Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 16
Ancflrés Indriðason
JÍN
HLJÓMSVEIT
ÆTTIAD
EINSKORDA
SIG1AD
IIISSAN STÍL"
Segip Ingimap Eycflal,
er víð heimsækium
hann á Akureyrl
Hljómsveit Ingimars Eydal ásamt söngkonunni Erlu Stefánsdóttur.
Ingimp.r Eydal og ltona hans. Ásta Sigurðardóttir með dæturnar Ingu Dagnýju, 3 ára og Guðný Björk,
4 ára. Sonurinn var sofandi — enda var hann aðeins 10 daga, þegar þessi mynd var tekin. (Vikumynd).
Einn sólríkan sunnudag í öndverðum júlí
leið sóttum við heim Ingimar Eydal, hinn
þekkta og vinsæla hljómsveitarstjóra á Akur-
eyri. Við höfum haft spurnir af því, að hljóm-
sveit hans væri með nýja hljómplötu í undir-
búningi. Hljómsveit Ingimars Eydal hefur
þegar sent frá sér tvær hljómplötur, eins
og kunnugt er, og hafa þær náð meiri vin-
sældum en títt er. Nú er hljómsveitin hans
Ingimars að vísu dálítið breytt, og er hinn-
ar nýju hljómplötu því beðið með talsverðri
eftirvæntingu.
Ingimar býr inni í Kringlumýri, sem er
nyrzt í bænum, og hann sagði okkur, að það
væri gengið inn frá Löngumýri, svo að ekk-
ert fari milli mála. Samt sem áður þurftum
við oftar en einu sinni að spyrja til vegar
á leiðinni til hans. Akureyri er ört vaxandi
bær og það er ekki heiglum hent að rata um
hin nýrri hverfi.
Hann var úti fyrir og hugaði að gesta-
komu, þegar við renndum í hlað. Svo bauð
hann okkur að ganga í bæinn.
Eftir að hafa rætt lengi um alla heima og
geima oð þegið kaffi hjá húsfreyju, frú
Ástu Sigurðardóttur, komumst við loks að
efninu.
— Ingimar, hvað geturðu sagt okkur um
þessa nýju hljómplötu ykkar?
— Þetta verður tólf laga plata og á henni
verða eingöngu sjómannalög innlend og er-
lend. íslenzku lögin eru m. a. eftir Ása í
Bæ, Svavar Benediktsson, Ólaf Gauk, Jóna-
tan Ólafsson og eitt lag er eftir Þorvald Hall-
dórsson, sem syngur jafnframt öll lögin. Það
er stefnt að því, að þessi plata komi út í
september.
Það er Ingimar sjálfur, sem hefur annazt
utsetningar á öllum lögunum, eins og endra-
nær. Þegar þessi plata er komin í umferð,
hafa hljómsveitir sem Ingimar hefur veitt
forsjá alls 30 lög á plötu. Sennilega eru fáar
hljómsveitir fjölhæfari en einmitt hljóm-
sveit Ingimars. Þeir, sem heyrt hafa til
hljómsveitarinnar í Sjálfstæðishúsinu á
Akureyri, geta bezt dæmt um það.
Sjálfur segir Ingimar:
— Við höfum alltaf kappkostað að fylgj-
ast vel með í þessum efnum. Hjá unga fólk-
inu er „beat“músikin að sjédfsögðu vinsæl-
ust, en annars má segja, að ný músik skap-
ist á hverjum degi. Bítlarnir eru að verða
einum og akademískir finnst mér. Þeir leggja
nú orðið mikla vinnu í það, sem þeir láta
fara frá sér, og það er smátt og smátt orðinn
klassiskari stíll yfir þeim. Mér finnst, að eng-
in hljómsveit ætti að einskorða sig við viss-
an stíl — leika til dæmis ekki annað en lög
í stíl við Bítlana, Kinks eða Rolling Stones.
Músikin verður að vera fjölbreytileg. Það
hefur alltaf verið okkar stefna.
— Heldur þú að bítlamúsikin eigi sér
dýpri rætur í brezku þjóðarsálinni?
— Á sama hátt og negrarnir hafa auðgað
bandaríska tónlist, hygg ég að hin svokall-
aða bítlamúsik eigi rætur að rekja til sjó-
mannasöngva, sem öldum saman hafa verið
sungnir í Liverpool.
Ingimar Eydal hefur leikið í Sjálfstæðis-
húsinu á Akureyri undanfarin þrjú ár. Fyrir
ellefu árum byrjaði hann með hljómsveit
á Akureyri, og veturinn 1957 lék hann með
hljómsveit á Hótel Borg. Hann stundaði nám
við Kennaraskóla íslands og útskrifaðist úr
söngkennaradeild skólans árið 1957. Að því
loknu byrjaði hann að lesa undir landspróf
og var orðinn 23 ára, er hann þreytti það.
Framhald á bls. 43.
16 VIKAN