Vikan


Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 17

Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 17
Jazz og þjöðlög skemmti- legust Þekkið þið kollana? Þessir hárprúðu menn skipa vinsæla unglingahljómsveit í Reykjavík. Segir Erla Stefánsdóttir Hljómar ti Einn góðvinur okkar gaukaði því að okkur ekki alls fyrir löngu, r.ð Sandie Shaw væri farin að syngja með honum Ingimar Eydal í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri. Þegar við fórum að grennslast fyrir um, hvað hæft væri í þessu máli, kom í ljós, að söng- konan unga var alls ekki Sandie, heldur 18 ára gömul stúllca frá Akureyri, Erla Stefánsdóttir. Erla hefur nú sungið um eins árs skeið með hljómsveit Ingimars Eydals. Ilún leysti Vilhjálm Vilhjálmsson a? liólmi, en Vilhjálmur stundaði í vetur leið nám við Háskóla íslands, en jafnframt hefur hann sung- ið með hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar á Röðli. Erla scng áður fyrr með hljómsveitinni Póló frá Akureyri. Sú hljómsveit er raunar enn í fullu fjöri og heitir nú Póló og Bjarki. Póló-hljómsveitin flakk- ar mikið um, og Erla segist sakna ferðalaganna að vissu leyti, þótt hún kunni á allan hátt vel við sig í Sjálfstæðishúsinu. En hvernig músik finnst henni skemmtilegast að syngja? — Ef ég inætti ráða, kysi ég helzt jazzmúsik. Ég cr mjög hrifin af Nancy Wilson og einnig þykir mér gaman að Cillu Black. Sandie Shaw? Nei, mér finnst litið í hana varið. Mér þykir líka gaman að þjóð- iögum — þ.e. ósviknum þjóðlögum, sérstaklega írsk- um. Valsa og tangóa og fleira því skylt þykir mér hálf leiðinlegt að syngja. Erla er ekkert yfir sig hrifin af bítlamúsik. Segir þó, að sér þyki gaman að mörgum lögum Bítlanna og örfáum lögum Rollinganna. — Og bezt hefur mér fundizt að syngja fyrir krakkana í Menntaskólanum á Akureyri. Þeir koma oft í Sjálfstæðishúsið á veturna og eru svo sérstak- lega þakklátir. Nervus á sviðinu? — Nei — ekki nú orðið! Um miðjan júní sl. fengu Illjómar tilboð um að kama til Bandaríkjanna og dveljast þar um fimm ára skeið. Þeir hafa nú gengið að þessu tilboði og hefur samningur þegar verið undirritaður í viðurvist bæjarfótgetans í Keflavík. Að öllu forfallalausu munu Hljómar innan skamms halda til Chicago og leika þar um nokkurt skeið en halda síðan í hljómleikaferð vítt og breitt um Bandaríkin. Þegar við höfðum samband við Gunnar Þórðarson fyrir skömmu, sagði hann, að þeir félagvr hygðu gott til þessarar ferðar enda væri hér um einstaklega gott tilboð að ræða. Piltunum er tryggð viss lágmarksupphæð á viku og að auki frítt uppi- hald og fæði, en fyrirtækið, sem greiðir götu þeirra vestan hafs, hefur aðstöðu til að koma þeim áfram í skemmtanaiðnaðinum. Ætti það tæpast að vera miklum crfiðleikum bundið, þar sem þeir eru á plötu- samning við voldugasta plötuútgáfufyrirtæki heims, brezka fyrirtækið E.M.I. Við munum að sjálfsögðu fylgjast með ferðum Hljóma vestan hafs og þeir hafa lofað að senda okkur línu við og við! Erlingur. Rúnar. Gunnar. Pétur. COMET Þetta er hljómsveitin Comet frá Akureyri, en piltarnir heita, tal- ið frá vinstri: Óskar Kristjánsson, Bjarki Jóhannesson, Theódór Ilallsson og Brynleifur Hallsson. Þeir hafa víða komið fram og jafnan hlotið hinar beztu viðtökur. Þeir komu fram á bítlahljóm- leikum, sem efnt var til á Akureyri í vetur leið, en á hljómleik- um þessum var vinsælasta hljómsveitin kjörin. Hlutu piltarnir efsta sætið í keppni þessari. í sumar munu þeir sennilega ferð- ast um landsbyggðina og ef til vill bregða sér í heimsókn til höf- uðborgarinnar. The Seekers sungu nýlega fyr- ir 110 þúsund manns í heima- borg sinni, Melbourne í Ástr- alíu. Undirleik annaðist sinfón- íuhljómsveit, skipuð 200 mönn- um . . . Sonny og Cher hafa leikið í fyrstu kvikmynd sinni. Myndin heitir „High Camp" ... Kærleikur er sagður milli Her- manns, söngvara The Hermits og hinnar ungu skozku söng- konu Lulu . . . Vinsældir Bob Dylans fara óðum rénandi. Á hljómleikum í Dublin nýlega var hann píptur út af sviðinu í seinni hálfleik. Dylan, sem til skamms tíma lét sér nægja að syngja við eigið gítarundirspil, hefur nú tvö tonn af rafmagns- hljóðfærum og heilan skips- farm af spilurum, þegar hann kemur fram . . . Donovan virð- ist verá búinn að syngja sitt síðasta vers . . . Brezkt tímarit efndi nýlega til skoðanakönn- unar meðal 130 brezkra ungl- inga um það, hver væri vin- sælasti Bítillinn. Könnunin leiddi í ljós, að Paul á mest- um vinsældum að fagna. Hann hlaut 43 atkvæði, John 37, Ringó 22 og George 20. Það voru einkum stúlkurnar, sem kusu Paul, en hins vegar átti John mestu fylgi að fagna hjá piltum . . . VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.