Vikan - 18.08.1966, Blaðsíða 25
Konurnar tvær hvísluðust lengi á. Angelique hafði fært sér í nyt
hatrið, sem keppinautar hennar báru í hennar garð, og þegar allt kom
til alls, hverju höfðu þær að tapa? Ef Angelique heppnaðist að flýja,
myndu þær aldrei sjá hana framar, ef henni misheppnaðist, myndi
hún nást aftur og verða drepin á viðeigandi hátt. Hvernig gátu tvær
aðalkonur soldánsins nokkurn tíma verið bendlaðar við hvarf hennar,
ef það færi fram á þann veg, sem þær áttu fremur á hættu, ef hún
fyndist dauð af eitri. Þær áttu ekki að sjá um vörzlu kvennabúrsins
og flótti einnar frillunar myndi aldrei hafa neina hættu i för með sér
fyrir þær.
— Engin kona hefur nokkru sinni flúið úr kvennabúrinu, sagði
Leila Aisheh. — Yfirgeldingurinn yrði hálshöggvinn, ef slíkt gerðist.
Svo tók rauð glóð að myndast í rauðleitum, blóðhlaupnum augum
hennar. — Nú skil ég það allt. Allt er eins og það á að vera. Stjörnu-
fræðingur minn hefur lesið réttilega í stjörnurnar. Þær sögðu honum,
að þér mynduð verða orsökin að dauða Osmans Faraji.
Angelique rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hann hefur einnig
lesiS sömu örlög í stjörnunum, hugsaði hún. Þessvegna horföi hann
svona furöulega á mig. — Nú verð ég að berjast gegn örlögunum,
Firousi, svo þér reynist mér ekki of sterk.
Óttinn, sem hún hafði fundið til uppi í Mazegrebturninum greip hana
á ný. Ilmurinn af þvi sem konurnar voru að sjóða, og tóbakinu, var
að kæfa hana og hún fann svitann brjótast út á enninu. Með óbugandi
þrákeikni hélt hún áfram að lokka lykilinn af Leilu Aisheh. Að lokum
lét sú svarta undan. Hún hafði aðeins dregið þetta á langinn vegna
þess, að hún vildi ekkert gera fyrr en eftir langar umræður. 1 raun
og veru hafði hún þegar í upphafi ákveðið að gera eins og Angelique
vildi. Það myndi losa hana við hættulegan keppinaut og á sama tima
gera óvin hennar, yfirgeldinginn, að engu með því að kalla yfir hann
reiði Mulai Ismails, því soldáninn myndi aldrei fyrirgefa honum að
svipta hann þessari konu.
Hún ákvað einnig að kynnast rækilega flóttaáætluninni til að geta
sett. upp gildru fyrir flóttafólkið, það myndi auka á vegsemd hennar og
styrkja það álit, að hún sæi fyrir um óorðna hluti. Það var samþykkt,
að nóttina Þegar flóttinn, hefðist, myndi Leila Aisheh i eigin persónu
fylgja Angelique i gegnum kvennabúrið til stigans sem lá niður að
húsagarðinum, þar sem leynidyrnar voru. Þannig myndi hún verða
pardusdýrinu að bráð, sem gæti þó verið einhversstaðar á leiðinni.
Leila Aisheh kunni að tala við dýrið og hún myndi einnig hafa með
sér eitthvert góðgæti til að lokka það. Varðmennirnir myndu hleypa
Leilu Aisheh framhjá, því þeir óttuðust hana.
— Yfirgeldingurinn er sá eini, sem við verðum að varast, sagði Daisy.
— Hann er sá eini, sem tekur þvi að hafa ótta af. Hvað ætlið þér að
segja honum, ef hann spyr, hversvegna þér hafið heimsótt okkur?
— Ég segi honum, að ég hafi heyrt hversu mjög þið hatið mig, og
hafi ætlað að reyna að vingast við ykkur.
Konurnar tvær kinkuðu kolli til samþykkis. — Ef til vill trúir hann
yður. Já, úr þvi að það eruð þér mun hann sennilega trúa.
Þetta kvöld heimsótti Angelique Sultana Abechi, feita Márakonu af
spönskum uppruna, sem soldáninn sýndi ennþá töluverða virðingu og
hafði næstum gert að konu númer þrjú. Esprit Vavaillac var þar, og
hún laumaði að honum lyklinum.
— Svona fljótt! sagði hann undrandi. — Þér látið svo sannarlega ekki
grasið gróa undir íótunum á yður. Savary gamli hafði rétt fyrir sér,
þegar hann sagði, að þér væruð hugrökk og slungin, og að við gætum
reitt okkur á yður eins og karlmann. Jæja, að minnsta kosti þurfum
við ekki að taka neinn aukabagga. Nú þurfið þér ekkert annað að
gera en að bíða, ég skal láta yður vita, hvaða dag við ákveðum.
Eins og Angelique vissi, var biðin andstyggilegasti hlutinn í allri á-
ætluninni, því fyrir utan það að þurfa að gæta sjálfrar sín, var hún
á valdi tveggja svikulla kvenna og undir vökulum augum yfirgeldingsins.
Bak hennar gréri, því hún gekk hlýðin undir aðgerðirnar, sem gamla
Fatima dengdi yfir hana i þeirri von, að húsmóðir hennar myndi hætta
þessari þrákelkni. Allir þeir erfiðleikar, sem hún hafði þolað, svo ekki
væri minnzt á marið og rifið hörund hennar, ættu að hafa sýnt henni
í eitt skipti fyrir öll, að hún var minnimáttar í þessum leik, og hvers-
vegna var þá allur þessi þrái?
Svo breiddist út sú frétt. að yfirgeldingurinn væri að fara i ferða-
lag tii að lít.a á skjaldbökurnar sínar og gömlu frillurnar. Hann muni
ekka verða lengur en einn mánuð í burtu, en þegar Angelique frétti
af þessu, andvarpaði hún feginsamlega. Það var mjög nauðsynlegt að
nota sér fjarvist hans til að flýja, á þann hátt væri allt auðveldara, og
ef yfirgeldingurinn væri fjarverandi, þá myndi hann ekki verða háls-
höggvinn. Henni gazt ekki að þeirri tilhugsun og hún treysti því, að
yfirgeldingurinn væri i of miklum metum hjá Mulai Ismail til að hann
léti reiði sína bitna svo miskunnarlaust á honum. Jafnvel þótt ein
ambátt slyppi. Samt gat hún ekki gleymt spádómi stjörnufræðings
Leilu Aisheh: -— Hann hefur lesið i stjörnunum, að þér verðið oi'sökin
að dauða Osmans Farajis.. . . Hún varð að forðast það af öllum kröft-
um. Fjarvera hans sjálf væri lausnin.
Yfirgeldingurinn kom til að kveðja hana og brýndi fyrir henni að
fara varlega. Hann lét enn það orð út ganga, að hún væri mjög veik
og ennþá skelfingu lostin við tilhugsunina um Mulai Ismail, og soldán-
inn var mjög þolinmóður. Það var kraftaverk! Hann varaði hana við
að eyðileggja þetta ekki með því að vingast um of við Leilu Aisheh
sem aðeins væri á hnotskóg eftir að gera henni miska. Eftir mánaðar-
tíma kæmi hann aftur, og þá myndi allt skýrast. Hún mætti treysta
þvi.
— Ég treysti yður, Osman Bey, sagði hún:
Þegar hann var farinn, tók hún að hvetja þrælana til að ákveða
flóttadaginn með Esprit Cavillac sem milligöngumann. Colin Paturel
sendi henni þau boð, að þau þyrftu að bíða eftir tunglskinslausri nóttu,
en þegar hún kæmi, yrði yfirgeldingurinn ef til vill kominn aftur. Hún
nagaði hnúana i öngum sinum. Ef hún aðeins gæti komið þessum kristnu
þrælum til að skilja, að hún hefði i hyggju að snúa á ósveigjanleg örlög!
En þetta var yfirmannleg orrusta móti þeim spádómi, að hún yrði
orsökin að dauða Osmans Farajis, tröllaukin átök við stjörnurnar á
brautum sínum. 1 martröðum hennar var sem stjörnuþrunginn himinninn
herptist saman, hvolfdist yfir hana og molaði hana undir sér.
Að lokum sagði Esprit Cavillac henni, að foi'ingi þrælanna hefði látið
undan röksemdum hennar, þar sem það væri miklu auðveldara fyrir
hana að flýja meðan yfirgeldingurinn væri fjarverandi. Tunglsskinið
yrði ef til vill aukin áhætta fyrir hina, en hjá því yrði ekki komizt.
Hlekkjalaus myndi Colin Paturel ganga um höllina og drepa nauð-
synlega varðmenn. Síðan myndi hann fara í gegnum appelsínutrjá-
lundinn og húsagarðinn, sem lá að leynidyrunum. Það var ekkert annað
hægt að gera en að biðja þess, að það yrði skýlaust þessa nótt, til að
hylja tunglið, sem reyndar var þegar á síðasta kvartili. Og flóttanóttin
var ákveðin.
Þetta kvöld sendi Leila Aisheh henni duft til að lauma i drykk þjón-
ustustúlknanna sem vöktu yfir henni.
Angelique bauð Rafai einnig kaffi, en hann hafði komið til að spyrj-
ast fyrir um heilsufar hennarí þar sem hann var yfirmaður kvenna-
búrsins í fjarveru geldingsins. Þessi gamli, feiti skröggur reyndi að
hafa sama hátt.inn á í viðskiptum sínum við konurnar og yfirgelding-
urinn, en það hentaði honum ekki. Það eina sem hann hafði upp úr
krafsinu, voru hláturgusur kvennanna. Þessvegna vildi hann gjarnan
vera í nánd við Angelique, sem umgekkst hann eins og jafningja sinn,
og hann drakk kaffibollann, sem hún bauð honum í botn. Siðan gekk
hann til sængur, til að blanda hrotum sínum við hrotur þjónustustúlkn-
anna, sem þegar voru fallnar hver um aðra þvera.
Angelique beið að því er henni virtist heila eilífð. Þegar hún að
lokura heyi'ði uglu væla, laumaðist hún niður í húsagarðinn. Leila
Aisheh var þar þegar, ásamt Daisy, sem bar olíulampa. Þess þurfti þó
ekki, því miður. því tunglið skein eins og hvítt segl á svörtu úthafi
næturinnar, og það var ekki skýskaf á himni.
Konurnar þrjár gengu yfir litla garðinn og áfram undir skjóli langra
bogaganga. Við og við gaf Leila Aisheh írá sér furðuleg hrygluhljóð,
sem var hennar aðferð til að tala við pardusdýrið.
Þau náðu enda bogaganganna heilu og höldnu og sneru þaðan inn
i önnur. Allt í einu nam sú svarta staðar.
— Þarna er það! hvíslaði Daisy og þreif um handlegg Angelique.
Skepnan stökk út úr runnunum með nefið niðri við jörðina, eins og
stór köttur, sem er reiðubúinn að stökkva á mús.
Leila Aisheh rétti dvifu í áttina að dýrinu og gaf ennþá frá sér þessi
furðulegu hrygluhljóð. Pardusdýrið virtist róast, það kom til hennar
og Leila Aisheh festi keðju við hálsbandið.
— Verið nokkur skref á eftir mér, sagði hún við hvítu konurnar
tvær.
Þau héldu áfram. Angelique var undrandi yfir að þær skyldu ekki
rekast á neina geldinga, en Leila Aisheh hafði valið þeim leið i gegnum
híbýli gömlu frillanna, og þær konur, sem útskrifaðar höfðu verið voru
ekki undir nákvæmri gæzlu. Þar að auki hafði strangur aginn slaknað
nokkuð í fjarveru yfirgeldingsins. Hinir geldingarnir kusu frermir að
hafa félagsskap hver af öðrum en vera á sífelldu ráfi um kvennabúrið.
Fáeinar syfjulegar þjónustustúlkur sáu þær fara framhjá, þær hneigðu
sig fyrir Leilu Aisheh.
Nú voru þær að klifra upp stiga, sem lá upp á virkisbrúnina. Það var
erfiðasti hlutinn af ferðinni. Undir þeim gapti á aðra hlið dökkur
garðurinn umhverfis moskuna og grænn kúffull hennar glitraði í tungl-
skininu. Hinum megin var autt torg, þar sem markaðurinn var haldinn.
Mulai Ismail hafði byggt sjálfum sér virki, sem var eins og viggirt
borg; gat staðizt mánuðum saman gegn umsátursher frá borginni, sem
umkringdi það.
Við enda þessa áfanga, var varðmaður, sem hallaði sér út yfir brjóst-
vörnina og starði niður á markaðstorgið. Hann sneri bakinu að þeim
og lensa hans vissi til himna. Konurnar fikruðu sig áfram í skugganum
af brjóstvörninni. Þegar þær voru aðeins fáein skref í burtu, kastaði
Leila Aisheh dúfunni, sem hún hafði enn ekki gefið pardusdýrinu, i
átlina til varðmannsins. Dýrið stökk á eftir henni. Varðmaðurinn sneri
sér við, sá skepnuna koma þjótandi í átt til sin og rak upp skelfingar-
öskur um leið og hann kastaði sér aftur á bak. Þau heyrðu dumban
skellinn, þegar likami hans skall á torginu langt fyrir neðan.
Konurnar þorðu ekki að anda og biðu eftir því að óp varðmannsins
drægi aðra á staðinn. Ekkert heyrðist.
Leila Aisheh róaði pardusdýrið og tók aftur upp keðjuna. Þau voru
nú komin niður á lægri pall, sem hafði verið tekinn úr notkun og átti
að fara að rifa, til að gera rúm fyrir nýja byggingu. Leila Aisheh leiddi
Angelique að stigaopi, þar sem tröppurnar hurfu niður í dimma gjótu,
djúpa eins og brunn.
— Þetta er staðurinn, sagði sú svarta. — Farið nú niður. Þegar þér
komið niður á botn, munið þér sjá, að dyrnar eru opnar. Séu þær
það ekki, skuluð þér bíða, Það verður ekki langt þangað til hjálpar-
maður yðar kemur. Segið honum að setja lykilinn í litlu glufuna í
veggnum hægra megin við dyrnar, ég sendi Raminan á morgun að
ná í hann. Nú, farið nú!
Framhald ó bls. 44.
VIKAN 25