulleitum Gruyere-osti, og hann skar með mestu erfiðleikum bita af honum, því að osturinn var bæði harður og þurr, sett hann á diskinn sinn og byrjaði að borða hann samvizkusamlega. Það var fyrst eftir að hann hafði tuggið ostinn dálitla stund, að hann varð var við andstyggilegt bragð í munninum, bragð, sem líktist á engan hátt ostabragði heldur miklu fremur sápubragði. Honum gekk illa að komast í skilning um það, að bragðið væri af því sem hann var reyndar að tyggja, enda þótt hann yrði að skirpa því út úr sér á diskinn, og hann byrjaði vandræðalega að rannsaka það, sem eftir var af ostinum með endanum á hnifn- um sínum. Þá heyrði hann rödd Santinu, greinilega og ákveðna: „smakkast osturinn vel“? spurði hún illgirnislega. Það var eins og lengi hefði verið beðið eftir þessu merki, mikil hlátursroka gaus upp frá hverju borði. Allir skellihlógu, nýgiftu hjúin, ensku konurnar tvær og gamli hálfblindi skrifar- inn, herra Negrini og Santina og móðir hennar. Gianmaria var blárauður og ruglaður, með munninn fullan af froðu, og botn- aði ennþá ekki neitt í neinu. Hann leit fyrst á diskinn og síðan á hlæjandi andlitin og sagði: „Já, en hvað hefur komið fyrir? Þetta virðist vera sápa“? „Hvað meinarðu — sápa“? sagði stúlkan. „Fráleitt... Þetta er ostur“. Nú skarst herra Negrini í leik- inn, af sínum venjulega myndug- leik. „Nei, þetta er sápa“, sagði hann. „En gott spaug er skamm- líft. Ég ráðlegg yður að borða ekki meira af þessu, ella mun- uð þér aldrei losna við það úr munninum". Gianmaria hlustaði varla, en var önnum kafinn við að skirpa í vasaklútinn sinn freyðandi munnvatninu og hreinsa munn- inn með glasi af vatni. Allir héldu áfram að hlæja meðan hann skirpti út úr sér sápuvatn- inu, en hann varð óður af reiði og auðmýkingu. Svo það var þá vegna þess arna sem Santina hafði litið svona oft til hans og brosað við honum, bara til þess að leiða hann í þessa heimsku- legu gildru. Hann varð truflaður í sínum b'.endnu hugleiðingum af rólegri rödd forstöðukonunnar. sem var nú komin til hans. „Hver á sök á þessu kjánalega spaugi“? spurði hún. „Mér þyk- ir þetta mjög leitt, herra Bar- girli, en takið þetta ekki nærri yður. Hver "erði þétta? Var það þú, Edvige“? Gianmaria hrækti út úr sér meira sápuvatni og leit upp. Þiónustustúlkan Edvige byrjaði nú, kafrjóð í framan vegna tog- streytunnar milli óttans og hlát- ursins, að verja sig fyrir hinni ströngu húsmóður sinni. „Það var ungfrú Rinaldi, sem lét mig hafa ostinn og sagði, að það væri alveg uppá sína ábyrgð. Ég á ekki sök á þessu“. Gianmaria sá að forstöðukonan sneri sér nú að Santinu, sem ját- aði með elskulegri rödd: „Já. ég lét hana hafa sápuna. Okkur langaði í eitthvað grín, eitthvað til að hlæja að . . . en ég er viss um að herra Bargigli er ekkert móðgaður. Þegar allt kemur til alls búum við öll saman hérna í vistheimilinu eins og ein fjöl- skylda“. Um leið og hún sagði þetta, sneri hún sér að Gianmar- ia og horfði á hann með blíðum og fallegum svip, sem eyddi reið- inni og auðmýkingunni úr hinu óreynda hjarta unga mannsins. „Auðvitað er ég ekki móðgað- ur“, sagði hann og hrækti út úr sér sápu. „En það viðbjóðslega bragð! Hvílík andstyggðarsápa"! „Sápa er auðvitað sápa“, álykt- aði herra Negrini. Hláturinn var nú í rénun, og forstöðukonan, sem sá hvernig málum var háttað, afsakaði þetta aftur við Gianmaria, mælti nokk- ur áminningarorð tilframreiðslu- stúlkunnar, sem fór burt rjóð og flissandi, gekk síðan þvert yfir salinn og tók sér stöðu fyrir aft- an borðið sitt, há og virðuleg. En Santina virtist ekki gera sig ánægða með uppgjafarlegt svar Gianmaria og sagði með valdsmannslegum alúðleik: „Komið og borðið ávaxtaréttinn hjá okkur til að sýna það, að þér séuð í raun og veru ekki móðgaður. Mamma, rýmdu til fyrir herra Bargigli, hann ætlar að koma og borða ávextina með okkur“. Gianmaria hikaði. Hann var enn rjóður og með sápubragð í munninum. En samt sem áður, hans var freistað, og hann gat ekki staðizt svona vingjarnlegt boð. Niðurlútur, til að dylja fát- ið sem á hann kom, líkastur skólastráki sem hefur verið skip- að að koma upp að kennaraborð- inu, ruglaður af háðslegum augnatillitum félaga sinna, stóð Gianmaria upp og settist við borðið hjá konunum tveim. Öll- um virtist líka hegðun hans vel, og herra Negrini klappaði sam- an lófunum: „Húrra, þetta er rétta hugarfarið! Hvílíkt skap- lyndi! Móðir Santinu var á að gizka um fimmtugt, og það sem var mest áberandi við hana var ó- samræmið milli hins stóra og laglega höfuðs hennar og stutts Iíkamans, og þegar hún gekk minnti þetta ósamræmi á hin geysistóru pappahöfuð á litlum líkömum, eins og maður sér í skrúðgöngunum á kjötkveðjuhá- tíðum. Á andliti hennar voru leif- ar gamallar förðunar, sem jafn- vel stöðugur þvottur hafði ekki getað afmáð með öllu. Hún heils- aði Gianmaria hjartanlega, lét hann setjast á stól og brosti breitt til hans. „Santina var að gera að gamni sínu, stelpuskömmin“, sagði hún og horfði ógnandi á dóttur sína gegnum gleraugun. „Ég ræð ekk- ert við hana, meðan hún er að framkvæma einn hlut er hún önnum kafin við að finna upp á hundrað öðrum hlutum. En eins og herra Negrini sagði, þér haf- ið nógu stórbrotið skaplyndi til að taka þetta ekki illa upp. Seg- ið mér, herra Bargigli, hvað er- uð þér að gera í Róm? Stundið þér nám hér“? „Ég er á fyrsta ári í lögfræði", svaraði Gianmaria feimnislega og tók appelsínu úr ávaxtakörfunni sinni og byrjaði að skræla hana. „Svo þér ætlið að verða lög- fræðingur"? „Ja, í sannleika sagt er það nú ekki meiningin", svaraði Gian- maria vandræðalega. „Ég ætla að fara í utanríkisþjónustuna“. „f utanríkisþjónustuna. Fín staða. Ég hef þekkt fjöldan all- an af diplomötum. Frændi minn einn, sem einnig heitir Rinaldi, var í utanríkisþjónustunni. Hafið þér rekizt á hann“? „Ja, satt að segja hef ég það nú ekki“. Nú truflaði dóttirin samtalið. „Mamma, hvað hét ungi maður- nn, sem við hittum í Ostia í fyrra? Hann var líka í utanrík- isþjónustunni. Var það ekki Colleoni"? „Pierleoni", leiðrétti móðir hennar, „þér hljótið að hafa hitt hann, hár og dökkhærður ungur maður með van-Dyke-skegg“. Gianmaria, sem leið nú miklu betur, varð því miður að játa, að hann þekkti ekki hinn skeggj- aða Pierleoni heldur. En nú var VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.